BREYTA

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess að utanríkisráðherra lýsti því yfir á Alþingi 31. maí að umrætt orðalag í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þýddi að ríkisstjórnin styður ekki stríðsreksturinn i Írak. „Listi hinna viljugu ríkja“ með nafni Íslands heyrir því sögunni til og Bandaríkin geta ekki lengur litið á Ísland sem stuðningsríki í herferðinni í Írak. Þar sem Ísland hefur verið á þessum lista í fjögur ár án athugasemda íslenskra stjórnvalda hlýtur það að vera eðlilegt að ríkisstjórn Bandaríkjanna verði nú tilkynnt þessi stefnubreyting með formlegum hætti. Höfundur þessarar greinar mun sjá til þess að hún verði kynnt á vettvangi hinnar alþjóðlegu andófshreyfingar gegn innrásinni og stríðsrekstrinum í Írak. Í stefnuyfirlýsingu hinnar nýju ríkisstjórnar segir svo: „Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak og vill leggja sín lóð á vogarskálar friðar í Írak og Miðausturlöndum, m.a. með þátttöku í mannúðar- og uppbyggingarstarfi.“ Minna og óljósara gat það nú varla verið og má segja að þetta segi svo sem ekki neitt. Flokksformennirnir tveir kusu að réttlæta hið óljósa orðalag með því að horft væri til framtíðar og fortíðin ætti ekki að þvælast fyrir. Nú er það svo, að sá fortíðargjörningur fyrri ríkisstjórnar að styðja innrásina í Írak er ekki bara fortíð, honum er ekki lokið. „Listi hinna viljugu ríkja“ er enn á heimasíðu Hvíta húsins, „coalition“ eru þessi 49 ríki kölluð þar, „bandalag, sem hefur hafið hernaðaraðgerðir til að afvopna Írak af gjöreyðingarvopnum þess“. Samkvæmt skilningi Bandaríkjastjórnar, sem íslensk stjórnvöld hafa ekki mótmælt, stóð Ísland að þessum hernaðaraðgerðum með Bandaríkjunum. Og þessar hernaðaraðgerðir standa enn. Þannig styður hin nýja ríkisstjórn Íslands stríðsreksturinn í Írak þótt hún harmi hann. Í því er engin mótsögn fólgin, því stundum þarf fleira að gera en gott þykir, og maður getur harmað verk sín þótt hann standi við þau. Það getur vel verið að Bush harmi þennan stríðsrekstur líka, þetta er auðvitað bölvað vesen. Ég er ekki fyrst og fremst að biðja um uppgjör við fortíðina. Ég er bara að biðja um það að Ísland láti af stuðningi sínum við stríðsreksturinn í Írak. Auðvitað væri ekki verra ef Geir H. Haarde bæðist afsökunar á að hafa stutt innrásina í upphafi. En ég spyr Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur: „Hversu lengi ætlar þú að vera utanríkisráðherra í ríkisstjórn sem styður stríðsreksturinn í Írak?“ Ég spyr af því að þetta er stórmál. Þessi stríðsrekstur hefur kostað meira en 100 þúsund mannslíf, enn fleiri særða og örkumlaða á sál og líkama, efnahagur og innviðir Íraks eru í rúst, tugir þúsunda á flótta. Þessi stríðsrekstur er líka hluti af glæpsamlegri og siðlausri heimsvaldastefnu Bandaríkjanna, hann er ólöglegur að alþjóðalögum, hann tengist stríðsglæpum og ýmsum mannréttindabrotum, svo sem Guantánamo-fangabúðunum. Úr ræðu utanríkisráðherra á Alþingi 31. maí 2007 (Textinn er tekinn af vef Alþingis og er birtur hér með þeim fyrirvara að hann er enn óyfirlesinn þar. Leturbreytingin er ekki í frumtextanum.).
„Eitt þeirra mála sem reynst hefur þjóðinni þungbært á síðustu árum er afstaðan til Íraksstríðsins. Við þekkjum öll sögu þess máls. Það var fyrri ríkisstjórn Íslands sem tók þá umdeildu ákvörðun að styðja innrásina í Írak, m.a. í andstöðu við minn flokk. Þeim stuðningi fylgir siðferðileg ábyrgð sem við sem þjóð verðum að horfast í augu við og axla. Ákvörðunin um innrásina í Írak var tekin á röngum forsendum og stuðningur stjórnvalda á Íslandi var það einnig. Að mínum dómi átti hann aldrei að koma til greina. Ný ríkisstjórn lýsir því yfir að hún harmar þennan stríðsrekstur. Hún styður hann því ekki. Þetta er mikilvæg yfirlýsing um nýja stefnumótun um utanríkisstefnu þar sem friðsamleg lausn deilumála og virðing fyrir alþjóðalögum og mannréttindum verða leiðarljós stjórnvalda á alþjóðavettvangi. Ég hygg að þjóðarsátt sé um það að Íslendingar eigi um ókomna tíð að ganga fram í samfélagi þjóða sem friðflytjandi. Þjóð menningarsamskipta, viðskipta og útrásar, stolt af landi okkar og þjóð en jafnframt meðvituð um nauðsyn vits þess sem víða ratar eins og segir í Hávamálum. Ný ríkisstjórn lýsir því yfir að í framtíðinni munu allar meiri háttar ákvarðanir á sviði utanríkismála verða teknar í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis.“
„Lista hinna viljugu ríkja“ má sjá á vefsíðu Hvíta hússins.

Færslur

SHA_forsida_top

Myndband um NATO-væðinguna

Myndband um NATO-væðinguna

Ung Vinstri græn hafa sett á netið myndband sem þau kalla NATO-væðing Íslands. Myndbandið …

SHA_forsida_top

Heiða spilar á föstudagsmálsverði

Heiða spilar á föstudagsmálsverði

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Systa sér um matseldina og …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi

1. maí kaffi

Morgunkaffi í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins.

SHA_forsida_top

Friðarhús miðvikudagskvöld: fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Friðarhús miðvikudagskvöld: fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Miðvikudagskvöldið 23. apríl kl. 20 munu Rósa Eyvindardóttir og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni …

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Rósa Eyvindardóttir og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni á alþjóðlega friðarráðstefnu í Kaíró á …

SHA_forsida_top

Söngvaskáld í Friðarhúsi & Kaírófundur

Söngvaskáld í Friðarhúsi & Kaírófundur

Nýverið kom út vegleg söngbók með norrænum baráttuljóðum, en undirbúningur útgáfunnar hefur staðið í mörg …

SHA_forsida_top

Per Warming

Per Warming

Danski tónlistar- og fræðimaðurinn Per Warming fjallar um tónlist og stjórnmál í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Matseldin verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Deilt og drottnað í Darfúr og Tíbet

Deilt og drottnað í Darfúr og Tíbet

eftir Þórarin Hjartarson „Declare independance“, hrópar Björk í Kína og í Serbíu. Vestrænar fréttastofur hafa …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Matseldin verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Varnarmálalög samþykkt - hernaðarhyggjan lögfest

Varnarmálalög samþykkt - hernaðarhyggjan lögfest

Í gær, 16. apríl, var frumvarp utanríkisráðherra um varnarmálalög samþykkt. Samtök hernaðarandstæðinga sendu utanríkismálanefnd Alþingis …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.