„Eitt þeirra mála sem reynst hefur þjóðinni þungbært á síðustu árum er afstaðan til Íraksstríðsins. Við þekkjum öll sögu þess máls. Það var fyrri ríkisstjórn Íslands sem tók þá umdeildu ákvörðun að styðja innrásina í Írak, m.a. í andstöðu við minn flokk. Þeim stuðningi fylgir siðferðileg ábyrgð sem við sem þjóð verðum að horfast í augu við og axla. Ákvörðunin um innrásina í Írak var tekin á röngum forsendum og stuðningur stjórnvalda á Íslandi var það einnig. Að mínum dómi átti hann aldrei að koma til greina. Ný ríkisstjórn lýsir því yfir að hún harmar þennan stríðsrekstur. Hún styður hann því ekki. Þetta er mikilvæg yfirlýsing um nýja stefnumótun um utanríkisstefnu þar sem friðsamleg lausn deilumála og virðing fyrir alþjóðalögum og mannréttindum verða leiðarljós stjórnvalda á alþjóðavettvangi. Ég hygg að þjóðarsátt sé um það að Íslendingar eigi um ókomna tíð að ganga fram í samfélagi þjóða sem friðflytjandi. Þjóð menningarsamskipta, viðskipta og útrásar, stolt af landi okkar og þjóð en jafnframt meðvituð um nauðsyn vits þess sem víða ratar eins og segir í Hávamálum. Ný ríkisstjórn lýsir því yfir að í framtíðinni munu allar meiri háttar ákvarðanir á sviði utanríkismála verða teknar í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis.“„Lista hinna viljugu ríkja“ má sjá á vefsíðu Hvíta hússins.

Ræða Harolds Pinters við móttöku Bókmenntaverðlauna Nóbels 2005 í Tímariti Máls og menningar …

Föstudaginn 24. febrúar verður Safnanótt haldin í miðborg Reykjavíkur í tengslum við Vetrarhátíð borgarinnar. Boðið …

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Systa eldar …

Spurningakeppni SHA verður haldin í Friðarhúsi.

Hafin er undirskriftasöfnun og barátta gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran. Í því skyni …

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 18. febrúar í Friðarhúsi og hefst …

“Gekk ég yfir sjó og land…” - Frásagnir frá Bamako og Caracas

eftir Jan Øberg Jan Øberg, framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future Research …

Fundur með þremur Íslendingum sem sóttu heim alþjóðasamfélagsþingin í Malí og Venesúela fyrr á þessu …

Fyrr á þessu ári var alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum – haldið í Bamako …

Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á …

Frá MFÍK Aðalfundur MFÍK 2006 verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20 í Friðarhúsinu, …

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

Opinn fundur miðnefndar SHA í Friðarhúsi um starfið framundan.

eftir Jan Øberg Jan Øberg, er framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future …