„Eitt þeirra mála sem reynst hefur þjóðinni þungbært á síðustu árum er afstaðan til Íraksstríðsins. Við þekkjum öll sögu þess máls. Það var fyrri ríkisstjórn Íslands sem tók þá umdeildu ákvörðun að styðja innrásina í Írak, m.a. í andstöðu við minn flokk. Þeim stuðningi fylgir siðferðileg ábyrgð sem við sem þjóð verðum að horfast í augu við og axla. Ákvörðunin um innrásina í Írak var tekin á röngum forsendum og stuðningur stjórnvalda á Íslandi var það einnig. Að mínum dómi átti hann aldrei að koma til greina. Ný ríkisstjórn lýsir því yfir að hún harmar þennan stríðsrekstur. Hún styður hann því ekki. Þetta er mikilvæg yfirlýsing um nýja stefnumótun um utanríkisstefnu þar sem friðsamleg lausn deilumála og virðing fyrir alþjóðalögum og mannréttindum verða leiðarljós stjórnvalda á alþjóðavettvangi. Ég hygg að þjóðarsátt sé um það að Íslendingar eigi um ókomna tíð að ganga fram í samfélagi þjóða sem friðflytjandi. Þjóð menningarsamskipta, viðskipta og útrásar, stolt af landi okkar og þjóð en jafnframt meðvituð um nauðsyn vits þess sem víða ratar eins og segir í Hávamálum. Ný ríkisstjórn lýsir því yfir að í framtíðinni munu allar meiri háttar ákvarðanir á sviði utanríkismála verða teknar í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis.“„Lista hinna viljugu ríkja“ má sjá á vefsíðu Hvíta hússins.

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, áréttar þá afstöðu samtakann að …

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, …

Fjöldamorðin sem framin voru 11. september 2001 voru notuð af Bandaríkjastjórn til að réttlæta árásarstríð …

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga var kjörin á landsráðstefnu hinn 5. nóvember 2005. Hana skipa: Aðalmenn: Bergljót …

Ungrót nefnist hópur róttækra ungmenna sem komið hefur saman í róttæknimiðstöðinni Snarrót. Þriðjudaginn 8. nóvember …

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki …

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum …

Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu …

Dagfari er nafnið á tímariti og fréttabréfi Samtaka hernaðarandstæðinga. Fréttabréfið kemur að jafnaði út þrisvar …

Friðarsinnar eru nú farnir að geta gengið að því vísu að haldnir séu fundir í …