„Eitt þeirra mála sem reynst hefur þjóðinni þungbært á síðustu árum er afstaðan til Íraksstríðsins. Við þekkjum öll sögu þess máls. Það var fyrri ríkisstjórn Íslands sem tók þá umdeildu ákvörðun að styðja innrásina í Írak, m.a. í andstöðu við minn flokk. Þeim stuðningi fylgir siðferðileg ábyrgð sem við sem þjóð verðum að horfast í augu við og axla. Ákvörðunin um innrásina í Írak var tekin á röngum forsendum og stuðningur stjórnvalda á Íslandi var það einnig. Að mínum dómi átti hann aldrei að koma til greina. Ný ríkisstjórn lýsir því yfir að hún harmar þennan stríðsrekstur. Hún styður hann því ekki. Þetta er mikilvæg yfirlýsing um nýja stefnumótun um utanríkisstefnu þar sem friðsamleg lausn deilumála og virðing fyrir alþjóðalögum og mannréttindum verða leiðarljós stjórnvalda á alþjóðavettvangi. Ég hygg að þjóðarsátt sé um það að Íslendingar eigi um ókomna tíð að ganga fram í samfélagi þjóða sem friðflytjandi. Þjóð menningarsamskipta, viðskipta og útrásar, stolt af landi okkar og þjóð en jafnframt meðvituð um nauðsyn vits þess sem víða ratar eins og segir í Hávamálum. Ný ríkisstjórn lýsir því yfir að í framtíðinni munu allar meiri háttar ákvarðanir á sviði utanríkismála verða teknar í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis.“„Lista hinna viljugu ríkja“ má sjá á vefsíðu Hvíta hússins.

-Mótmælafundur á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl. 17:30 Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar á …

-Mótmælafundur fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli Verið er að skipuleggja mótmæli vegna stríðsglæpa Ísraela á …

Bandarísk friðarsamtök hvetja til mótmæla við skrifstofur Bechtel 6.-9 . ágúst Sameinaða friðar- og …

Þann 11. júlí nk. verður hér í Reykjavík kanadíski hagfræðingurinn Michel Chossudovsky. Hann kemur til …

Leikið um 3ja sæti

Í dag, 7. júlí, er haldið áfram viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um brottför hersins. …

eftir Árna Björnsson Birtist í Morgunblaðinu 6. júlí 2006 ÞEGAR bandaríski herinn birtist …

1. Segjum upp herstöðvasamningnum! Allt frá því að herstöðvasamningurinn var gerður árið 1951 hefur þjóðin …

Undanúrslit

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands 26. júní segir svo: „George H. W. Bush, fyrrverandi …

eftir Sverri Jakobsson (Dagfari 1. tbl. 26. árg. (2000), bls. 28-39) Herstöð við …

Undanúrslit

Fréttatilkynning Reykjavík, 3. júlí 2006 Í dag lagði hópur fólks fram kæru við embætti Ríkislögreglustjóra …

Elías Davíðsson heldur erindi á almennum félagsfundi SHA um blóði drifinn forsetaferil George Bush eldri.

Fjórðungsúrslit