BREYTA

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN er seldur til margvíslegra nota í stríðsrekstri. ALCAN framleiðir t.d. ál fyrir EADS (European Aerospace and Defense and Space), sem framleiðir herþyrlur, orrustuþoturnar Euorofighter Tycoon, Mirage F1, EF18 Hornet og aðrar þotur. EADS er einnig leiðandi framleiðandi flugskeyta. Samningar milli EADS og ALCAN eru kynntir sem samningar milli Airbus og ALCAN, til þess að hylma yfir aðild ALCAN að stríðsrekstri, en það er þekkt leið álfyrirtækja að fela hergagnaframleiðslu sína undir heitinu eldflaugaframleiðsla. Á sama tíma verður að markaðssetja hergögnin og þess vegna eru myndir af orrustuflugvélum birtar á eldflaugahluta heimasíðu ALCAN. EADS fullyrðir á heimasíðu sinni að vörur fyrirtækisins séu seldar til landa þar sem „sala á hátækni flughernaðartólum fer fram á ábyrgan hátt“. Fyrirtækið byggi á „áratuga reynslu í herflugvélaiðnaði“. En er fyrirtæki trúverðugt sem er svo siðblint að það birtir á sömu heimasíðu myndir frá Þýskalandi á tímum nasismans, þar sem bæði fyrri heimastyrjöldin og flugvélar nasista eru lofaðar hástöfum? RIO TINTO-ALCAN: ÁL TIL ÍRAKS ALCAN sér Boeing fyrir „úrvals, afkastamiklum álafurðum“. Boeing framleiðir herþyrlurnar Apache og Chinook sem eru notaðar í Írak, en einnig minna þekktar vörur t.d. „Small Diameter Bomb“ og „Joint Direct Attack Munition“. Einnig eru samningar milli Alcan og Dassault, fransks hergagnaframleiðanda, sem framleiðir margskonar orrustuflugvélar úr áli. Þar að auki hefur ALCAN lagt sig sérstaklega fram við að kynna fyrirtækið fyrir sjóhernaðarstofnunum. RIO TINTO-ALCAN: PLÖN FYRIR AFRÍKU Rio Tinto-ALCAN hefur skrifað undir samning við Ríkisstjórn Kamerún um að stækka Alucam álverið um 150.000 tonn á ári, auk þess að reisa nýtt 150.000 tonna álver. Lom Pangar stíflan, sem er við það að verða reist, mun sjá um orkuframleiðslu fyrir álverin. Alcan er með mörg önnur verkefni á teikniborðinu í Afríku – „Greenfield“ verkefnið þeirra inniheldur Kamerún, Ghana, Guinea, Madagascar og Suður-Afríku. „Greenfield“ stendur fyrir það þegar ósnert náttúra er eyðilögð fyrir námugröft, grunngerð, álbræðslur og stíflur. AÐSKILNAÐARSTEFNAN Í SUÐUR AFRÍKU, ESKOM OG LANDSVIRKJUN ALCAN var virkur þáttakandi hinni illræmdu aðskilnaðarstefnu í Suður Afríku á árunum 1949-1986. Nú vill fyrirtækið snúa aftur og reisa álver á nærri því skattfrjálsu svæði, „Coega Development Zone“, nálægt Port Elizabeth. Álverið verður keyrt áfram á kolum og kjarnorku frá Eskom, en fyrirtækið er eitt stærsta raforkufyrirtæki í heiminum. „30% fátækra samfélaga í Suður Afríku hafa ekki aðgang að rafmagni, en samt sem áður er til nóg rafmagn til að reka álver“ segir Lerato Maragele, aðgerðasinni frá Suður Afríku sem heimsótti Ísland á vegum Saving Iceland . Elkom er „systurfyrirtæki“ Landsvirkjunnar, en Landsvirkjun stefnir á að taka þátt í álversframkvæmdunum í Suður Afríku og færa svo út kvíarnar í Afríku. Því er líklegt að Landsvirkjun muni reyna að selja sérfræðikunnáttu sína til ýmisa verkefna tengdum vatnsafls raforkuframleiðslu Eskom í Mósambík, Úganda og Kongó. Einnig er líklegt að fyrirtækið muni reyna að vinna að gerð stíflu í Kongó ánni, en hún verður tvisvar sinnum stærri en Three Gorges stíflan í Kína, og mun leggja regnskóga Mið Afríku í rúst. BOTNLAUS SAKASKRÁ RIO TINTO Við getum auðveldlega sýnt fram á að ALCAN tekur virkan þátt í hergagnaframleiðslu og stefnir á innrás í Afríku, jafnt sem á Íslandi. Núna hefur fyrirtækið verið keypt af Rio Tinto, sem er stærsta einkarekna námufyrirtæki í heiminum, og hefur „lengi verið gagnrýnt fyrir gróf mannréttindabrot sem ná aftur til þáttöku þeirra í aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku.“ Nokkur dæmi um mannréttindabrot Rio Tinto. Rio Tinto hefur vitandi neytt starfsmenn sína til að starfa í banvænum gullnámum sínum í Brasilíu, og njósnað um og rekið meðlimi verkalýðsfélaga. Einnig eru dæmi um að fátækir heimamenn í leit að gulli í námum Rio Tinto hafi verið skotnir af öryggisvörðum Rio Tinto . Rio Tinto hefur haft aðild að málaliðahneykslum. Ríkisstjórn Papúa Nýju Guineu réði í samstarfi við ALCAN, fyrirtækið Sandline International, sem er einkarekinn, óháður málaliðaher, til að berjast gegn íbúum eyjunnar Bougainville. Herinn er mest megnis skipaður fyrrum breskum og suður afrískum sérsveitarmönnum, en herinn hafði aðild að borgarastyrjöldunum í Angóla og Sierra Leone. Íbúar Bougainville höfðu lokað námu vegna hrikalegra umhverfisskemmda og hafa nú farið í mál gegn Rio Tinto fyrir skemmdirnar og stríðsglæpina sem málaliðaherinn fyrirtækisins framdi. Í ágúst 2006 hafnaði áfrýjunnardómstóll Bandaríkjanna beiðni Rio Tinto um að málinu yrði vísað frá. --------------------------------------------------------------------------

- S. Das & F. Padel, “Double Death - Aluminium’s Links with Genocide”, Economic and Political Weekly, Des. 2005, sjá einnig á http://www.savingiceland.org/doubledeath - Chandra Siddan, “Blood and Bauxite”, Montreal Mirror, Nov 20-26, 2003, Vol. 19 No. 23. - “Smelter Expansion on Landfill?”, Iceland Review, June 20th 2007. - RUV News, 26-02-2007, http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item145391/. Athugið að RUV hafa ruglað saman Alcoa og Alcan. - EADS vefsíða, http://www.eads.com/1024/en/businet/defence/mas/combat_aircraft/combat_aircraft.html - EADS auglýsingamynd, “A Brief Glance at EADS”, http://www.eads.com/xml/content/OF00000000400004/1/10/41434101.mov - AFX News, 13 júní, 2007, http://www.abcmoney.co.uk/news/13200786914.htm - Alcan Press Release, “Company To Provide Critical Aluminum Materials For Full Range Of Aircraft Including A380”, 13. Júní, 2007, http://www.decisionplus.com/fr/fintools/stock_news.asp?Market=TSE&Symbol=AL&NewsID=20070613/021501 - http://www.alcanaerospace.com/Aerospace/aerospace.nsf/html/FWFGHOME?Open&LG=1, dd. 22-7-2007. - EADS auglýsingamynd, “90 years of aircraft history in Augsburg”, http://www.eads.com/1024/en/businet/defence/mas/mas.html and http://www.eads.com/xml/content/OF00000000400004/0/64/41488640.asx - US Geological Survey, “Minerals Yearbook 2005,” September 2006, p. 5.2. - Boeing Website Image Gallery of Small Diameter Bomb: http://www.boeing.com/companyoffices/gallery/images/missiles/sdb/sdb.html - Boeing Image Gallery: http://www.boeing.com/companyoffices/gallery/images/missiles/sdb/sdb.html - Alcan Press Release, “Alcan Contributes to Success of Eighth Ariane 5 ECA Launch,” Dec 13th, 2006. - http://www.dassault-aviation.com/ - “Pacific 2004, International Naval and Maritime Exposition for the Southern Pacific,” Aerospace Maritime and Defence Conference, http://www.ideea.com/pacific2004/embassy/smithbriefing.pdf - US Geological Survey, “Minerals Yearbook 2005,” September 2006, p. 5.5. - Alcan Press Release, “Alcan to Explore Development of Bauxite Mine and Alumina Refinery in Madagascar,” September 11th 2006. - Alcan’t website, http://www.alcant.co.za/history.html - Grapevine, Issue 10, July 13, 2007. Viðtal einnig á http://www.savingiceland.org/node/870 - RUV News, 26-02-2007, http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item145391/. Note that RUV has Alcoa and Alcan confused. - International Rivers Network & EarthLife Africa, “Eskom’s Expanding Empire The Social and Ecological Footprint of Africa’s Largest Power Utility,” June 2003, http://www.irn.org/programs/safrica/index.php?id=030601eskomfactsheet.html - Asia-Pacific Human Rights Network, “Rio Tinto’s Record and the Global Compact,” July 13th 2001, http://www.corpwatch.org/article.php?id=623. - SBS Australia’s television program Dateline in a report on Rio Tinto, August 2000. - Wikipedia Germany (22-7-2007), http://de.wikipedia.org/wiki/Sandline-Affäre - Contract between PNG Government and Sandline: http://coombs.anu.edu.au/SpecialProj/PNG/htmls/Sandline.html. - Sarei v Rio Tinto, 456 F.3d 1069 (9th Cir. 2006), USA

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …