BREYTA

Til hvers er Nató?

Eftirfarandi grein Árna Björnssonar birtist í Morgunblaðinu 6. maí. Undarlegt dekur íslenskra stjórnvalda við herbandalagið Nató og hluttaka í misgjörðum þess sést oft réttlætt með því að úr því við séum þarna á annað borð þurfum við að sitja þar með fullri reisn. En hvers vegna erum við yfirleitt þarna? Fyrir sex áratugum hófst útrás bandarískra hernaðarverktaka til Evrópu og fleiri heimshluta. Það var ekki af neinni fúlmennsku heldur brýnni fjármálanauðsyn. Uppgrip þeirra og þensla hafði verið mikil í heimsstyrjöldinni í fimm ár. Nú var stríðinu lokið og framleiðslan dróst saman. Það þurfti að finna nýja stríðshættu til að koma framleiðslunni aftur í gang. Þá fundu athafnamenn upp Rússagrýluna. Hernaðarverktakar hafa jafnan sterk ítök hjá bandarískum stjórnvöldum rétt einsog álverktakar hjá okkur. Það var líka auðvelt að fá hrekklaust fólk til að trúa grýlusögunum. Og hjólin tóku að snúast aftur sem aldrei fyrr. Bandarískur almenningur borgaði brúsann. Hin klunnalegu sovésku stjórnvöld lögðu grýlusmiðum sannarlega næg áróðursgögn upp í hendurnar. Samt var hin sovéska ógn álíka innantóm og þau gereyðingarvopn sem áttu að réttlæta innrásina í Írak fyrir fimm árum. Þeir fullvita menn sem ekki skildu það áður hljóta eftir fall Sovétríkjanna að hafa gert sér ljóst að af þeim stafaði aldrei nein hernaðarógn utan þess svæðis sem þeim hafði verið úthlutað í stríðslokin. Ekki af því sovésk stjórnvöld væru nein gæðablóð, öðru nær, heldur af því þau höfðu ekkert bolmagn til að ráðast gegn vesturveldunum, jafnvel þótt þau hefðu viljað. Þau höfðu ekki einu sinni afl til að halda leppríkjum sínum í Evrópu nema fjóra áratugi í skefjum og tókst með herkjum að bæla niður uppreisn í Ungverjalandi 1956 og Tékklandi 1968. Og í eina skiptið sem elliærir ráðamenn þeirra álpuðust til að ráðast útfyrir landamæri sín, nefnilega inn í Afganistan 1979, varð það til þess eins að flýta fyrir hruni þeirra. Allt þetta hljóta bandarískar leyniþjónustur að hafa vitað; annars væru þær ekki starfi sínu vaxnar. En oft getur þótt hagkvæmara að láta satt kyrrt liggja. Íslenskir athafnamenn sáu sér brátt hag í því að fá hingað aftur bandarískt herlið. Þeir höfðu komist á spenann í stríðinu. Margir stjórnmálamenn trúðu auk þess í einlægni á Rússagrýluna. Segja má líka að við höfum ekki beðið neinn beinan skaða af veru okkar í Nató, þökk sé andófi hernaðarandstæðinga. Bandalagið reyndi að vísu að þvælast fyrir okkur í landhelgismálinu fyrst í stað en lét svo af því. Varnarþörfin var á hinn bóginn aldrei nein, en ýmis fyrirtæki komust á laggirnar og sér þess glögg merki enn í dag. Rangt væri því að segja að hersetan hefði verið til einskis. Það er skiljanlegt að ýmsar þjóðir Austur-Evrópu vilji tengjast varnarsambandi við Vestur-Evrópu hvort sem það heitir Nató eða eitthvað annað. Þær eru svo nálægar rússneska birninum og hafa svo lengi haft hann yfir sér, sumar reyndar langt aftur í aldir. Þeim er eðlilegt að vera á varðbergi ef stórveldinu skyldi vaxa fiskur um hrygg og vilja fara að huga að sögulegum auðlindarétti. Á hinn bóginn er bágt að sjá hvaða nauður rekur Íslendinga til að hanga enn utan í Nató. Yfirvarpið, Rússagrýlan, þykir ekki lengur gjaldgeng þótt stundum sé enn reynt að púa lífi í líkið. Umsvif hersins eru úr sögunni, en þau voru eina vitræna ástæðan fyrir veru hans hér þótt þau gögnuðust nær einvörðungu verktökum. Nató berst nú fyrir tilverurétti sínum og er farið að skipta sér af átökum í öðrum heimshlutum þar sem það gerir einungis illt verra einsog oftast er um erlenda íhlutun. Það hefur alltaf verið til skammar að binda trúss sitt við bandalag sem þrífst öðru fremur á hergagnaframleiðslu. Nær væri að snúa sér að bráðnauðsynlegri eflingu lögreglu og landhelgisgæslu heldur en sóa fé í að búa til einhverjar sýndarþarfir í hervörnum. En kannski eru hér nýir verktakar á ferðinni. Það er víst til lítils að ætla í einu vetfangi að svipta burt blekkingarhulu sem fólk hefur alist upp við frá blautu barnsbeini. En samvisku sinnar vegna er ekki rétt að þegja um það sem sannast sýnist. Aðrar greinar eftir Árna Björnsson á Friðarvefnum: Var þörf á varnarliði? Um orðið varnarlið

Færslur

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6.ágúst 2014. Frá árinu 1985 hafa …

SHA_forsida_top

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Ástandið í heimsmálunum sumarið 2014 er sérlega viðsjárvert og hefur ekki verið ófriðvænlegra í langan …

SHA_forsida_top

Jafn réttur til að drepa?

Jafn réttur til að drepa?

Auður Lilja Erlingsdóttir á sæti í miðnefnd SHA. Greinin birtist áður á vefritinu Knúz. …

SHA_forsida_top

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Söngvaskáldið og aðgerðasinninn Hörður Torfason er hernaðarandstæðingum að góðu kunnur. Hann brást við nýlegu ákalli …

SHA_forsida_top

Mótmælum drápunum á Gaza!

Mótmælum drápunum á Gaza!

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælafundar á Lækjartorgi mánudaginn 14. júlí kl. 17. Þar gefst almenningi …

SHA_forsida_top

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, mun í kvöld fimmtudagskvöldið 10. júlí hafa umsjón …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn uppi á ný

Friðarvefurinn uppi á ný

Eins og dyggir lesendur Friðarvefsins hafa vafalítið tekið eftir, hefur verið mikið ólag á vefnum …

SHA_forsida_top

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Landsfundur SHA lýsir furðu á …

SHA_forsida_top

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? - Hver er afstaða framboðanna …

SHA_forsida_top

Fáfróðir vilja stríð

Fáfróðir vilja stríð

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2014

1. maí kaffi SHA 2014

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er kokkur aprílmánaðar í málsverðinum föstudagskvöldið 25. apríl. Matseðillinn er ekki af …

SHA_forsida_top

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Hinn 11. apríl sendum við bréfið hér að neðan til ritstjórnar Knuz.is og báðum um …

SHA_forsida_top

Ályktun um NATÓ

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu …

SHA_forsida_top

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum þessa grein til birtingar. Nú er hafið efnahagslegt …