BREYTA

Til hvers að berjast gegn hernum?

Fyrir nokkrum misserum bað tímaritið Orðlaus Steinunni Þóru Árnadóttur, þáverandi miðnefndarfulltrúa í SHA, um að lýsa afstöðu samtakana til hermálsins. Þótt greinin sé orðin nokkuð gömul stendur hún enn fyrir sínu. Ástæða þess að friðarsinnar hafa lengi barist fyrir því að bandaríski herinn fari á brott frá Íslandi er tvíþætt. Annars vegar byggist þessi afstaða á almennri friðarstefnu og andúð á her og hernaði hvar sem er í heiminum. Hins vegar teljum við að friði og öryggi landsins verði best borgið með því að hér sé ekki her, Ísland standi utan hernaðarbandalaga og myndi sér sjálfstæða og siðlega utanríkisstefnu. Undanfarna mánuði hefur heimsbyggðin horft upp á stríð í fátækum löndum, sem kostað hafa fjölda fólks lífið og valdið gríðarlegum hörmungum. Fjölmörg vandamál steðja að í heiminum, en á sama tíma er geysilegum fjármunum sóað í vígbúnað. Ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm getum við ekki gagnrýnt þetta en látið á sama tíma gott heita að hér á landi sé rekin herstöð. Hlekkur í hernaðarkeðju Íslendingar hafa lengi viljað telja sjálfum sér trú um að herstöðin á Miðnesheiði sé ekki eins og hver annar hlekkur í hernaðarkeðju Bandaríkjanna. Þess vegna kjósa stuðningsmenn hersins að velja honum önnur nöfn, kalla herinn “varnarlið” og hermennina “varnarliðsmenn”. Staðreyndin er hins vegar sú að það er sami herinn sem drepur fólk í Írak og sem ræður Íslendinga til að skúra á vellinum. Þær aðferðir sem bandarísku hermennirnir þjálfa í reglulegum heræfingum á Íslandi eru nýttar í alvöru styrjöldum þegar Bandaríkin fara í stríð. Þess vegna geta friðarsinnar ekki bara verið á móti her “í útlöndum”. Til viðbótar við þessi almennu siðferðislegu rök hafa friðarsinnar bent á að það sé engin vörn fólgin í herstöðvum, heldur ýti þær þvert á móti undir ógnir. Agnarlítið ríki á borð við Ísland tryggir hvorki öryggi sitt með því að koma sér upp pínulitlum dúkkuherjum eða með því að líma sig utan á hagsmuni erlendra risavelda. Eina vitræna lausnin hlýtur að vera sú að byggja upp friðsöm samskipti við aðrar þjóðir og ávinna sér þannig virðingu og traust annarra. Það gerum við ekki með því að styðja Bandaríkin í blindni í öllum málum eins og sást í Íraksstríðinu. Horft til framtíðar Andstæðingar okkar reyna að afgreiða þessar hugmyndir sem óraunhæfar, en ef málið er kannað kemur annað í ljós. Meirihluti þeirra ríkja sem aðild eiga að Sameinuðu þjóðunum standa utan allra hernaðarbandalaga. Mörg þeirra eru í sömu stöðu og Ísland að hafa engan her. Ísland er hins vegar eina herlausa landið í heiminum sem kýs að vera aðili að hernaðarbandalagi. Sú staðreynd segir meira en mörg orð. Það yrði mikið gleðiefni ef bandaríski herinn er loks á förum eða að draga saman seglin. Á sama tíma er hins vegar merkilegt að kanna viðbrögð stuðningsmanna hersetunnar. Sumir berja höfðinu við steininn og halda áfram að tala um einhverjar óskilgreindar ógnir, þótt lítið verði um svör þegar þeir eru beðnir um að nefna þær. Aðrir virðast ófærir um að hugsa öðru vísi en með pyngjunni. Í þeirra huga snýst hermálið ekki um grundvallaratriði, heldur um það hvort hægt sé að betla nokkrum störfum fleira eða færra af hernum. Viðurstyggilegasta dæmið um þetta má heyra í málflutningi þeirra manna sem telja að það hafi verið snjallt að styðja stríðið í Írak á sínum tíma – “til að bæta samningsstöðuna nú”. Ég mun aldrei geta skilið þankagang fólks sem lítur á mannslíf sem hentuga skiptimynt í slíkum samningum. Steinunn Þóra Árnadóttir

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …