BREYTA

Styðjum baráttu fatlaðra í Palestínu. Gegn hernámi – fyrir réttindum og reisn

palestinafrjals 02 Í kvöld, miðvikudag, verður haldinn á Hótel Borg fundur í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi með Palestínu. Um leið og við hvetjum lesendur til að mæta á þennan fund birtum við eftirfarandi grein eftir Svein Rúnar Hauksson, formann Félagsins Ísland-Palestína. Ár hvert, þann 29. nóvember, er hvatt til samstöðu með baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir sjálfsákvörðunarrétti, að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Hernám Palestínu hefur á svæðum sem nú falla undir Ísrael varað frá árinu 1948, en á Gaza og Vesturbakkanum að meðtalinni Austur-Jerúsalem hefur hernámið staðið frá árinu 1967. Ekkert hernám á síðari tímum hefur varað lengur og flóttamannavandinn sem skapaðist 1948 er sá stærsti sem veröldin hefur horft upp á. Enn bólar ekkert á því að endir verði bundinn á hernám Palestínu. Því síður að ísraelskir valdamenn séu reiðubúnir að viðurkenna þau grundvallarréttindi sérhvers flóttamanns að fá að snúa heim aftur. Augu fjölmiðla hafa undanfarna mánuði beinst að blóðbaðinu á Gazaströnd, en minna verið gætt að byggingu aðskilnaðarmúrins sem heldur stöðugt áfram og stækkun landtökubyggða á Vesturbakkanum, en þetta hvort tveggja útilokar sjálfstæði Palestínu sem fullvalda ríkis. Sjálfsákvörðunarréttur einskis virtur Í almennum, lýðræðislegum kosningum 25. janúar s.l., sem fóru eins vel fram og hugsast gat við þær aðstæður sem ísraelska hernámið mótar, fengu listar Hamassamtakanna flest atkvæði eða um 44%. Þetta dugði í góðan meirihluta á löggjafarþinginu (PLC). Í framhaldi af því var mynduð meirihlutastjórn undir forystu Ismail Haniyeh, 43 ára bókmenntafræðings, sem hafði orðið helsti forystumaður Hamas á Gaza eftir morð Ísraelshers á leiðtoga þeirra, Sheik Yassin. Viðbrögð vesturveldanna hafa verið að refsa palestínsku þjóðinni fyrir að kjósa vitlaust. Ísraelsher hóf nýja herferð gegn íbúum Gazaströnd til að ógilda kosningarnar með aftökum og fjöldamorðum. Yfir 350 manns hafa verið drepnir einungis frá því í júní, þar af meira en helmingur óbreyttir borgarar og meira en 50 börn. Hátt á annað þúsund eru særðir, margir örkumla. Sjálfákvörðunarréttur palestínsku þjóðarinnar er einskisvirtur og þjóðinni sem heild refsað fyrir kosningaúrslitin. Hernámið veldur fötlun Frjáls félagasamtök gegna mikilvægara hlutverki í hertekinni Palestínu en víða annars staðar. Þannig er talsverður hluti heilbrigðisþjónustunnar á hendi samtaka eins og PRCS (palestínska rauða hálfmánans), UHWC (bandalags heilsustarfsnefnda) og PMRS (palestínsku læknishjálparsamtakanna) sem Félagið Ísland-Palestína hefur stutt um árabil. Þá gegna samtök öryrkja sívaxandi hlutverki en um margt er það starf rétt að byrja. Bandalag fatlaðra í Palestínu byggir á einstaklingsaðild, enda ekki enn orðin til sjálfstæð félög einstakra hópa. Hernámið hefur bitnað á allri palestínsku þjóðinni og raunar á Ísraelum líka, en á engum eins og fólki með fötlun. Hernámið og aðgerðir Ísraelsher hafa orsakað fötlun hjá þúsundum manna, blindu, mænusköddun, eyrnardeyfu svo eitthvað sé nefnt. Á þessum alþjóðlega samstöðudegi með réttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar vill Félagið Ísland-Palestína beina augum fólks sérstaklega að fötluðum í hertekinni Palestínu, hvernig hernámið orsakar fötlun og gerir fólki með fötlun illmögulegt að lifa lífinu. Barátta fatlaðra gegn hernámi og fyrir réttindum og reisn kallar á stuðning okkar.
  • Í tilefni dagsins er haldinn samstöðufundur á Hótel Borg í kvöld, miðvikudag kl. 20, þar sem Ziad Amro, helsti frumkvöðull blindra og fatlaðra og stofnandi Öryrkjabandalags Palestínu, er aðalræðumaður. Hann mun fjalla fjalla um áhrif hernáms á líf þjóðar, með sérstakri áherslu á fólk með fötlun. Ziad missti sjálfur sjónina af völdum hernámsins.
Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður Félagsins Ísland-Palestína

Færslur

SHA_forsida_top

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Ekki verður annað séð af neðangreindri frétt Fréttablaðsins í dag en ályktanir og aðgerðir …

SHA_forsida_top

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Um fjögur hundruð manns komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna kl. 17:30 í dag. Ögmundur …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Við vorum þungorð í garð Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra hér á Friðarvefnum fyrr í dag. Það …

SHA_forsida_top

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun vegna árása Ísraels á Líbanon og farið fram …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boðað til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið í dag, föstudaginn 28. júlí, kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Stríðsrekstri Ísraela í Líbanon mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna, sem styðja hernaðinn með ráðum og dáð.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara, tímarits SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 föstudaginn 28. júlí. Jafnframt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi til að undirbúa kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Í ályktun sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér er skorað á ríkisstjórn Íslands að …

SHA_forsida_top

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Hörmulegt hefur verið að fylgjast með árásum Ísraelshers á grannríkið Líbanon undanfarna daga. Hernaður þessi …

SHA_forsida_top

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Á hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem …

SHA_forsida_top

Draumur herforingjanna

Draumur herforingjanna

Stun ber á góma, að það hafi þrátt fyrir allt verið tiltölulega öruggur tími. Rökin …

SHA_forsida_top

Varnarsamningurinn og NATO

Varnarsamningurinn og NATO

eftir Vigfús Geirdal Birtist í Morgunblaðinu 13. júlí 2006 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherraefni Samfylkingarinnar …

SHA_forsida_top

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Mótmælafundur, fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli kl. 17:30 Síðastliðinn sunnudag (9. júlí) voru 2 ár …