BREYTA

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Þórarinn Hjartarson flutti ræðu á kertafleytingu á Akureyri þann 9. ágúst sl. Á fimmta tug mætti á athöfnina í nokkuð hvössu veðri. Ávarp Þórarins fylgir hér á eftir: * * * Afmælisdagar kjarnorkusprenginganna í Hírosíma og Nagasaki eru okkur tilefni til að koma saman, minnast þess sem þar gerðist, heita því að slíkt gerist aldrei aftur – og setja fram óskir og kröfur um frið. Ekki þarf þó djúpa greiningu á erlendum fréttum til að sjá að það er allt annað en friðvænlegt í heiminum nú um stundir. Enn eitt stríð í Miðausturlöndum sýnist vera í uppsiglingu, líklega það stærsta og versta. Undanfarin 20 ár hefur stríðum í heiminum fjölgað mjög, æ styttra verður á milli þeirra. Um hvað snúast þessi stríð? Ríkjandi fréttamiðlar á Vesturlöndum gefa okkur þá mynd að stríðin séu háð til að koma böndum á „vonda kalla“, rudda sem vanvirði lýðræði og mannréttindi og ógni líka öryggi nágranna sinna. Þegar ég var ungur voru „vondu kallarnir“ sem útvarpið talaði um nær alltaf svokallaðir „kommúnistar“. Heitasta stríðið í þá daga var stríðið í Víetnam og öllu Indó-Kína. Eftir að kommúnisminn í Sovétríkjunum og Kína féll, tóku „NÝJU STRÍÐIN“ við, í fyrsta lagi hið undarlega stríð sem George Bush setti á dagskrá – heimsstríð við hryðjuverkamenn – og einnig var hafin sería af stríðum við „vonda kalla“ meðal þjóðhöfðingja: Milosévits, Saddam, Talíbana, Gaddafí, Bashar Al-Assad. Þetta eru svokölluð „mannúðarstríð“ til að vernda þegna þessara landa gegn „vondu köllunum“ sem þar stjórna. Ef segja skal hvað þessir „vondu kallar“ eigi sameiginlegt vandast málið. Það er raunar erfitt að halda því fram að þeir séu merktir af meiri ruddaskap en fjöldinn allur af þjóðhöfðingjum heimsins sem fær þó að sitja í friði. Ef nánar er að gáð koma þó sameiginlegir þættir í ljós. Þessir aðilar sitja eða sátu á svæðum sem eru EFNAHAGSLEG OG HERNAÐARLEG LYKILSVÆÐI, ekki síst hvað snertir vinnslu og flutning á jarðolíu. Ennfremur eiga þessir aðilar gjarnan vingott við önnur stórveldi en þau vestrænu. Þeir eru sem sagt EKKI Í RÉTTU LIÐI. Það getur skýrt það að það eru einmitt VESTRÆN STÓRVELDI sem standa á bak við ÖLL ÞESSI NÝJU STRÍÐ. Alla mína 60 ára löngu ævi hefur sama blokkin ráðið mestu á vettvangi alþjóðamála: sú ensk-ameríska með evrópsku bandamönnum sínum, sameinuð í NATO. Um 1990 féll helsti andstæðingur Vesturblokkarinnar, Sovétríkin, og þá fékk hún yfirþyrmandi vald á heimsvísu, bæði pólitískt og hernaðarlegt. Síðan þá hafa valdbeiting hennar og hernaðarumsvif aukist stig af stigi gegnum NATO, og hún setur vægðarlaust á dagskrá VALDASKIPTI í löndum þar sem stjórnvöld eru henni ekki að skapi. Hins vegar hafa NÝJAR valdablokkir vaxið fram eftir aldamótin 2000 með tilkomu nýrra efnahagsstórvelda sem sækja hart að Vesturlöndum og taka af þeim stækkandi sneiðar af heimsmarkaðnum. Helstu keppinautar Vesturblokkarinnar, Kína og Rússland, mynda jafnframt pólitíska mótstöðublokk eða mótstöðumöndul gegn forræði vesturblokkarinnar á vettvangi alþjóðamála. Skyldi nú ekki þetta tvennt vera samtengt: Annars vegar sívaxandi hernaðarstefna vesturveldanna og hins vegar undanhald þeirra á efnahagssviðinu fyrir skæðum keppinautum? Ég bara spyr. Alla vega er þetta staðreynd: Vesturblokkin hefur hernaðaryfirburði og hún BRÚKAR þá. Það er hún sem undanfarna tvo áratugi hefur staðið fyrir öllum meiri háttar styrjöldum í heiminum. Í Miðausturlöndum eru liðsmenn í mótstöðublokkinni nú tveir: Íran og Sýrland. Vesturveldin hafa báða í sikti Um hvað er barist? Mannréttindi og mannréttindabrot segja vestrænar fréttastofur? Hver sem vill má trúa því. Ég segi: Eins og 1914, eins og 1939, takast nú stóru auðvaldsblokkirnar á um áhrifasvæði, auðlindir og markaði. Stríðin snúast EKKERT um „vonda kalla“ sem vanvirða mannréttindi. Af hverju er okkur þá sagt að þau snúist um „vonda kalla“ og mannréttindi? Jú, fyrsta regla þess sem vill hefja stríð er að gefa því göfuga yfirskrift til að vinna því fylgi meðal almennings. Og svo heppilega vill til að það eru sömu auðvaldseiningar sem STANDA Á BAK VIÐ helstu stríðin og eiga stóru sjónvarpsstöðvarnar sem ÚTSKÝRA stríðin. Stríðin eru nauðsynlegur hluti af gangverki auðvaldsmaskínunnar, þessu efnahagskerfi sem hefur gróðasóknina sem drifkraft. Stríðin eru ekki knúin fram af sérstökum illmennum, þau eru knúin fram af venjulegum gróðapungum – og framkvæmdastjórum þeirra. SÁL kapítalismans er gróðasóknin. En VERÖLD hans er frumskógurinn, veröld vægðarlausrar samkeppni milli efnahagseininga, ríkja og ríkjablokka. Þetta tvennt – gróðasóknin og samkeppnin – skapar stríðin. Það er hin einfaldi sannleikur um stríðin. Sagan um vondu kallana er hins vegar skáldskapur, ætlaður almenningi sem er annars frábitinn stríði. Hvers eðlis eru átökin í Sýrlandi? Ráðandi fjölmiðlar Vesturlanda hafa gert sitt besta til að lýsa þeim sem slátrun stjórnvalda á saklausum mótmælendum. Það hefur þó smám saman komið í ljós, jafnvel í mörgum þeim fjölmiðlum sem venjulega fylgja meginstraumnum, að sú mynd hangir ekki saman. Inn á milli hafa alltaf heyrst fréttir sem sýna til dæmis að uppreisnaröflin, hinn svokallaði Frjálsi sýrlenski her, hefur frá upphafi átaka í mars 2011, verið þungvopnaður. Stuðningur Vesturveldanna við hann er ennþá aðallega gegnum leyniþjónustur, en Saudi Arabía og Qatar – traustustu vinir Vesturveldanna í Arabalöndum – hafa vopnað hann opinskátt, og herbækistöðvar á hann í Tyrklandi. Enda kemur fram hjá uppreisnaröflunum sjálfum að um fjórðungur fallinna í stríðinu, yfir 5000 manns, eru sýrlenskir stjórnarhermenn. Inn á milli meginstraumsfréttanna heyrum við líka um voðaverk – svo sem fjöldamorð í borgunum Homs og Aleppo –sem framin eru af uppreisnarmönnum. Hinir svokölluðu uppreisnarhópar eru að uppistöðu íslamistar enda er ríkisstjórn Assads ein fárra austur þar sem starfar á veraldlegum grundvelli. Þessir vopnuðu íslamistar eru að verulegu leyti komnir frá öðrum araba- og múslimalöndum, en hins vegar ber mjög lítið á fjöldamótmælum meðal almennings í Sýrlandi, nema þá helst til stuðnings stjórnvöldum. Það hljómar líka undarlega að heyra um al-Kaídasveitir í fremstu röð þeirrar uppreisnar sem studd er af Vesturlöndum. Hins vegar ná vestrænir leiðtogar og fréttastofur jafnan að snúa því þannig að öll voðaverk í Sýrlandi sýni fram á nauðsyn utanaðkomandi íhlutunar – í nafni mannúðar. Stríðið í Sýrlandi er ekki valdbeiting stjórnvalda gegn mótmælahreyfingu, Það er ekki heldur hefðbundin borgarastyrjöld. Þetta er UTANAÐKOMANDI ÍHLUTUN og FORLEIKUR AÐ INNRÁSARSTRÍÐI sem stutt er af vestrænum stórveldum og bandamönnum þeirra í arabaheiminum. Þetta er endurtekning á dæminu frá Líbíu, Írak og Afganistan með lítillega breyttum leikurum og leiktjöldum. Ísland tilheyrir Vesturblokkinni. Ísland hefur stutt öll stríð hennar eftir fall Múrsins: Írak 1, Bosníustríð, í Kosovo, Afganistan, Írak 2, Líbíu. Og Össur okkar Skarphéðinsson hefur fyrirfram óskað eftir aðgerðum svokallaðs „alþjóðasamfélags“ í Sýrlandi – eins og hann studdi þær í Líbíu í fyrra. Það er línan frá NATO. Össur er þó engin sérstakur hernaðarsinni, og hann hefur meira að segja sýnt réttlætiskennd og visst sjálfstæði í stuðningi við málstað Palestínu. Nú er þó miklu meira í húfi að sýnt sé sjálfstæði – og línunni frá NATO hafnað. Ef það gerist ekki munu átökin í Sýrlandi þróast stig af stigi yfir í nýtt stríð í Miðausturlöndum – stríð sem tekur að minnsta kosti til Írans og verður þar með að miklum hildarleik. Aðgerðarleysi fjölmargra friðarhreyfinga og vinstri stjórnmálasamtaka varðandi átökin í Líbíu og nú Sýrland benda til að þau hafi, illu heilli, innbyrt hugmyndafræðina um ÍHLUTANIR Í NAFNI MANNÚÐAR. En verkefni okkar er að skapa þrýsting á íslensk stjórnvöld að þau HAFNI STRÍÐSLEIÐINNI, að skapa þrýsting sem er meiri en þrýstingurinn frá NATO. Með því mundum við líka minnast fórnarlambanna í Hirosima og Nagasaki á verðugan hátt. Stríðsöflin sækja fram. Stríðsandstæðingar: Heyrið þið hverjum klukkan glymur?

Færslur

SHA_forsida_top

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

Miðvikudagskvöldið 30. mars n.k. minnast hernaðarandstæðingar þess að Ísland gekk í Nató á þeim degi …

SHA_forsida_top

Enginn er eyland - ráðstefna á Akureyri

Enginn er eyland - ráðstefna á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga áttu fulltrúa á ráðstefnu Háskólans á Akureyri og utanríkisráðuneytisins um alþjóðamál um liðna …

SHA_forsida_top

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Samtök hernaðarandstæðinga láta ekki deigan síga þótt föstudaginn langa beri upp á síðasta föstudag mánaðarins. …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fór fram í dag. Fundurinn var afar líflegur og samþykkti fundurinn m.a. …

SHA_forsida_top

Aðalfundir á döfinni

Aðalfundir á döfinni

Aðalfundaglaðir friðarsinnar geta glaðst því tveir slíkir fundir eru framundan. Sunnudaginn 6. mars kl. 14 …

SHA_forsida_top

Herferðin gegn Líbíu – nýju aðferðirnar prófaðar

Herferðin gegn Líbíu – nýju aðferðirnar prófaðar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Líbíu. …

SHA_forsida_top

Veitum friðarsinnum hæli - ályktun miðnefndar

Veitum friðarsinnum hæli - ályktun miðnefndar

Vegna fregna af mögulegri brottvísun hælisleitenda sem flúið hafa land sitt eftir að hafa neitað …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður föstudaginn 26. febrúar. Kokkar eru Lára Jóna, Þorvaldur og Alvin - sem …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður janúarmánaðar

Fjáröflunarmálsverður janúarmánaðar

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2016 verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 29. janúar n.k. Kokkarnir kvöldsins verða sómaparið …

SHA_forsida_top

Fyrsta stríðið?

Fyrsta stríðið?

Fornleifafræðingar í Kenýa hafa fundið á 10 þúsund ára gröf með líkum manna sem bera …

SHA_forsida_top

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi miðnefndar Samtaka hernaðarandstæðinga í kvöld. Samtök hernaðarandstæðinga fagna …

SHA_forsida_top

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. …

SHA_forsida_top

Friðargönguræða - Ísafirði

Friðargönguræða - Ísafirði

Ég tel mig vita að það sé hefð fyrir því í friðargöngu að rifja upp …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Gengið …