BREYTA

Sýrlandsstríðið

Berglind Gunnarsdóttir rithöfundur birti meðfylgjandi grein á Vísi þann 26. sept. síðastliðinn. Greinar á Friðarvefnum endurspegla vitaskuld skoðanir höfunda sinna: Það er hörmulegt að horfa upp á stríðsátökin í Sýrlandi - og engin lausn í sjónmáli. Þetta stríð, sem dregst æ meir á langinn, minnir með vissum hætti á annan hildarleik 20. aldarinnar, borgarastyrjöldina á Spáni, - þótt ýmislegt sé öðruvísi. En í ár eru liðin 80 ár síðan hún hófst, 1936, og stóð til 1939. Þá reis her uppreisnarmanna undir stjórn hershöfðingjans Francos gegn lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Franco og herinn voru í forsvari fyrir forréttindastéttir konungsvaldsins sem undu ekki lýðveldinu. Hitler og Mussolini studdu Franco og sendu m.a.  þýskar sprengjuflugvélar á vettvang átakanna. Sagt er að Spánn hafi verið æfingarvöllur fyrir nýjar og öflugar vígvélar Hitlers áður en aðalhildarleikurinn hófst sem var heimsstyrjöldin síðari. Bretar og Frakkar héldu að sér höndum og enginn veitti hinu unga lýðveldi stuðning nema Rússar sem sendu matvæli og vopn og herlið undir lokin. Ýmsir urðu til að ásaka Breta og Frakka fyrir að skerast ekki í leikinn; borgarastríðið á Spáni var blóðbað og landið leiksoppur þeirra pólitísku andstæðinga sem áttust við á þeim tíma. Til að bæta fyrir þá vanrækslu lögðu margir ungir menn í Evrópu og Bandaríkjunum leið sína suður á Íberíuskagann til þess að berjast fyrir málstað lýðveldisins. Meira að segja 2 eða 3 Íslendingar fóru þangað þeirra erinda. Mannfallið var gífurlegt og grimmdarverkin mörg, ekki síst í „hreinsunum“ Francos að stríðinu loknu. Og þar til Franco lést árið 1975 var Spánn einræðisríki.  Það er við hæfi að minnast þessa þegar átökin í Sýrlandi eru nefnd. Það er nefnilega svo að Sýrland sýnist á ekki ósvipaðan hátt vera leiksoppur andstæðra afla á pólitískum vettvangi heimsins nú um stundir. Staðan er að ýmsu leyti flókin og sjónarmiðin ólík. Átök í Miðausturlöndum hafa lengi staðið yfir og saga evrópskra nýlenduherra í þessum heimshluta hefur magnað erfiðleikana, sömuleiðis átökin milli ólíkra trúarhópa íslams. Afstaða Vesturlandabúa vekur þá spurn hvort þeir hafi aldrei hætt að skoða Austurlönd sem eitthvað óskiljanlegt og fjarlægt – sem bætir ekki úr skák. Í Fréttablaðinu þann 11. júlí sl. fjallar Stefán Pálsson sagnfræðingur um nýútkomna skýrslu og áfellisdóm hennar yfir herleiðangur Tonys Blair og Bush í Írak. Hann nefnir að svo virðist sem njósnastofnanir og ráðuneyti á Vesturlöndum hafi verið „ófær um að meta rétt stöðu mála í Írak, sjá fyrir framvindu mála eða túlka fyrirliggjandi gögn“. Einnig segir hann að „meintir sérfræðingar í innviðum fjarlægra ríkja hafi hvorki þangað komið né talað tungumál heimamanna“. Svipað sjónarmið kemur fram í viðtali danska dagblaðsins Information, þann 25. júní sl., við sýrlenska rithöfundinn Yassin al-Haj Saleh. Hann hefur skrifað mikið um málefni Sýrlands og er kallaður „samviska Sýrlands“. Hann hefur lengi gagnrýnt einræðisstjórn al-Assads, forseta landsins, en hefur einnig ýmislegt að segja um viðhorf margra á Vesturlöndum til þess sem er að gerast í heimalandi hans. Yassin sat í fangelsi í 16 ár fyrir skrif sín, en flýði land 2013 og býr nú í Istanbúl. Hann er fyrir löngu orðinn þekktur á alþjóðavettvangi og segir það á vissan hátt hafa verndað sig fyrir öryggissveitum forsetans sem fylgdust með skrifum hans. Í viðtalinu rifjar hann upp þegar fyrsta fjölmenna mótmælagangan gegn stjórn landsins var farin í borginni Deraa í suðurhluta landsins árið 2011. Tveim vikum síðar hélt forsetinn ræðu í þinginu þar sem hann fordæmdi mótmælin og sagði þau sprottin af samsæri utanlands (þ.e. í Ísrael og USA). Þá boðaði forsetinn að allar tilraunir til „hryðjuverka“ yrðu barðar niður. Í kjölfarið lýsti Yassin skoðun sinni á ræðu forsetans á arabískum samfélagsmiðlum og fór því næst í felur. Þrátt fyrir útlegðina heldur Yassin áfram að skrifa um baráttuna í heimalandinu og beitir penna sínum á fernum vígstöðvum: gegn einræðisstjórn forsetans og gegn hinum herskáu íslamistum sem hann telur að hafi rænt eiginkonu hans og samherja, Samiru Khalil, en ekkert hefur til hennar spurst síðan 2013. Í þriðja lagi segist hann mæta kaldhæðni Vesturlandabúa sem sýni samúð á yfirborðinu. Og loks gagnrýnir hann afstöðu menntamanna á Vesturlöndum sem hafa að hans mati brugðist byltingunni í Sýrlandi. Í því sambandi nefnir hann slóvenska heimsspekinginn Slavoj Žižek sem grafi undan uppreisninni gegn al-Assad með skrifum sínum og geri lítið úr þeim sem standa að henni. En Žižek  hefur haldið því fram m.a. að það skorti skýr og róttæk samtök sem ekki „drukkni í óljósum sæg af íslamistum“. Yassin svarar því til að sýrlenskir andófsmenn hafi í margar kynslóðir þurft að greiða baráttuna fyrir mannlegri virðingu og frelsi með lífi sínu, og að það sé bæði áfall og vonbrigði að þeir sem móti skoðanir manna í hinu þróaða vestri skuli „halda með ruddalegustu, spilltustu og glæpsamlegustu ríkisstjórn á jarðríki“. Hann undrast að fólk sem er vel menntað, hefur vegabréf og getur ferðast hvert sem það vill skuli tala eins og það viti best hvað sé að gerast í Sýrlandi, „jafnvel þótt það hafi ekki dvalið í landinu, tali ekki arabísku né hafi tengsl við venjulegt fólk þar“. Yassin segir að íslamistarnir hafi ekki birst á sjónarsviðinu fyrr en 10 mánuðum eftir að byltingin hófst. Eftir þeim var tekið en ekki hinum sem tóku þátt og voru ekki jafn áberandi. Þannig varð baráttan gegn hryðjuverkunum aðalatriðið, en byltingin sjálf lenti á hliðarlínunni. Vesturlönd líta á níhilistana í Ísis sem hina miklu ógn, með því móti verður Íslamska ríkið mikilvægt, ekki sýrlenska þjóðin. Þau líta framhjá því að Sýrland er samfélag með innri mótsetningum þar sem almennir borgarar berjast fyrir mannréttindum og réttlæti, segir m.a. í þessu upplýsandi viðtali. Berglind Gunnarsdóttir

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Eftirfarandi tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins voru samþykkt á landsfundi SHA um helgina. (Öðrum fjölmiðlum er …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, laugardag. Helstu niðurstöður og ályktanir fundarins verða …

SHA_forsida_top

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 24. nóvember, eins og áður hefur verið …

SHA_forsida_top

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs …

SHA_forsida_top

Hver eru grunngildin?

Hver eru grunngildin?

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19. Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - að þessu sinni glæsileg jólamáltíð.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Opinn félagsfundur MFÍK miðvikudaginn 14. nóvember kl. 19 Alfífa Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir tala …

SHA_forsida_top

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Fimmtudaginn 8. nóvember flutti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munnlega skýrslu á Alþingi og í kjölfarið …

SHA_forsida_top

Vígvæðing í fjárlögum?

Vígvæðing í fjárlögum?

eftir Katrínu Jakobsdóttur alþingismann Eftirfarandi grein birtist í 24 stundum 9. nóvember Í …

SHA_forsida_top

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Ákveðið hefur verið að halda landsráðstefnu SHA laugardaginn 24. nóvember í Friðarhúsi. Dagskráin verður kynnt …

SHA_forsida_top

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega fund stjórnenda vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems í Reykjavík. Vopnaiðnaðurinn er án nokkurs …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi