BREYTA

Stríðið sem ákvað sig sjálft

Grein þessi birtist upphaflega á vefritinu Smugunni. Árið 2003 tóku tveir menn ákvörðun um að Ísland gerðist stuðningsaðili stríðsreksturs í fjarlægu landi og þótti saga til næsta bæjar. Nú eru horfur á að met þetta verði slegið. Það stefnir nefnilega hraðbyri í að Ísland verði stríðsaðili á ný, en að þessu sinni án þess að nokkur kannist við að hafa ákveðið það. Það er væntanlega bara spurning um tíma hvenær Nató tekur að sér stríðið í Líbýu, sem nokkur forysturíki hernaðarbandalagsins hófu á grundvelli langsóttrar túlkunar á loðini ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar með yrði Ísland formlegur aðili að stríði sem útilokað er að segja til um hvernig mun þróast. Ákvörðun þessi er tekin án nokkurrar raunverulegrar umræðu hér á landi. Hún byggist ekki á samþykkt ríkisstjórnar, Alþingis eða utanríkismálanefndar þingsins. Helst er að sjá að utanríkisráðherra eða embættismenn hans hafi sjálfdæmi þegar kemur að jafn afdrifaríkum ákvörðunum og að túlka samþykktir Öryggisráðsins og skuldbinda Ísland til þátttöku í stríði. Hver svo sem skoðun manna á hernaðinum í Líbýu kann að vera, hljóta flestir að geta verið sammála um að þetta séu óásættanleg vinnubrögð. Á tímum kalda stríðsins var því haldið fram að Nató væri varnarbandalag með það eina hlutverk að tryggja sameiginlegar varnir aðildarríkjanna. Friðarsinnar höfnuðu þeirri túlkun og bentu á árásargjarnt eðli bandalagsins. Að kalda stríðinu loknu hefur hins vegar yfirlýst hlutverk bandalagsins gjörbreyst. Það má nú heita fastur liður að Nató sé falið að hreinsa upp eftir herleiðangra einstakra forysturíkja sinna og taka við stríðum þeirra. Ekkert bendir til að lát verði á þessu á komandi árum. Í ljósi þessarar þróunar má ljóst vera hversu brýnt það er að Ísland dragi sig hið fyrsta úr Nató. Fáránleiki þess að herlaus þjóð sé aðili að hernaðarbandalagi hefur löngu legið fyrir, en enn fráleitara er ef þjóðin á ítrekað að verða stríðsaðili, ýmist sjálfkrafa eða á grunni tilviljanakenndra ákvarðanna utanríkisráðherra eða fulltrúa Íslands hjá Nató. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á stríðsrekstrinum í Miðausturlöndum. …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Föstudagskvöldið 31. október n.k. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Gestakokkur kvöldsins er friðardúfan, Mosfellingurinn og spurningakeppnisforkólfurinn …

SHA_forsida_top

Ameríka hér og þar

Ameríka hér og þar

Fimmtudagskvöldið 23. október munu MFÍK og SHA standa sameiginlega fyrir fundi í Friðarhúsi. Sólveig Anna …

SHA_forsida_top

Hervædd viðbrögð við ebólu

Hervædd viðbrögð við ebólu

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að um þessar mundir geysar versti ebólufaraldur sögunnar …

SHA_forsida_top

Dirty Wars á mánudagskvöld

Dirty Wars á mánudagskvöld

Heimildarmyndin Dirty Wars hefur vakið verðskuldaða athygli, en í henni er athyglinni beint að stríðsrekstri …

SHA_forsida_top

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustmisseris verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudagskvöldið 26. september. Jón Bjarni, Gísli …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015. Sem fyrr er ætlunin …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Eftirfarandi grein Gylfa Páls Hersis birtist fyrst í Fréttablaðinu fimmtudaginn 11. september, eftir að hafa …

SHA_forsida_top

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa sögulegu samantekt á málefnum Úkraínu. …

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja á menningarnótt

Skiltasmiðja á menningarnótt

Samtök hernaðarandstæðinga láta til sín taka á menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst og bjóða upp á …

SHA_forsida_top

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Róttæki sumarháskólinn hefur rækilega fest sig í sessi. Nokkur undanfarin ár hefur hann staðið fyrir …

SHA_forsida_top

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum meðfylgjandi grein til birtingar: Michael Bociurkiw var annar af …

SHA_forsida_top

Myndin af Anders Fogh

Myndin af Anders Fogh

Birgitta Bergþóru- Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti í dag athygli á sérkennilegri mynd af Anders Fogh …

SHA_forsida_top

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ragnheiður Skúladóttir leikstjóri flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri þann 6. ágúst sl. Kæra samferðafólk …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni á Tjörninni þann 6. ágúst. Þegar …