BREYTA

Takið frá helgina!

Það verður margt á seyði í Friðarhúsi um næstu helgi og því fyllsta ástæða fyrir friðarsinna að taka hana frá. Á föstudagskvöld verður blásið til fjáröflunarmálsverðar til styrktar reksturs og kaupa á Friðarhúsi. Sjálfboðaliðar úr röðum félagsmanna SHA bjóða þar upp á ljúffengan kvöldverð fyrir aðeins 1.000 krónur, en einnig verður hægt að fá léttar veitingar á vægu verði. Byrjað verður að reiða fram matinn kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. – Yfirskrift matseðilsins að þessu sinni er: Heitir og kaldir sjávarréttir. Fjölmennum og snæðum fyrir góðan málsstað. * * * Á laugardag verður loks efnt til nýjungar í félagsstarfi SHA, en þá hefur göngu sína spurningakeppnin Friðarpípan. Þar er um að ræða keppni í anda hefðbundinna spurningaleikja á breskum öldurhúsum (Pub-quiz), þar sem keppt er í tveggja manna liðum. Keppnin hefst kl. 16 og lýkur fyrir kvöldmat. Léttar veitingar á vægu verði.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …