BREYTA

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

Það er eitt og annað á döfinni í Friðarhúsi um þessar mundir. Unnið hefur verið að ýmsum smáúrbótum til að gera góða aðstöðu enn betri. Í samvinnu við aðra íbúa hússins hefur sömuleiðis verið ákveðið að ráðast í framkvæmdir á lóð, sem vonandi munu styrkja starfsemina í framtíðinni. N.k. mánudagskvöld, 13. nóvember kl. 20, verður kvikmyndasýning í Friðarhúsi. Sýnd verður heimildarmyndin The Chicken Commander eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson. Um er að ræða útgáfu myndarinnar Íslenska sveitin sem gerð var fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar. Myndin fjallar um hið svokallaða friðargæslulið Íslands í Afganistan. Hlutar úr myndinni voru sýndir á landsráðstefnu SHA síðasta haust og vöktu þá mikla athygli. Myndin er nú sýnd í heild sinni. Hún er ótextuð. Miðvikudagskvöldið 15. nóvember stendur friðarhreyfingin MFÍK fyrir fundi í Friðarhúsi um ástandið í Vestur-Sahara. Fundurinn hefst kl. 20. Athygli er vakin á því að landsfundur SHA 2006 verður haldinn sunnudaginn 26. nóvember. Friðarsinnar eru hvattir til að taka daginn frá. Auk almennra aðalfundarstarfa verður fjallað um nafn samtakanna. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á Dagfara, tímarit SHA. Það mun berast öllum félagsmönnum innan skamms ásamt nákvæmari dagskrá landsfundarins. Þeir sem ekki eru nú þegar félagar í SHA eru hvattir til að gerast það hið fyrsta, t.d. með því að senda tölvupóst á sha@fridur.is

Færslur

SHA_forsida_top

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 27. febrúar eins og áður hefur verið kynnt. Sérstakur …

SHA_forsida_top

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Félagsfundur SHA með Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, mánudagskvöldið 23. febrúar , var afar fróðlegur. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. febrúar n.k. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins félagsfundar mánudagskvöldið 23. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 89. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á fregnum sem borist hafa af árekstri tveggja kjarnorkukafbáta á Atlantshafi. …

SHA_forsida_top

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Í dag, 1. febrúar, lauk í bænum Belém do Pará í norðanverðri Brasilíu níunda alþjóðlega …

SHA_forsida_top

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Eins og fram hefur komið hér á Friðarvefnum, með tilvísunum í fjölmiðla, voru sex …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Útlit er fyrir að Ísland sé að fá nýja ríkisstjórn. Því munu væntanlega ýmsir félagsmenn …