BREYTA

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

dufa Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa sent frá sér eftirfarandi áskorun sem okkur finnst ástæða til að birta hér á Friðarvefnum: Menningar- og friðarsamtökin MFÍK skora á foreldra og forráðamenn, ömmur, afa, frænkur og frændur og aðra þá sem kaupa gjafir handa börnum og ungmennum, að vera meðvituð um að það er á ábyrgð fullorðinna hvernig heimur snýr að börnum. Börn eiga að fá að vera börn. Við vörum við tísku, sem rutt hefur sér til rúms hér á landi, að klæða litlar stúlkur í magaboli, G-streng og annað slíkt. Við fögnum framtaki SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) sem nýlega gáfu út bækling með leiðbeiningum um val á tölvuleikjum. Við bendum á að sömu vandvirkni er einnig þörf við val á öðrum leikföngum. Forðumst að kaupa leikföng sem gera stríð og ofbeldi aðlaðandi. Hann fékk... en hún fékk... Hvaða hlutverk ætlum við uppvaxandi kynslóð? Tökum uppeldishlutverkið alvarlega. Stöndum vörð um bernskuna. Nokkur ráð til þeirra sem vilja stuðla að friðvænu uppeldi: 1. Gefið barni ykkar ekki stríðsleikföng. 2. Gerið ykkur grein fyrir að börnin alast upp í umhverfi þar sem þau eru útsett fyrir þær hugmyndir að vopn séu sama og vald og þess vegna séu vopn ákjósanleg. Ef barnið gerir sér vopn úr legókubbum eða ristuðu brauði segið þeim að byssur séu drápsvopn og þið viljið ekki að neinn sé drepinn. Það eru nægileg rök í málinu fyrir börn. 3. Byrjið snemma að gera barninu grein fyrir því að auglýsingar í sjónvarpi og annars staðar séu beggja blands og þær séu gerðar til þess að fá fólk til að kaupa hluti. 4. Skýrið vinum ykkar og ættingjum barnsins frá því að þið viljið ekki að barnið fái stríðsleikfang í jóla- eða afmælisgjafir. 5. Ef barnið þráir stríðsleikfang hugleiðið kostina við að gefa því hlutinn, en gerið því grein fyrir andúð ykkar á að drepa og meiða. 6. Þegar barnið er í stríðsleik, má hjálpa því til að meta leikinn: hvers vegna fá sumir alltaf sínu framgegnt með því að slást? Er nokkur önnur leið til að leysa málið? www.mfik.is

Færslur

SHA_forsida_top

Blóðugt ár í Írak

Blóðugt ár í Írak

Árið 2013 reyndist eitt það blóðugasta í Írak frá innrásinni í landið fyrir áratug síðan. …

SHA_forsida_top

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

Höfundur ljósmynda: Óli Gneisti Sóleyjarson This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial …

SHA_forsida_top

Óli Gneisti

Óli Gneisti

SHA_forsida_top

Ljósmyndir

Ljósmyndir

SHA_forsida_top

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu árið 1980 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) og ýmsar …

SHA_forsida_top

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. …

SHA_forsida_top

Shortcode Generator

Shortcode Generator

Nectar Shortcodes Come In a Visually Intuitive Generator This allows you to create …

SHA_forsida_top

Intuitive Options Panel

Intuitive Options Panel

The Control You Desire, All Available At Your Fingertips Experience our user …

SHA_forsida_top

HD Video Series

HD Video Series

Videos Get Posted For Every Major Release Stop feeling overwhelmed by long text …

SHA_forsida_top

Ályktun frá landsfundi

Ályktun frá landsfundi

Landsfundur SHA var haldinn um liðna helgi. Lögum félagsins var breytt á fundinum og verða …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 29. nóvember verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn, glæsilegur að vanda. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í SHA. Meðal …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 23. nóvember n.k. í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Sameiginlegur félagsfundur MFÍK og Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 13. nóvember …