BREYTA

Stríðið sem ákvað sig sjálft

Grein þessi birtist upphaflega á vefritinu Smugunni. Árið 2003 tóku tveir menn ákvörðun um að Ísland gerðist stuðningsaðili stríðsreksturs í fjarlægu landi og þótti saga til næsta bæjar. Nú eru horfur á að met þetta verði slegið. Það stefnir nefnilega hraðbyri í að Ísland verði stríðsaðili á ný, en að þessu sinni án þess að nokkur kannist við að hafa ákveðið það. Það er væntanlega bara spurning um tíma hvenær Nató tekur að sér stríðið í Líbýu, sem nokkur forysturíki hernaðarbandalagsins hófu á grundvelli langsóttrar túlkunar á loðini ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar með yrði Ísland formlegur aðili að stríði sem útilokað er að segja til um hvernig mun þróast. Ákvörðun þessi er tekin án nokkurrar raunverulegrar umræðu hér á landi. Hún byggist ekki á samþykkt ríkisstjórnar, Alþingis eða utanríkismálanefndar þingsins. Helst er að sjá að utanríkisráðherra eða embættismenn hans hafi sjálfdæmi þegar kemur að jafn afdrifaríkum ákvörðunum og að túlka samþykktir Öryggisráðsins og skuldbinda Ísland til þátttöku í stríði. Hver svo sem skoðun manna á hernaðinum í Líbýu kann að vera, hljóta flestir að geta verið sammála um að þetta séu óásættanleg vinnubrögð. Á tímum kalda stríðsins var því haldið fram að Nató væri varnarbandalag með það eina hlutverk að tryggja sameiginlegar varnir aðildarríkjanna. Friðarsinnar höfnuðu þeirri túlkun og bentu á árásargjarnt eðli bandalagsins. Að kalda stríðinu loknu hefur hins vegar yfirlýst hlutverk bandalagsins gjörbreyst. Það má nú heita fastur liður að Nató sé falið að hreinsa upp eftir herleiðangra einstakra forysturíkja sinna og taka við stríðum þeirra. Ekkert bendir til að lát verði á þessu á komandi árum. Í ljósi þessarar þróunar má ljóst vera hversu brýnt það er að Ísland dragi sig hið fyrsta úr Nató. Fáránleiki þess að herlaus þjóð sé aðili að hernaðarbandalagi hefur löngu legið fyrir, en enn fráleitara er ef þjóðin á ítrekað að verða stríðsaðili, ýmist sjálfkrafa eða á grunni tilviljanakenndra ákvarðanna utanríkisráðherra eða fulltrúa Íslands hjá Nató. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Á miðvikudagskvöldum verða uppákomur í Friðarhúsi í allan vetur. Miðvikudagskvöldið 11. janúar verður almennur félagsfundur …

SHA_forsida_top

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum …

SHA_forsida_top

Tvær ferðasögur

Tvær ferðasögur

Þriðjudaginn 10. janúar kl. 17 efna Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna til opins félagsfundar í …

SHA_forsida_top

Opinn fundur MFÍK

Opinn fundur MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna funda í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll miðvikudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

Samningurinn um að hefta útbreiðslu kjarnavopna eða á ensku Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear …

SHA_forsida_top

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Ritsjórn Friðarvefsins óskar lesendum gleðilegs og friðsæls nýs árs. Frá því að Friðarvefurinn var endurskoðaður …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

20.5.2005 Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Séra Bjarni Karlsson flutti ávarp í lok friðargöngu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu. Ávarpið birtist hér …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi er opin milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu …

SHA_forsida_top

Mannréttindabrot - fangaflug

Mannréttindabrot - fangaflug

Frá MFÍK Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa löngum varað við þeirri hættu sem …

SHA_forsida_top

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Hin árvissa friðarganga Samstarfshóps friðarhreyfinga leggur af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og …