BREYTA

Stríðið sem ákvað sig sjálft

Grein þessi birtist upphaflega á vefritinu Smugunni. Árið 2003 tóku tveir menn ákvörðun um að Ísland gerðist stuðningsaðili stríðsreksturs í fjarlægu landi og þótti saga til næsta bæjar. Nú eru horfur á að met þetta verði slegið. Það stefnir nefnilega hraðbyri í að Ísland verði stríðsaðili á ný, en að þessu sinni án þess að nokkur kannist við að hafa ákveðið það. Það er væntanlega bara spurning um tíma hvenær Nató tekur að sér stríðið í Líbýu, sem nokkur forysturíki hernaðarbandalagsins hófu á grundvelli langsóttrar túlkunar á loðini ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar með yrði Ísland formlegur aðili að stríði sem útilokað er að segja til um hvernig mun þróast. Ákvörðun þessi er tekin án nokkurrar raunverulegrar umræðu hér á landi. Hún byggist ekki á samþykkt ríkisstjórnar, Alþingis eða utanríkismálanefndar þingsins. Helst er að sjá að utanríkisráðherra eða embættismenn hans hafi sjálfdæmi þegar kemur að jafn afdrifaríkum ákvörðunum og að túlka samþykktir Öryggisráðsins og skuldbinda Ísland til þátttöku í stríði. Hver svo sem skoðun manna á hernaðinum í Líbýu kann að vera, hljóta flestir að geta verið sammála um að þetta séu óásættanleg vinnubrögð. Á tímum kalda stríðsins var því haldið fram að Nató væri varnarbandalag með það eina hlutverk að tryggja sameiginlegar varnir aðildarríkjanna. Friðarsinnar höfnuðu þeirri túlkun og bentu á árásargjarnt eðli bandalagsins. Að kalda stríðinu loknu hefur hins vegar yfirlýst hlutverk bandalagsins gjörbreyst. Það má nú heita fastur liður að Nató sé falið að hreinsa upp eftir herleiðangra einstakra forysturíkja sinna og taka við stríðum þeirra. Ekkert bendir til að lát verði á þessu á komandi árum. Í ljósi þessarar þróunar má ljóst vera hversu brýnt það er að Ísland dragi sig hið fyrsta úr Nató. Fáránleiki þess að herlaus þjóð sé aðili að hernaðarbandalagi hefur löngu legið fyrir, en enn fráleitara er ef þjóðin á ítrekað að verða stríðsaðili, ýmist sjálfkrafa eða á grunni tilviljanakenndra ákvarðanna utanríkisráðherra eða fulltrúa Íslands hjá Nató. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 27. febrúar eins og áður hefur verið kynnt. Sérstakur …

SHA_forsida_top

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Félagsfundur SHA með Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, mánudagskvöldið 23. febrúar , var afar fróðlegur. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. febrúar n.k. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins félagsfundar mánudagskvöldið 23. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 89. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á fregnum sem borist hafa af árekstri tveggja kjarnorkukafbáta á Atlantshafi. …

SHA_forsida_top

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Í dag, 1. febrúar, lauk í bænum Belém do Pará í norðanverðri Brasilíu níunda alþjóðlega …

SHA_forsida_top

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Eins og fram hefur komið hér á Friðarvefnum, með tilvísunum í fjölmiðla, voru sex …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Útlit er fyrir að Ísland sé að fá nýja ríkisstjórn. Því munu væntanlega ýmsir félagsmenn …