BREYTA

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands 26. júní segir svo: „George H. W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur þekkst boð forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar um að koma í heimsókn til Íslands 4.-7. júlí.“ Síðan segir að hann muni „halda til laxveiða í boði Orra Vigfússonar formanns Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), en forsetinn fyrrverandi hefur verið eindreginn stuðningsmaður slíkrar verndar.“ Mörgum er það hulin ráðgáta hvers vegna forseti Íslands tekur upp á því allt í einu núna, meðan Bandaríkjamenn eru á kafi í blóðugum, ólögmætum styrjöldum í Írak og Afganistan og uppvísir að grófum mannréttindabrotum vegna Guantanamo-fangabúðanna og fleiri mála, að bjóða heim í embættisnafni fyrrverandi foseta, sem lagði línurnar að því sem nú er í gangi og er auk þess eins tengdur núverandi forseta og hægt er. Eins og komið hefur fram hér á Friðavefnum hefur Elías Davíðsson ásamt fleirum lagt fram kæru á hendur George H. W. Bush vegna meintrar hlutdeildar hans í stríðsglæpum, glæpum gegn mannkyninu, glæpum gegn friði og glæpum gegn alþjóðlega vernduðum einstaklingum. Þessar ásakanir eru rökstuddar í kærunni (sem er aðgengileg hér), en helstu atriða hennar er getið í fréttatilkynningu hér að neðan. Kæra Elíasar og félaga hefur nánast ekki verið nefnd í íslenskum fjölmiðlum. Það er reyndar athyglisvert hvernig ráðamenn á Vesturlöndum virðast vera hafnir yfir alþjóðleg lög, það er sama hvernig þeir brjóta lög og mannréttindasáttmála, það er engin leið að færa þá fyrir dómstóla. Því hefur verið gripið til þess ráðs sem heimspekingurinn Bertrand Russell og fleiri gripu til árið 1966 þegar hinn svokallaði Russell-dómstóll var settur á laggirnar til að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjanna í Víetnam-stríðinu. Slíkur dómstóll er auðvitað táknrænn en samt meira en það, þar sem hann rannsakar mál og því liggja eftir hann aðgengilegar upplýsingar og rökstuðningur um sekt. Samskonar dómstól var komið upp eftir innrásina í Írak 2003 undir nafninu Alþjóðadómstóll um Írak (World Tribunal on Iraq -WTI), en aðild að honum á hinn svokallaði BRussell-dómstóll (BRussells Tribunal). Niðurstöður þess dómstóls eru nýlega komnar út í bókinni Crimes of War : Iraq í ritstjórn Roberts Jay Lifton, Richards Falk og Irene Gendzier. Eftir innrásina í Júgóslavíu 1999 var sett á laggirnar alþjóðleg rannsóknarnefnd að frumkvæði Ramsey Clark, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og gaf hún út skýrslu um niðurstöður sínar. Samskonar rannsóknarnefnd hafði áður verið sett upp eftir Persaflóastríðið, sem hófst árið 1991 í forsetatíð George Bush eldri, þess sem nú gistir Ísland. Þessi nefnd komst að þeirri niðurstöðu að Bush og fleiri ráðamenn í Bandaríkjunum hefðu gerst sekir um stríðsglæpi og má lesa um það í skýrslu sem birt er á íslensku á vefnum Aldeilis.net. Meira efni þessu tengt má einnig finna þar. Reglan, að menn séu saklausir þar til sekt sannast, er góð regla. Í réttarríki er þá gott að bíða þess að dómstólar hafi kveðið upp sinn úrskurð. Þess er hinsvegar vart að vænta að mál George H. W. Bush verði tekið fyrir af lögmætum dómstóli. Við verðum að láta okkur nægja þá dómstóla sem áhugamenn um mannréttindi og réttlæti hafa sett upp, dómstóla sem hafa á vissan hátt óformlegt lögmæti vegna þess að þeir reyna að vanda rannsókn sína og öðrum dósmstólum er ekki til að dreifa. Niðurstaðan er að George H. W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur gerst sekur um stríðsglæpi. Okkur er því óhætt að segja að það var stríðsglæpamaður sem snæddi að Bessastöðum í gærkvöldi í boði forseta Íslands og þáði af honum veiðstöng og flugu til laxveiða. „A joyful occasion“, gleðilegur viðburður, sagði forseti Íslands. Okkur herstöðvaandstæðingum og friðarsinnum var hins vegar ekki skemmt. Sjá einnig grein á Ögmundar Jónassonar á ogmundur.is. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Fótbolti í friðarhúsi

Fótbolti í friðarhúsi

HM í knattspyrnu stendur nú sem hæst. Ákveðið hefur verið að allir leikir keppninnar frá …

SHA_forsida_top

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Þann 19. júní 1960 var í fyrsta sinn efnt til Keflavíkurgöngu frá hlið herstöðvarinnar á …

SHA_forsida_top

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagskráin á 1.maí

Dagskráin á 1.maí

Fyrsti maí er alltaf stór dagur hjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Hið víðfræga morgunkaffi SHA verður haldið …

SHA_forsida_top

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Fregnir frá hernumdu svæðunum - rabbfundur SHA um Palestínu og Ísrael Miðvikudagskvöldið 28. apríl …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1.maí.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

SHA_forsida_top

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA, 1.maí.

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur fjallar um líf og reynslu flóttamanna út frá ljósmyndasýningunni heima - heiman …

SHA_forsida_top

Athyglisverð könnun

Athyglisverð könnun

„Margan hefur auður apað“, segir í Sólarljóðunum. Ekki er laust við að þessi spakmæli leiti …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

SHA_forsida_top

Ólýsanleg grimmd

Ólýsanleg grimmd

Upptakan af drápum bandaríska hersins á íröskum borgurum sem birt var um helgina á uppljóstraravefnum …

SHA_forsida_top

Þétt dagskrá framundan

Þétt dagskrá framundan

Það er margt á döfinni hjá hernaðarandstæðingum næstu daga. Dagskráin hefst föstudagskvöldið 26. mars með …