BREYTA

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

Það er eitt og annað á döfinni í Friðarhúsi um þessar mundir. Unnið hefur verið að ýmsum smáúrbótum til að gera góða aðstöðu enn betri. Í samvinnu við aðra íbúa hússins hefur sömuleiðis verið ákveðið að ráðast í framkvæmdir á lóð, sem vonandi munu styrkja starfsemina í framtíðinni. N.k. mánudagskvöld, 13. nóvember kl. 20, verður kvikmyndasýning í Friðarhúsi. Sýnd verður heimildarmyndin The Chicken Commander eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson. Um er að ræða útgáfu myndarinnar Íslenska sveitin sem gerð var fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar. Myndin fjallar um hið svokallaða friðargæslulið Íslands í Afganistan. Hlutar úr myndinni voru sýndir á landsráðstefnu SHA síðasta haust og vöktu þá mikla athygli. Myndin er nú sýnd í heild sinni. Hún er ótextuð. Miðvikudagskvöldið 15. nóvember stendur friðarhreyfingin MFÍK fyrir fundi í Friðarhúsi um ástandið í Vestur-Sahara. Fundurinn hefst kl. 20. Athygli er vakin á því að landsfundur SHA 2006 verður haldinn sunnudaginn 26. nóvember. Friðarsinnar eru hvattir til að taka daginn frá. Auk almennra aðalfundarstarfa verður fjallað um nafn samtakanna. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á Dagfara, tímarit SHA. Það mun berast öllum félagsmönnum innan skamms ásamt nákvæmari dagskrá landsfundarins. Þeir sem ekki eru nú þegar félagar í SHA eru hvattir til að gerast það hið fyrsta, t.d. með því að senda tölvupóst á sha@fridur.is

Færslur

SHA_forsida_top

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

Alþjóðlega friðarhreyfingin 2007 - helstu aðgerðir og kjörorð

Á Alþjóðlegu samfélagsþingunum (WSF) eru jafnan ýmsir fundir og fyrirlestrar um friðarmál sem friðarsamtök skipuleggja. …

SHA_forsida_top

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Nairobi 20.-25. janúr

Sjöunda Alþjóðlega samfélagsþingið – eða samfélagsvettvangurinn, World Social Forum (WSF) á enskri tungu – var …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kynningarfundur SHA

Kynningarfundur SHA

Starfsemi Samtaka hernaðarandstæðinga er kynnt fyrir nýjum og ungum félagsmönnum.

SHA_forsida_top

Toggi spilar í Friðarhúsi

Toggi spilar í Friðarhúsi

Tónlistarmaðurinn Toggi treður upp á skemmti- og fræðslufundi SHA fimmtudagskvöldið 1. feb. og flytur nokkur …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

MFÍK hefur forgöngu um samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Undirbúningsfundur í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Danmörk

HM, Ísland:Danmörk

Sýnt er frá leikjum Íslands á HM í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga bjóða til fræðslu- og skemmtifundar í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Grettisgötu, fimmtudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til hamingju Skagabyggð

Til hamingju Skagabyggð

Skagabyggð er sveitarfélag við utanverðan Húnaflóa, með tæplega hundrað íbúa. Á dögunum bættist það í …

SHA_forsida_top

Opið hús hjá SHA

Opið hús hjá SHA

Opið hús í Friðarhúsi frá 13 til 15. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Fjöröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjöröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19, en húsið er opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Undirbúningsfundur v. aðgerða í mars

Aðgerðir á afmæli Íraksstríðsins undirbúnar.

SHA_forsida_top

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

Næstkomandi laugardag, 27. janúar, hafa friðarsinnar í Bandaríkjunum skipulagt mótmælagöngu í Washington gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Munið kvöldverðinn í Friðarhúsi kl. 19 á föstudagskvöld!

Munið kvöldverðinn í Friðarhúsi kl. 19 á föstudagskvöld!

Sjá nánar hér.