BREYTA

Til hvers að berjast gegn hernum?

Fyrir nokkrum misserum bað tímaritið Orðlaus Steinunni Þóru Árnadóttur, þáverandi miðnefndarfulltrúa í SHA, um að lýsa afstöðu samtakana til hermálsins. Þótt greinin sé orðin nokkuð gömul stendur hún enn fyrir sínu. Ástæða þess að friðarsinnar hafa lengi barist fyrir því að bandaríski herinn fari á brott frá Íslandi er tvíþætt. Annars vegar byggist þessi afstaða á almennri friðarstefnu og andúð á her og hernaði hvar sem er í heiminum. Hins vegar teljum við að friði og öryggi landsins verði best borgið með því að hér sé ekki her, Ísland standi utan hernaðarbandalaga og myndi sér sjálfstæða og siðlega utanríkisstefnu. Undanfarna mánuði hefur heimsbyggðin horft upp á stríð í fátækum löndum, sem kostað hafa fjölda fólks lífið og valdið gríðarlegum hörmungum. Fjölmörg vandamál steðja að í heiminum, en á sama tíma er geysilegum fjármunum sóað í vígbúnað. Ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm getum við ekki gagnrýnt þetta en látið á sama tíma gott heita að hér á landi sé rekin herstöð. Hlekkur í hernaðarkeðju Íslendingar hafa lengi viljað telja sjálfum sér trú um að herstöðin á Miðnesheiði sé ekki eins og hver annar hlekkur í hernaðarkeðju Bandaríkjanna. Þess vegna kjósa stuðningsmenn hersins að velja honum önnur nöfn, kalla herinn “varnarlið” og hermennina “varnarliðsmenn”. Staðreyndin er hins vegar sú að það er sami herinn sem drepur fólk í Írak og sem ræður Íslendinga til að skúra á vellinum. Þær aðferðir sem bandarísku hermennirnir þjálfa í reglulegum heræfingum á Íslandi eru nýttar í alvöru styrjöldum þegar Bandaríkin fara í stríð. Þess vegna geta friðarsinnar ekki bara verið á móti her “í útlöndum”. Til viðbótar við þessi almennu siðferðislegu rök hafa friðarsinnar bent á að það sé engin vörn fólgin í herstöðvum, heldur ýti þær þvert á móti undir ógnir. Agnarlítið ríki á borð við Ísland tryggir hvorki öryggi sitt með því að koma sér upp pínulitlum dúkkuherjum eða með því að líma sig utan á hagsmuni erlendra risavelda. Eina vitræna lausnin hlýtur að vera sú að byggja upp friðsöm samskipti við aðrar þjóðir og ávinna sér þannig virðingu og traust annarra. Það gerum við ekki með því að styðja Bandaríkin í blindni í öllum málum eins og sást í Íraksstríðinu. Horft til framtíðar Andstæðingar okkar reyna að afgreiða þessar hugmyndir sem óraunhæfar, en ef málið er kannað kemur annað í ljós. Meirihluti þeirra ríkja sem aðild eiga að Sameinuðu þjóðunum standa utan allra hernaðarbandalaga. Mörg þeirra eru í sömu stöðu og Ísland að hafa engan her. Ísland er hins vegar eina herlausa landið í heiminum sem kýs að vera aðili að hernaðarbandalagi. Sú staðreynd segir meira en mörg orð. Það yrði mikið gleðiefni ef bandaríski herinn er loks á förum eða að draga saman seglin. Á sama tíma er hins vegar merkilegt að kanna viðbrögð stuðningsmanna hersetunnar. Sumir berja höfðinu við steininn og halda áfram að tala um einhverjar óskilgreindar ógnir, þótt lítið verði um svör þegar þeir eru beðnir um að nefna þær. Aðrir virðast ófærir um að hugsa öðru vísi en með pyngjunni. Í þeirra huga snýst hermálið ekki um grundvallaratriði, heldur um það hvort hægt sé að betla nokkrum störfum fleira eða færra af hernum. Viðurstyggilegasta dæmið um þetta má heyra í málflutningi þeirra manna sem telja að það hafi verið snjallt að styðja stríðið í Írak á sínum tíma – “til að bæta samningsstöðuna nú”. Ég mun aldrei geta skilið þankagang fólks sem lítur á mannslíf sem hentuga skiptimynt í slíkum samningum. Steinunn Þóra Árnadóttir

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Sigurlaug Gunnlaugsdóttir segir frá rannsókn sinni um Farandverkakonur í fiskvinnslu

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá ESF í Malmö

SHA_forsida_top

Fróðleg umfjöllun

Fróðleg umfjöllun

Athygli er vakin á fróðlegri umfjöllun í fríblaðinu Reykjavík Grapevine, þar sem fjallað er um …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er frátekið í dag.

SHA_forsida_top

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn ákveða að …

SHA_forsida_top

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli …

SHA_forsida_top

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis …

SHA_forsida_top

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Misminni utanríkisráðherra

Misminni utanríkisráðherra

Í Kastljósi Sjónvarps, mánudagskvöldið 25. ágúst, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fyrir svörum. Meðal þess …

SHA_forsida_top

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

eftir Peter M. Johansen Þessi grein birtist 18. ágúst í vefritinu Eggin, sem …

SHA_forsida_top

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, á Menningarnótt Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet við kínverska sendiráðið við Víðimel 23. ágúst Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Margháttuð dagskrá verður í Friðarhúsi á Menningarnótt Reykjavíkur.

SHA_forsida_top

Frelsi Suður-Ossetíu?

Frelsi Suður-Ossetíu?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu …

SHA_forsida_top

Átökin í Kákasus

Átökin í Kákasus

eftir Árna Þór Sigurðsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst Hernaðarátökin í Kákasus …