BREYTA

Til stuðnings flóttamanni

Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd sín. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að friðarhreyfing á borð við SHA láti sig varða málefni pólitískra flóttamanna. Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á aðgerðum sem efnt verður til mánudaginn ellefta maí kl. 11, fyrir utan FIT Hostel í Njarðvík. Þar verður vakin athygli á máli flóttamanns sem "gleymdist" í kerfinu og hefur nú svelt sig um alllangt skeið í mótmælaskyni. Sjálfsagt er að hvetja lesendur Friðarvefsins til að leggja máli þessu lið sitt.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …