BREYTA

Stríðið í Afganistan

Afganistan-USA Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist einnig á vefritinu MIR.IS. Í Afganistan ríkir enginn friður. Hersveitir NATO eiga í hörðum átökum við stríðsherra sem ráða lögum og lofum víða í landinu, en meðal þeirra eru hinir alræmdu Talibanar. Óbreyttir borgarar hafa dáið í hrönnum eins og títt er í hernaðarátökum. Og þetta virðist engan enda ætla að taka. En hvernig stendur á þessu hræðilega ástandi í landinu? Er þetta allt einhverjum vondum miðaldaofstækismönnum að kenna sem vilja ekki sætta sig við umbótatilraunir ríkisstjórnar Hamids Karzai? Eða eru orsakirnar ef til vill aðrar? Við skulum kanna það með því að rekja okkur til baka í sögu Afganistan. Nú, 2001 réðust Bandaríkin ásamt öðrum NATO-ríkjum á Afganistan til að koma Talibönum frá völdum, knésetja Al-Quaeda-hryðjuverkasamtökin og góma Osama bin Laden. Þetta gerðist í framhaldi af árásum áðurnefndra samtaka á tvíburaturnana og Pentagon hinn 11. september 2001. Höfðu þau komið sér fyrir í Afganistan og myndað sterk tengsl við ríkisstjórn Talibana. Hún hafði þá verið við völd síðan 1996 en átt í stöðugu stríði við hið svonenda Norðurbandalag. Engu að síður réði hún yfir stærstum hluta Afganistan og hafði náð honum á vald sitt eftir nokkurra ára borgarastríð afganskra stríðsherra sem geysað hafði frá því að sovéski herinn yfirgaf landið árið 1989. Allir höfðu þessir stríðsherrar barist gegn Sovétríkjunum á sínum tíma og þeirri ríkisstjórn sem þau höfðu stutt. Í desember 1979 höfðu Sovétríkin sent mikið herlið inn í landið til að tryggja þar ítök sín, en skæruliðahreyfingar undir stjórn afturhaldssamra ættarhöfðingja höfðu þá þegar hafið vopnaða baráttu gegn hinni sovétsinnuðu ríkisstjórn. Barátta skæruliðanna var fjármögnuð af Bandaríkjunum sem dældu í þá peningum og vopnum. Einnig studdu þau dyggilega við bakið á trúarfanatíkerum úr hinum íslamska heimi, þeirra á meðal sjálfum Osama bin Laden, sem streymdu til Afganistan til að taka þátt í baráttunni gegn Sovétríkjunum; litu þeir á hana sem heilagt stríð – djíhad. Með þessu töldu Bandaríkin að unnt yrði að knésetja Sovétríkin algjörlega og vinna þannig sigur í Kalda stríðinu. Þessi stuðningur hófst þegar í júlí árið 1979 – um hálfu ári fyrir innrás Sovétríkjanna – eins og Zbigniew Brzezinski þjóðaröryggisráðgjafi Jimmys Carters, forseta Bandaríkjanna frá 1976 til 1980, upplýsti hinn 18. janúar 1998 í viðtali við franska blaðið Le Nouvel Observateur. Var það beinlínis ætlun Bandaríkjanna að skapa þær aðstæður að Sovétríkin teldu sig knúin til innrásar. Aðspurður sagðist Brzesinski ekki sjá eftir neinu – þetta hefði leitt til þess að að heimsveldi Sovétríkjanna hefði liðið undir lok. Eins og allir ættu að sjá lýsir þetta viðhorf þjóðaröryggisráðgjafans fyrrverandi stækum rasisma. Það að milljónir karla, kvenna og barna hafi látið lífið í Afganistan skiptir hann engu máli – þetta fólk er bara peð í hans huga sem allt í lagi er að fórna í refskák alþjóðapólitíkur og heimsvaldastefnu. Þetta eru jú ekki siðmenntaðir Evrópubúar heldur bara einhverjir múslímar með vefjarhetti. Einhvern veginn svona hefur Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna frá 1980 til 1988, væntanlega líka hugsað, en hann var ófeiminn við að ýta undir stríðsátök í fátækum löndum og dæla fé og vopnum í blóðþyrsta einræðisherra mætti það gagnast bandarískum hagsmunum. Auk stuðningsins við skæruliðana í Afganistan má til dæmis nefna stuðninginn við Contrana í stríðinu í Nicaragua og hina morðóðu herforingjastjórn í El Salvador sem æpandi dæmi. Á þessu hefur aldrei verið beðist afsökunar og mun sennilega aldrei verða gert. Ekki virðist litið á allt það saklausa fólk, sem látið hefur lífið vegna siðlausrar utanríkisstefnu Bandaríkjanna og raunar fleiri Vesturlanda, sem manneskjur. Fremur virðist litið á það sem dýr sem allt í lagi er að leiða til slátrunar. Þetta er ógeðslegt og við skulum hafa það í huga næst þegar fregnir berast til dæmis af mannfalli meðal óbreyttra borgara í Afganistan að það er heimsvaldastefna Vesturlanda sem veldur hörmungunum. Höfundur þessarar greinar, Þórður Sveinsson, er í miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga Mynd: http://angelcrafts.net/usa.html

Færslur

SHA_forsida_top

Erill á Menningarnótt

Erill á Menningarnótt

Það verður nóg á seyði hjá SHA á Menningarnótt í Reykjavík: Kl. 16:30 verður efnt …

SHA_forsida_top

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Stefán Pálsson stjórnar aðgerðum við norska sendiráðið Stefán Pálsson tekur fram gjafir til Norðmanna: bangsa, …

SHA_forsida_top

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Eftirfarandi ávörp voru afhent fulltrúum norskra, bandarískra, danskra og íslenskra stjórnvalda við mótmælaaðgerðir gegn heræfingum …

SHA_forsida_top

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Steinunn Þóra Árnadóttir flutti ræðu fyrir framan danska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á …

SHA_forsida_top

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Þorvaldur Þorvaldsson, fulltrúi í miðnefnd SHA, flutti ræðu fyrir framan bandaríska sendiráðið í gær. Hún …

SHA_forsida_top

Ræða frá heræfingamótmælum

Ræða frá heræfingamótmælum

Garðar Stefánsson, róttæklingur og hagfræðinemi, flutti ræðustúf fyrir framan norska sendiráðið á mótmælum SHA í …

SHA_forsida_top

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

eftir Elías Davíðsson Reykjavík, 14. ágúst 2007 – Fjölmiðlar greindu í dag frá tvíþættum heræfingum, …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Safnast verður saman við norska sendiráðið (við Fjólugötu), þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17. Þaðan …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

SHA mótmæla heræfingum á Íslandi. Safnast saman við norska sendiráðið kl. 17.

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla yfirstandandi heræfingum hér á landi og þeirri stefnu íslenskra ráðamanna að gera …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Á Akureyri stóðu Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 fimmtudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Friður í okkar nafni

Friður í okkar nafni

Ávarp Gunnars Hersveins við kertafleytingu 9. ágúst 2007 í Reykjavík Enn fellur sprengja til …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting verður við Tjörnina í Reykjavík og við Minjasafnstjörnina á Akureyri fimmtudaginn 9.ágúst næstkomandi …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Friðarsinnar fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn kl. 22:30 til að minnast kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki.

SHA_forsida_top

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

Eftirfarandi grein birtist á vefriti Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 30. júlí Fram hefur komið í …