BREYTA

Stríðsæsingamaður heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Prófessor Neocon Mánudaginn 13. mars mun Bandaríkjamaður nokkur að nafni dr. Michael Rubin halda fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn heitir Hvað er Bandaríkjastjórn að vilja í Miðausturlöndum? Á vef Háskóla Íslands er dr. Rubin kynntur lauslega. Hann er fræðimaður við American Enterprise Institute og ritstjóri Middle East Quarterly, hefur starfað sem ráðgjafi í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hvað varðar Íran og Írak og hefur víðtæka þekkingu á málefninu. American Enterprise Institute for Public Policy Research (AEI) er svo lýst á Sourcewatch-vefnum að þessi stofnun sé mjög áhrifamikill hægrisinnaður hugmyndabanki (think-tank) sem leitist við að stuðla að framþróun frjáls kapítalisma, hafi löngum tekist vel upp við að koma sínum mönnum í áhrifastöður og sé eitt helsta vígi ný-íhaldsmanna (neo-conservatives.) Meðal fyrrverandi starfmanna stofnunarinnar eru Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna (fyrrum forstjóri Halliburton) og George P. Shultz, sem var utanríkisráðherra í stjórn Ronalds Reagans (sá fyrrnefndi er fyrrum forstjóri Halliburton en sá síðarnefndi er nú stjórnarmaður í Bechtel, en þessi fyrirtæki hafa setið að kjötkötlunum í Írak eftir að Bandaríkjamenn hernámu landið). Meðal núverandi starfsmanna stofnunarinnar eru Lynn Cheney, eiginkona Dicks, Jeane Kirkpatrick, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum þegar ríkisstjórn Ronalds Reagans var blóðug upp að öxlum vegna tengsla sinna við dauðasveitir í El Salvador og contra-skæruliðana í Nicaragua, og Richard Perle, fyrrum ráðgjafi varnarmálaráðherrans, stundum kallaður einn af helstu „haukunum“ innan Bandaríkjastjórnar. AEI gegndi mikilvægu hlutverki við undirbúning innrásarinnar í Írak, svo sem við að spinna þann lygavef sem flestir kannast nú við. Og dr. Michael Rubin, gestur Háskóla Íslands, vann ötullega við þann spuna. Þekking dr. Rubins á Mið-Austurlöndum verður ekki dregin í efa. Doktorsritgerð hans fjallaði um Íran og hann hefur ferðast um Mið-Austurlönd og dvalist víða á þeim slóðum. M.a. var hann ráðgjafi bráðabirgðastjórnarinnar í Bagdad 2003-2004. En hvað sem um þekkingu dr. Rubens má segja, þá hefur hann fyrst og fremst þjónað hlutverki spunameistara eða, svo það sé orðað umbúðalaust, lygara, í því skyni að undirbúa og hvetja til árásarstríðs. Elías Davíðsson hefur sent ritstjóra Friðarvefsins skeyti varðandi þessa ógeðfelldu heimsókn. Elías kemst svo að orði: „Þessi maður var einn af þeim sem vann undir Donald Rumsfeld í þeim tilgangi að mata forseta Bandaríkjanna með rangar upplýsingar um Írak, til þess að stuðla að árásarstríði gegn Írak. Hann ber ábyrgð á dauða hundruð þúsunda manna. Hann er einnig einn af þeim sem reyndi að espa stjórnvöld Bandaríkjanna til árása á Sýrland. ... Þessi maður hvetur nú til árásarstríðs gegn Íran. Árásarstríð er skilgreint í þjóðarétti sem einn mestu alþjóðaglæpa. Nokkrir leiðtogar nasísta voru dæmdir til dauða vegna undirbúnings árásarstríðs („crime against peace“). Árásarstríð er einn þeirra glæpa sem Alþjóða sakadómstóllinn hefur lögsögu yfir. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint árásarstríð með sérstakri ályktun. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna bannar árásarstríð (gr. 2(4)). Sá sem hvetur til glæpa er sjálfur sekur um saknæmt athæfi. Mun Háskóli Íslands í framtíðinni e.t.v. bjóða mönnum sem mæla með þjóðarmorði einnig til að halda fyrirlestur um kosti og galla þjóðarmorðs?“ Nánari upplýsingar: Tom Barry:. "On the Road to Damascus? Neo-Cons Target Syria" Robert Dreyfuss and Jason Vest : "The Lie Factory" "Smearing Fitzgerald" Karen Kwiatkowski: "Standing By Your NRO and AEI" Julian Borger: "The spies who pushed for war" Varðandi fræðimennsku dr. Rubins er fróðlegt að lesa grein hans: "Mary Robinson, War Criminal?" Ritstjóri

Færslur

SHA_forsida_top

Þroskumst sem þjóð

Þroskumst sem þjóð

Eftirfarandi grein eftir Stefán Þorgrímsson birtist í Morgunblaðinu 23. október Við Íslendingar höfum nú fengið …

SHA_forsida_top

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Frétt í Morgunblaðinu 22. október hófst svo: „Íslendingar munu fagna áramótunum með hefðbundnum hætti. Það …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

Samtök hernaðarandstæðinga fagna orðum starfandi utanríkisráðherra um að heimsóknir breskra herþotna verði afþakkaðar á næstunni …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Annar heimur er mögulegur - European Social Forum í Málmey

Annar heimur er mögulegur - European Social Forum í Málmey

Sjá frásögn Guðríðar Sigurbjörnsdóttur og Önnu Sigríðar Hróðmarsdóttur á vef MFÍK: www.mfik.is/European%20Social%20Forum%202008.htm …

SHA_forsida_top

Fundur um „European Social Forum“

Fundur um „European Social Forum“

Opinn félagsfundur MFÍK þriðjudaginn 7. október kl. 19 í Friðarhúsinu (á horni Njálsgötu og …

SHA_forsida_top

Málsverður, föstudagskvöld

Málsverður, föstudagskvöld

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 3. október. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina og …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

SHA_forsida_top

Evrópski samfélagsvettvangurinn í Malmö 17.-21. september

Evrópski samfélagsvettvangurinn í Malmö 17.-21. september

Dagana 17. til 21. september síðastliðinn var fimmti Evrópski samfélagsvettvangurinn (Europan Social Forum - …

SHA_forsida_top

Málsverðurinn frestast!

Málsverðurinn frestast!

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti í dag, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

SHA_forsida_top

Komum taumhaldi á vopnin

Komum taumhaldi á vopnin

Amnesty International hefur undanfarin fimm ár staðið að herferðinni „Komum taumhaldi á vopni“ ásamt samtökunum …

SHA_forsida_top

Málsverðurinn frestast!

Málsverðurinn frestast!

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti á morgun, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Hinir feykivinsælu fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hefjast á ný n.k. föstudagskvöld, 26. september. Systa sér um …

SHA_forsida_top

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 12. september Ein glórulausasta hervæðingarárátta …