„Eitt þeirra mála sem reynst hefur þjóðinni þungbært á síðustu árum er afstaðan til Íraksstríðsins. Við þekkjum öll sögu þess máls. Það var fyrri ríkisstjórn Íslands sem tók þá umdeildu ákvörðun að styðja innrásina í Írak, m.a. í andstöðu við minn flokk. Þeim stuðningi fylgir siðferðileg ábyrgð sem við sem þjóð verðum að horfast í augu við og axla. Ákvörðunin um innrásina í Írak var tekin á röngum forsendum og stuðningur stjórnvalda á Íslandi var það einnig. Að mínum dómi átti hann aldrei að koma til greina. Ný ríkisstjórn lýsir því yfir að hún harmar þennan stríðsrekstur. Hún styður hann því ekki. Þetta er mikilvæg yfirlýsing um nýja stefnumótun um utanríkisstefnu þar sem friðsamleg lausn deilumála og virðing fyrir alþjóðalögum og mannréttindum verða leiðarljós stjórnvalda á alþjóðavettvangi. Ég hygg að þjóðarsátt sé um það að Íslendingar eigi um ókomna tíð að ganga fram í samfélagi þjóða sem friðflytjandi. Þjóð menningarsamskipta, viðskipta og útrásar, stolt af landi okkar og þjóð en jafnframt meðvituð um nauðsyn vits þess sem víða ratar eins og segir í Hávamálum. Ný ríkisstjórn lýsir því yfir að í framtíðinni munu allar meiri háttar ákvarðanir á sviði utanríkismála verða teknar í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis.“„Lista hinna viljugu ríkja“ má sjá á vefsíðu Hvíta hússins.

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6.ágúst 2014. Frá árinu 1985 hafa …

Ástandið í heimsmálunum sumarið 2014 er sérlega viðsjárvert og hefur ekki verið ófriðvænlegra í langan …

Auður Lilja Erlingsdóttir á sæti í miðnefnd SHA. Greinin birtist áður á vefritinu Knúz. …

Söngvaskáldið og aðgerðasinninn Hörður Torfason er hernaðarandstæðingum að góðu kunnur. Hann brást við nýlegu ákalli …

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælafundar á Lækjartorgi mánudaginn 14. júlí kl. 17. Þar gefst almenningi …

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, mun í kvöld fimmtudagskvöldið 10. júlí hafa umsjón …

Eins og dyggir lesendur Friðarvefsins hafa vafalítið tekið eftir, hefur verið mikið ólag á vefnum …

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Landsfundur SHA lýsir furðu á …

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? - Hver er afstaða framboðanna …

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til …

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er kokkur aprílmánaðar í málsverðinum föstudagskvöldið 25. apríl. Matseðillinn er ekki af …

Hinn 11. apríl sendum við bréfið hér að neðan til ritstjórnar Knuz.is og báðum um …

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu …

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum þessa grein til birtingar. Nú er hafið efnahagslegt …