BREYTA

Tilkynning frá formanni SHA

Reykjavík, 2. maí 2008 Um allnokkurt skeið hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að gegna formennsku í Samtökum hernaðarandstæðinga. SHA hafa alla tíð verið virkur þátttakandi í umræðu um friðar- og afvopnunarmál og haft sterkar skoðanir á því hvernig varnar- og öryggismálum íslensku þjóðarinnar verður best fyrir komið. Í því sambandi hafa SHA ætíð verið reiðubúin að ráða stjórnvöldum heilt. Til að mynda gáfu þau ítarlega umsögn um nýsamþykkt frumvarp til laga um stofnun Varnarmálaskrifstofu Íslands. Í umsögn sinni lögðu SHA til að frumvarpinu yrði vísað frá, enda fæli það í sér óásættanlega hernaðarhyggju og ofuráherslu á tengingu við Nató. Því miður varð Alþingi ekki við ábendingum samtakanna og er frumvarpið orðið að lögum. Í dag, föstudaginn 2. maí, rennur svo út umsóknarfrestur um starf forstjóra nýrrar Varnarmálastofnunar. Að vandlega íhuguðu máli ákvað ég að senda inn umsókn og búa mig undir að taka að mér þetta valdamikla embætti. Á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að hæfniskröfur séu þessar: "Forstjóri Varnarmálastofnunar skal hafa lokið háskólaprófi og hafa þekkingu á verksviði stofnunarinnar. Við val á forstjóra verður litið til reynslu af mannaforráðum, stjórnun og rekstri, leiðtogahæfileika, hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku a.m.k., hæfni til upplýsingamiðlunar, samskiptahæfni, frumkvæðis og metnaðar." Í gagnrýni SHA á varnarmálafrumvarpið kom fram sá ótti að Varnarmálastofnun kynni að blása út og verða sífellt dýrari í rekstri fyrir skattgreiðendur. Sem forstjóri stofnunarinnar stefni ég að því að halda umsvifum hennar í algjöru lágmarki og minnka allan rekstrarkostnað eins og mögulegt er. Þannig sé ég enga ástæðu til að halda úti kostnaðarsömum heræfingum, eins og lögin gera þó ráð fyrir. Jafnframt virðist mér liggja beint við að fella niður alla þá þætti ratsjárstöðvakerfisins sem ekki gagnast beinlínis fyrir borgaralegt flug. Markmið mitt verður að skila ríkissjóði aftur stærstum hluta þess framlags sem áætlað er til varnarmála á fjárlögum. Megináherslur mínar í starfi munu verða fólgnar í að tryggja öryggi þjóðarinnar með áherslu á friðar- og afvopnunarmál að leiðarljósi. Í því skyni mun ég t.a.m. leggja til við stjórnvöld að Íslendingar hætti að haga stefnu sinni á alþjóðavettvangi útfrá hagsmunum Nató. Raunar er það sannfæring mín að öryggi landsins verði best tryggt með tafarlausri úrsögn úr hernaðar- og kjarnorkubandalaginu Nató. Samkvæmt varnarmálalögum er gert ráð fyrir því að forstöðumaður Varnarmálastofnunar standist öryggisvottun Nató. Hver sá sem sækir um starf hjá stofnuninni fellst samkvæmt sömu lögum á að yfirvöld löggæslumála hnýsist í einkamál hans, fortíð og skoðanir, til að leggja mat á hvort viðkomandi teljist háskaleg/ur. Það er mér sem friðarsinna sérstakt tilhlökkunarefni að fá í eitt skipti fyrir öll skorið úr um það hvort hernaðarbandalagið telji mig háskalegan einstakling. Í mínum huga eru engir hagsmunaárekstrar fólgnir í því að gegna samtímis stöðu forstjóra Varnarmálastofnunar og formennsku í Samtökum hernaðarandstæðinga. Kunni utanríkisráðuneytið að vera á annarri skoðun er ég til umræðu um að láta af þeim félagsstörfum. Með friðarkveðjum, Stefán Pálsson Formaður Samtaka hernaðarandstæðinga

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Nagasakí þann 9. ágúst árið 1945. Þremur dögum fyrr …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Kæru félagar Ég er að safna sendiráðum. Hef enga tölu á þeim fjölda skipta sem …

SHA_forsida_top

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Færeyskir hernaðarandstæðingar efna til mótmæla í Þórshöfn vegna áforma um að reisa á ný …

SHA_forsida_top

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktun um vígbúnað á norðurslóðum Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn 29. maí 2021, varar við …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Miðvikudaginn 9. júní kl. 20:00 verður Valur Gunnarsson sagnfræðingur með fræðslufund í …

SHA_forsida_top

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Á landsfundi SHA mætti góður gestur, í gegnum fjarfundarbúnað þó. Það var Högni Höydal leiðtogi …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Stöðvum vígvæðingu norðurslóða Í kvöld, 19. maí, munu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands setjast …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 29. maí

Landsfundur SHA 29. maí

Vegna samkomutakmarkanna neyddumst við til þess að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað

Landsfundi frestað

Vegna samkomutakmarkana neyðumst við til að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram á …

SHA_forsida_top

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur SHA verður í Friðarhúsi laugardaginn 27. mars n.k. Dagskrá er eftirfarandi: …

SHA_forsida_top

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Í tilefni af því að Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum hefur tekið gildi, …

SHA_forsida_top

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Eftirtalin félög skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur ákveðið að ekki sé kostur á því að halda Friðargönguna að þessu …

SHA_forsida_top

Dagfari 2020

Dagfari 2020

Dagfari er kominn út og má lesa hér fyrir neðan. Hann er að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Í ágústmánuði síðastliðnum tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún hefði varið níu milljörðum Bandaríkjadala til þróunar á …