BREYTA

Til hamingju Skagabyggð

SkagabyggdSkagabyggð er sveitarfélag við utanverðan Húnaflóa, með tæplega hundrað íbúa. Á dögunum bættist það í hóp þeirra íslensku sveitarfélaga sem samþykkt hafa friðlýsingu fyrir geymslu og umferð kjarnorku-, sýkla- og efnavopna. Þar með hafa öll sveitarfélög í Norðvesturkjördæmi gert slíkar samþykktir og ber að fagna því. Þetta eru uppörvandi fréttir fyrir Samtök hernaðarandstæðinga, en árið 1999 hóf SHA baráttu fyrir því að íslensk sveitarfélög samþykktu friðlýsingu af þessu tagi. Einungis níu sveitarfélög standa eftir, en þar af eru fimm á Suðurnesjum. Tregða sveitarstjórnarmanna suður með sjó til að leggja með þessum hætti lóð sín á vogarskálar friðar og afvopnunar er torskilin.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …