BREYTA

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

dufa Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa sent frá sér eftirfarandi áskorun sem okkur finnst ástæða til að birta hér á Friðarvefnum: Menningar- og friðarsamtökin MFÍK skora á foreldra og forráðamenn, ömmur, afa, frænkur og frændur og aðra þá sem kaupa gjafir handa börnum og ungmennum, að vera meðvituð um að það er á ábyrgð fullorðinna hvernig heimur snýr að börnum. Börn eiga að fá að vera börn. Við vörum við tísku, sem rutt hefur sér til rúms hér á landi, að klæða litlar stúlkur í magaboli, G-streng og annað slíkt. Við fögnum framtaki SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) sem nýlega gáfu út bækling með leiðbeiningum um val á tölvuleikjum. Við bendum á að sömu vandvirkni er einnig þörf við val á öðrum leikföngum. Forðumst að kaupa leikföng sem gera stríð og ofbeldi aðlaðandi. Hann fékk... en hún fékk... Hvaða hlutverk ætlum við uppvaxandi kynslóð? Tökum uppeldishlutverkið alvarlega. Stöndum vörð um bernskuna. Nokkur ráð til þeirra sem vilja stuðla að friðvænu uppeldi: 1. Gefið barni ykkar ekki stríðsleikföng. 2. Gerið ykkur grein fyrir að börnin alast upp í umhverfi þar sem þau eru útsett fyrir þær hugmyndir að vopn séu sama og vald og þess vegna séu vopn ákjósanleg. Ef barnið gerir sér vopn úr legókubbum eða ristuðu brauði segið þeim að byssur séu drápsvopn og þið viljið ekki að neinn sé drepinn. Það eru nægileg rök í málinu fyrir börn. 3. Byrjið snemma að gera barninu grein fyrir því að auglýsingar í sjónvarpi og annars staðar séu beggja blands og þær séu gerðar til þess að fá fólk til að kaupa hluti. 4. Skýrið vinum ykkar og ættingjum barnsins frá því að þið viljið ekki að barnið fái stríðsleikfang í jóla- eða afmælisgjafir. 5. Ef barnið þráir stríðsleikfang hugleiðið kostina við að gefa því hlutinn, en gerið því grein fyrir andúð ykkar á að drepa og meiða. 6. Þegar barnið er í stríðsleik, má hjálpa því til að meta leikinn: hvers vegna fá sumir alltaf sínu framgegnt með því að slást? Er nokkur önnur leið til að leysa málið? www.mfik.is

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

4. spurning: Telur hreyfing ykkar að „loftrýmiseftirlit“ Nató-þjóða við Ísland þjóni einhverjum tilgangi - sé …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

3. spurning: Telur hreyfing ykkar rétt að binda í stjórnarskrá að Ísland megi aldrei fara …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Friðarvefurinn heldur áfram að birta svör stjórnmálaflokkanna við spurningalista Samtaka hernaðarandstæðinga um friðar- og afvopnunarmál. …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð …

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Þann 30. mars árið 1949, fyrir sextíu árum síðan, samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Nató. …

SHA_forsida_top

Matseðill föstudagsins

Matseðill föstudagsins

Matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudag liggur nú fyrir. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. * …

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Um þessar mundir eru sextíu ár frá stofnun hernaðarbandalagsins Nató. Að því tilefni munu Samtök …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli

Útifundur á Austurvelli

Aðild Íslands að Nató mótmælt á 60 ára afmæli Natóinngöngunnar.

SHA_forsida_top

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Við sögðum frá því 6. mars að þá stæði til að setja á dagskrá Alþingis …

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Myndasýning frá Austurvelli

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Operation Gladio - bresk heimildarmynd.

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató í nútíð og framtíð, Silja Bára Ómarsdóttir.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sunnudaginn 8.mars 2009 kl.14 Breytt samfélag – aukinn jöfnuð! Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

SHA hafa um langt skeið barist fyrir friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja. …