BREYTA

Stríðið sem ákvað sig sjálft

Grein þessi birtist upphaflega á vefritinu Smugunni. Árið 2003 tóku tveir menn ákvörðun um að Ísland gerðist stuðningsaðili stríðsreksturs í fjarlægu landi og þótti saga til næsta bæjar. Nú eru horfur á að met þetta verði slegið. Það stefnir nefnilega hraðbyri í að Ísland verði stríðsaðili á ný, en að þessu sinni án þess að nokkur kannist við að hafa ákveðið það. Það er væntanlega bara spurning um tíma hvenær Nató tekur að sér stríðið í Líbýu, sem nokkur forysturíki hernaðarbandalagsins hófu á grundvelli langsóttrar túlkunar á loðini ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar með yrði Ísland formlegur aðili að stríði sem útilokað er að segja til um hvernig mun þróast. Ákvörðun þessi er tekin án nokkurrar raunverulegrar umræðu hér á landi. Hún byggist ekki á samþykkt ríkisstjórnar, Alþingis eða utanríkismálanefndar þingsins. Helst er að sjá að utanríkisráðherra eða embættismenn hans hafi sjálfdæmi þegar kemur að jafn afdrifaríkum ákvörðunum og að túlka samþykktir Öryggisráðsins og skuldbinda Ísland til þátttöku í stríði. Hver svo sem skoðun manna á hernaðinum í Líbýu kann að vera, hljóta flestir að geta verið sammála um að þetta séu óásættanleg vinnubrögð. Á tímum kalda stríðsins var því haldið fram að Nató væri varnarbandalag með það eina hlutverk að tryggja sameiginlegar varnir aðildarríkjanna. Friðarsinnar höfnuðu þeirri túlkun og bentu á árásargjarnt eðli bandalagsins. Að kalda stríðinu loknu hefur hins vegar yfirlýst hlutverk bandalagsins gjörbreyst. Það má nú heita fastur liður að Nató sé falið að hreinsa upp eftir herleiðangra einstakra forysturíkja sinna og taka við stríðum þeirra. Ekkert bendir til að lát verði á þessu á komandi árum. Í ljósi þessarar þróunar má ljóst vera hversu brýnt það er að Ísland dragi sig hið fyrsta úr Nató. Fáránleiki þess að herlaus þjóð sé aðili að hernaðarbandalagi hefur löngu legið fyrir, en enn fráleitara er ef þjóðin á ítrekað að verða stríðsaðili, ýmist sjálfkrafa eða á grunni tilviljanakenndra ákvarðanna utanríkisráðherra eða fulltrúa Íslands hjá Nató. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Eftirfarandi tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins voru samþykkt á landsfundi SHA um helgina. (Öðrum fjölmiðlum er …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, laugardag. Helstu niðurstöður og ályktanir fundarins verða …

SHA_forsida_top

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 24. nóvember, eins og áður hefur verið …

SHA_forsida_top

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs …

SHA_forsida_top

Hver eru grunngildin?

Hver eru grunngildin?

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19. Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - að þessu sinni glæsileg jólamáltíð.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Opinn félagsfundur MFÍK miðvikudaginn 14. nóvember kl. 19 Alfífa Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir tala …

SHA_forsida_top

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Fimmtudaginn 8. nóvember flutti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munnlega skýrslu á Alþingi og í kjölfarið …

SHA_forsida_top

Vígvæðing í fjárlögum?

Vígvæðing í fjárlögum?

eftir Katrínu Jakobsdóttur alþingismann Eftirfarandi grein birtist í 24 stundum 9. nóvember Í …

SHA_forsida_top

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Ákveðið hefur verið að halda landsráðstefnu SHA laugardaginn 24. nóvember í Friðarhúsi. Dagskráin verður kynnt …

SHA_forsida_top

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega fund stjórnenda vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems í Reykjavík. Vopnaiðnaðurinn er án nokkurs …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi