BREYTA

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

dufa Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa sent frá sér eftirfarandi áskorun sem okkur finnst ástæða til að birta hér á Friðarvefnum: Menningar- og friðarsamtökin MFÍK skora á foreldra og forráðamenn, ömmur, afa, frænkur og frændur og aðra þá sem kaupa gjafir handa börnum og ungmennum, að vera meðvituð um að það er á ábyrgð fullorðinna hvernig heimur snýr að börnum. Börn eiga að fá að vera börn. Við vörum við tísku, sem rutt hefur sér til rúms hér á landi, að klæða litlar stúlkur í magaboli, G-streng og annað slíkt. Við fögnum framtaki SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) sem nýlega gáfu út bækling með leiðbeiningum um val á tölvuleikjum. Við bendum á að sömu vandvirkni er einnig þörf við val á öðrum leikföngum. Forðumst að kaupa leikföng sem gera stríð og ofbeldi aðlaðandi. Hann fékk... en hún fékk... Hvaða hlutverk ætlum við uppvaxandi kynslóð? Tökum uppeldishlutverkið alvarlega. Stöndum vörð um bernskuna. Nokkur ráð til þeirra sem vilja stuðla að friðvænu uppeldi: 1. Gefið barni ykkar ekki stríðsleikföng. 2. Gerið ykkur grein fyrir að börnin alast upp í umhverfi þar sem þau eru útsett fyrir þær hugmyndir að vopn séu sama og vald og þess vegna séu vopn ákjósanleg. Ef barnið gerir sér vopn úr legókubbum eða ristuðu brauði segið þeim að byssur séu drápsvopn og þið viljið ekki að neinn sé drepinn. Það eru nægileg rök í málinu fyrir börn. 3. Byrjið snemma að gera barninu grein fyrir því að auglýsingar í sjónvarpi og annars staðar séu beggja blands og þær séu gerðar til þess að fá fólk til að kaupa hluti. 4. Skýrið vinum ykkar og ættingjum barnsins frá því að þið viljið ekki að barnið fái stríðsleikfang í jóla- eða afmælisgjafir. 5. Ef barnið þráir stríðsleikfang hugleiðið kostina við að gefa því hlutinn, en gerið því grein fyrir andúð ykkar á að drepa og meiða. 6. Þegar barnið er í stríðsleik, má hjálpa því til að meta leikinn: hvers vegna fá sumir alltaf sínu framgegnt með því að slást? Er nokkur önnur leið til að leysa málið? www.mfik.is

Færslur

SHA_forsida_top

Þroskumst sem þjóð

Þroskumst sem þjóð

Eftirfarandi grein eftir Stefán Þorgrímsson birtist í Morgunblaðinu 23. október Við Íslendingar höfum nú fengið …

SHA_forsida_top

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Frétt í Morgunblaðinu 22. október hófst svo: „Íslendingar munu fagna áramótunum með hefðbundnum hætti. Það …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

Samtök hernaðarandstæðinga fagna orðum starfandi utanríkisráðherra um að heimsóknir breskra herþotna verði afþakkaðar á næstunni …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Annar heimur er mögulegur - European Social Forum í Málmey

Annar heimur er mögulegur - European Social Forum í Málmey

Sjá frásögn Guðríðar Sigurbjörnsdóttur og Önnu Sigríðar Hróðmarsdóttur á vef MFÍK: www.mfik.is/European%20Social%20Forum%202008.htm …

SHA_forsida_top

Fundur um „European Social Forum“

Fundur um „European Social Forum“

Opinn félagsfundur MFÍK þriðjudaginn 7. október kl. 19 í Friðarhúsinu (á horni Njálsgötu og …

SHA_forsida_top

Málsverður, föstudagskvöld

Málsverður, föstudagskvöld

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 3. október. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina og …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

SHA_forsida_top

Evrópski samfélagsvettvangurinn í Malmö 17.-21. september

Evrópski samfélagsvettvangurinn í Malmö 17.-21. september

Dagana 17. til 21. september síðastliðinn var fimmti Evrópski samfélagsvettvangurinn (Europan Social Forum - …

SHA_forsida_top

Málsverðurinn frestast!

Málsverðurinn frestast!

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti í dag, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

SHA_forsida_top

Komum taumhaldi á vopnin

Komum taumhaldi á vopnin

Amnesty International hefur undanfarin fimm ár staðið að herferðinni „Komum taumhaldi á vopni“ ásamt samtökunum …

SHA_forsida_top

Málsverðurinn frestast!

Málsverðurinn frestast!

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti á morgun, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Hinir feykivinsælu fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hefjast á ný n.k. föstudagskvöld, 26. september. Systa sér um …

SHA_forsida_top

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 12. september Ein glórulausasta hervæðingarárátta …