Ávarp Steinunnar Rögnvaldsdóttur
Góðir fundargestir
Við erum hér stödd til að minnast þess að um fimm ár eru síðan að Bandaríkjamenn réðust inní Írak og hertóku landið. Við erum hér til að setja enn og aftur fram þá kröfu að í landi langt í burtu endi hrikalegt stríð og þegnar landsins fái aftur að lifa mannsæmandi lífi.
„Írak“ – hvað hugsið þið um þegar þið heyrið þetta nafn?
Hvernig er að búa í Írak? Getum við gert okkur það í hugarlund?
Hvernig var að búa í Írak áður en Bandaríkjamenn með stuðningi frá leppríkjum sínum ákváðu að ráðast þangað inn til að finna gereyðingarvopn, fundu engin og breyttu ástæðuni í að þeir væru í stríði gegn hryðjuverkum, fundu engin tengsl Íraka við Al-kaída eða Osama bin laden og breyttu þá ástæðunni í að þeir væru að “frelsa” Íraka, um leið og þeir læstu klónum í olíuna þeirra.
En hvernig var Írak – fyrir „frelsunina“?
Ja, hérna eru nokkur dæmi um hvernig Írak var:
Í Írak voru 18 ríkisreknir háskólar og 10 einkareknir háskólar, auk 28 tækniskóla. Um 50% háskólanema voru konur, og konur voru einnig um 50% á atvinnumarkaði. Konur þurftu ekki að ganga með slæður þó að margar gerðu það, þær gátu farið sinna ferða í gallabuxum og bol, óáreittar.
Írakar bjuggu ekki í tjöldum, heldur í húsum, með vatnslögnum og rafmagni. Tölvur og internetið voru löngu komin í gagnið. Göturnar og svæðin í borgunum höfðu nafn, en svo gleymdust nöfnin og nú er bara sagt: „þarna þar sem stóri gígurinn er, eftir að flugskeytið sprakk þar þú veist“ eða „húsið við hliðina á þessu þarna sem að fjölskyldan var myrt“. Og nöfnin eru uppfærð reglulega þegar að nýjar sprengjur springa og aðrar fjölskyldur eru drepnar.
Í Írak, fyrir stríðið, þá fóru næstum öll börn í skóla. Árið 2006 hafði það hlutfall fallið niður í 30%. Þessi 30% eru nánast bara strákar. Hvorki stúlkur né fullorðnar konur fara einar út nú á dögum, og ef að þær sjást í gallabuxum getur það verið þeirra dauðadómur. Stríðið hefur blásið byr í vængi bókstafstrúarmanna. Áður skipti það ekki aðalmáli hverrar trúar þú varst, þú gast búið þar sem þú vildir, klæðst því sem þú vildir, ferðast þangað sem þú vildir. Nú er stúlkum sem ekki eru tilhlýðilega klæddar rænt og þeim misþyrmt, ferðafrelsi er takmarkað, hvar áttu að búa þegar búið er að sprengja húsið þitt og það eru þjóðernishreinsanir í gangi, það er verið að þurka út minnihlutahópa í Írak. Bókstafstrúarmenn höfðu ekki þau völd sem þeir hafa nú – ekki fyrr en eftir stríðið.
Eftir innrásina í Írak eru hryðjuverkaárásir í heiminum öllum sjö sinnum fleiri heldur en fyrir innrásina.
Lokið augunum
Hvað hugsið þið um þegar ég segi „Írak“?
Hvað sjá Írakar sjálfir á hverjum degi núna eftir „frelsunina“?
Líkkistur, lífvana líkamar, lík finnst hér, lík finnst þar, sprengja springur, konur í svörtu, erlendir hermenn með byssur, margar byssur, byssur alls staðar, skriðdrekar, sprengjur, unglingar með sjálfsmorðssprengjur. Framtíð þjóðarinnar sprengir sig upp í loft á hverjum degi, framtíð þjóðarinnar er sprengd í loft upp af öðrum á hverjum degi, framtíð þjóðarinnar er skotin þegar hún er að leika sér útí garði.
Á hverjum degi koma kisturnar, á hverjum degi finnast fleiri lík, á hverjum degi springa sprengjur, á hverjum degi deyja ástvinir, sorgin og reiðin heltekur feður, mæður, systur, bræður og börn. Alla. Framtíð þjóðarinnar deyr.
Írak var ekki fullkomið land. En það var mörgum sinnum skárra fyrir innrásina heldur en eftir hana. Í síðustu viku voru 384 óbreyttir borgarar drepnir, eða lík þeirra komu í leitirnar. Og það eru fimm ár síðan að innrásin hófst. Þetta er vikan í Írak. Þetta er lífið í Írak. Þetta er það sem við viljum burt.
Og við erum hér til að láta þá kröfu hljóma – stríðinu verður að linna! Það eru milljónir manna um heim allan að segja það sama á fundum sem þessum í dag og í næstu viku. Og lengur. Krafan verður alltaf að hljóma, jafn lengi og þörf krefur. Við verðum alltaf að standa upp og mótmæla drápum og ofbeldi á saklausum borgurum og þrýsta á ráðamenn að beita sér fyrir friði, ekki taka þátt í stríði! Við verðum að gera þetta, ekki bara fyrir þau, heldur líka okkur. Því ef við getum ekki einu sinni staðið upp og sagt nei við fjöldamorðum á saklausum börnum, ef við sjáum ekki tilganginn með því að mótmæla grimmdarverkum…
Hvað erum við þá orðin?
--------
Sjá myndir

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á …

Það verður margt á seyði í Friðarhúsi um næstu helgi og því fyllsta ástæða fyrir …

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi kl. 20. Fundurinn er opinn öllum, en meðal þess sem …

Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi …

Hinu nýja húsnæði SHA, Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, berast sífellt nýjar gjafir. Nú …

Vert er að vekja athygli friðarsinna á ráðstefnu um ungt fólk, friðar- og mannréttindamál sem …

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi. Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni …

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Að þessu sinni verður fjallað um …

Friðar- og mannréttindaráðstefna ungs fólks er haldin í Ráðhúsinu laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 …

Friðarhúsið hefur verið ásetið undanfarna daga. Hópar á vegum SHA hafa verið duglegir við að …

Nýkjörin miðnefnd SHA kom saman til opins fundar í Friðarhúsi fyrr í kvöld. Rétt er …

Fyrir nokkrum misserum bað tímaritið Orðlaus Steinunni Þóru Árnadóttur, þáverandi miðnefndarfulltrúa í SHA, um að …

Friðargöngur verða haldnar á Þorláksmessu víðsvegar um land. Dagskrá kynnt síðar.

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

Fyrsti fundur nýkjörinnar miðnefndar SHA verður í Friðarhúsi fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 20. …