BREYTA

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar á óbreyttum borgurum, er ekki hægt að réttlæta. Sem eðlilegt er fylltumst við óhug þegar fréttirnar bárust frá Lundúnum í morgun. Þegar þetta er skrifað síðla dags má lesa í vefútgáfum fjölmiðlanna að 33 manns séu látnir og hátt í þrjuhundruð manns særðir, margir alvarlega. Okkur verður hugsað til þessa fólks og til aðstandenda þess og við höfum áhyggjur af Íslendingum sem er búsettir eða á ferð í Lundúnum. Þetta eru eðlileg viðbrögð og þetta eru góð viðbrögð. Okkur stendur ekki á sama. Í vefútgáfu Morgunblaðsins í morgun er lítil frétt tímasett klukkan 10.39: „Lögregla hóf skothríð á um 1.000 mótmælendur í borginni Tíkrit, heimaborg Saddams, í Írak í dag. Fólkið mótmælti drápi á einum af helstu embættismönnum borgarráðsins, að sögn yfirvalda. Að minnsta kosti fjórir menn særðust.“ Flesta daga berast fréttir af sprengjutilræðum í Írak, 10-30 manns farast, og við tökum varla eftir því. Okkur finnst tíðindalaust af austurvígstöðvunum meðan ekki berast aðrar fréttir. Samkvæmt Iraq Body Count hafa að minnsta kosti 25 þúsund manns, sennilega miklu fleiri, látið lífið í Írak síðan George Bush og Tony Blair fyrirskipuðu innrás þar fyrir rúmum tveimur á árum með fulltingi Halldórs Ásgrímssonar og annarra peða í heimsvaldaskákinni. Þessir herramenn geta ekki firrt sig ábyrgð á hryðjuverkum eins og þeim sem framin voru í Lundúnum í morgun. Ofbeldi kallar á ofbeldi. Þeir voru varaðir við því að innrásin í Írak yrði upphafið að langvarandi átökum og miklu blóðbaði og mundi kalla á hryðjuverk. En í hroka sínum hlustuðu þeir ekki á varnaðarorðin. Þeir tóku ekki mark á stjórnmálamönnum, fræðimönnum, talsmönnum mannúðarsamtaka og milljónum manna sem fóru út á göturnar um allan heim veturinn 2002 til 2003 til að mótmæla fyrirhugaðri innrás. Þessir menn koma ekki lengur saman nema í víggirtum köstulum meðan þúsundir lögreglumanna eru kallaðir út til að hafa hemil á tugþúsundum mótmælenda. Yfirgnæfandi meirihluti þessara mótmælenda er friðsamt fólk sem vill mótmæla því óréttlæti sem auðvald og heimsvaldastefna veldur um allan heim. Þetta er fólk sem ekki lætur sér á sama standa. Meðan valdamennirnir sitja á rökstólum í víggirtum köstulum verður almenningur fyrir barðinu á trufluðum hryðjuverkamönnum sem spanast upp af yfirgangi og hroka þessara valdamanna. Og þessir valdamenn reyna nú að tengja hryðjuverkin við þann almenning sem hefur lýst andúð sinni á athöfnum þeirra og stefnu á götum Edinborgar undanfarna daga. Því miður færa hryðjuverkamennirnir hinum vestrænu valdamönnum vopn í hendurnar, áróðursvopn og átyllu til að auka enn frekar eftirlit með almennum borgurum, skerða frelsi þeirra og herða stríðið gegn hryðjuverkum, stríð sem í raun er útþenslustríð, heimsvaldastríð og mun aldrei koma í veg fyrir hryðjuverk. Þvert á móti felst það sjálft í hryðjuverkum og mun kalla á enn meiri hryðjuverk og grafa enn frekar undan öryggi almennings. Hryðjuverk ber að fordæma, hvort sem þau er framin með ríkisreknum sprengjuflugvélum eða með sprengju sem laumað er um borð í neðanjarðarlestir og strætisvagna. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Okkur hefur borist yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar sem lauk 26. mars og getið var hér. …

SHA_forsida_top

Nú er lag

Nú er lag

Eftirfarandi grein eftir gamlan félaga okkar í Samtökum herstöðvaandstæðinga, Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti, birtist …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fagnar fregnum af fyrirhugaðri brottför bandaríska hersins frá Íslandi. Sagan hefur þegar …

SHA_forsida_top

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í heimsókn í Bretlandi. Ekki verður sagt að henni …

SHA_forsida_top

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir var í Friðarhúsi að kvöldi 30. mars og var haft að orði að ekki …

SHA_forsida_top

Nýtt efni á Friðarvefnum

Nýtt efni á Friðarvefnum

Ályktun frá SHA Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars Ályktun þingflokks VG um …

SHA_forsida_top

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs: 30. mars 2006 Það …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Fundurinn er öllum opinn.

SHA_forsida_top

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Þingmaður heimsækir Alcoa John P. Murtha heitir þingmaður í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Hann er …

SHA_forsida_top

30. mars

30. mars

Þann 30. mars 1949 var innganga Íslands í NATO samþykkt á Alþingi. Friðarsinnar hafa upp …

SHA_forsida_top

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Nú um helgina, 23.-26. mars, var haldin fjórða Kaíró-ráðstefnan. Þessar ráðstefnur hafa verið haldnar árlega …

SHA_forsida_top

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Ein af þversögnum nútímafjölmiðla er sú staðreynd að þótt fréttatímum og umræðuþáttum um þjóðmál fjölgi …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Þegar við fögnum því að herinn sé líklega á förum er rétt að hafa í …

SHA_forsida_top

Fundur í stjórn Friðarhúss

Fundur í stjórn Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar. Á dagskrá er m.a. undirbúningur aðalfundar.