BREYTA

Tilkynning frá formanni SHA

Reykjavík, 2. maí 2008 Um allnokkurt skeið hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að gegna formennsku í Samtökum hernaðarandstæðinga. SHA hafa alla tíð verið virkur þátttakandi í umræðu um friðar- og afvopnunarmál og haft sterkar skoðanir á því hvernig varnar- og öryggismálum íslensku þjóðarinnar verður best fyrir komið. Í því sambandi hafa SHA ætíð verið reiðubúin að ráða stjórnvöldum heilt. Til að mynda gáfu þau ítarlega umsögn um nýsamþykkt frumvarp til laga um stofnun Varnarmálaskrifstofu Íslands. Í umsögn sinni lögðu SHA til að frumvarpinu yrði vísað frá, enda fæli það í sér óásættanlega hernaðarhyggju og ofuráherslu á tengingu við Nató. Því miður varð Alþingi ekki við ábendingum samtakanna og er frumvarpið orðið að lögum. Í dag, föstudaginn 2. maí, rennur svo út umsóknarfrestur um starf forstjóra nýrrar Varnarmálastofnunar. Að vandlega íhuguðu máli ákvað ég að senda inn umsókn og búa mig undir að taka að mér þetta valdamikla embætti. Á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að hæfniskröfur séu þessar: "Forstjóri Varnarmálastofnunar skal hafa lokið háskólaprófi og hafa þekkingu á verksviði stofnunarinnar. Við val á forstjóra verður litið til reynslu af mannaforráðum, stjórnun og rekstri, leiðtogahæfileika, hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku a.m.k., hæfni til upplýsingamiðlunar, samskiptahæfni, frumkvæðis og metnaðar." Í gagnrýni SHA á varnarmálafrumvarpið kom fram sá ótti að Varnarmálastofnun kynni að blása út og verða sífellt dýrari í rekstri fyrir skattgreiðendur. Sem forstjóri stofnunarinnar stefni ég að því að halda umsvifum hennar í algjöru lágmarki og minnka allan rekstrarkostnað eins og mögulegt er. Þannig sé ég enga ástæðu til að halda úti kostnaðarsömum heræfingum, eins og lögin gera þó ráð fyrir. Jafnframt virðist mér liggja beint við að fella niður alla þá þætti ratsjárstöðvakerfisins sem ekki gagnast beinlínis fyrir borgaralegt flug. Markmið mitt verður að skila ríkissjóði aftur stærstum hluta þess framlags sem áætlað er til varnarmála á fjárlögum. Megináherslur mínar í starfi munu verða fólgnar í að tryggja öryggi þjóðarinnar með áherslu á friðar- og afvopnunarmál að leiðarljósi. Í því skyni mun ég t.a.m. leggja til við stjórnvöld að Íslendingar hætti að haga stefnu sinni á alþjóðavettvangi útfrá hagsmunum Nató. Raunar er það sannfæring mín að öryggi landsins verði best tryggt með tafarlausri úrsögn úr hernaðar- og kjarnorkubandalaginu Nató. Samkvæmt varnarmálalögum er gert ráð fyrir því að forstöðumaður Varnarmálastofnunar standist öryggisvottun Nató. Hver sá sem sækir um starf hjá stofnuninni fellst samkvæmt sömu lögum á að yfirvöld löggæslumála hnýsist í einkamál hans, fortíð og skoðanir, til að leggja mat á hvort viðkomandi teljist háskaleg/ur. Það er mér sem friðarsinna sérstakt tilhlökkunarefni að fá í eitt skipti fyrir öll skorið úr um það hvort hernaðarbandalagið telji mig háskalegan einstakling. Í mínum huga eru engir hagsmunaárekstrar fólgnir í því að gegna samtímis stöðu forstjóra Varnarmálastofnunar og formennsku í Samtökum hernaðarandstæðinga. Kunni utanríkisráðuneytið að vera á annarri skoðun er ég til umræðu um að láta af þeim félagsstörfum. Með friðarkveðjum, Stefán Pálsson Formaður Samtaka hernaðarandstæðinga

Færslur

SHA_forsida_top

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

-Mótmælafundur á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl. 17:30 Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar á …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

-Mótmælafundur fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli Verið er að skipuleggja mótmæli vegna stríðsglæpa Ísraela á …

SHA_forsida_top

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bandarísk friðarsamtök hvetja til mótmæla við skrifstofur Bechtel 6.-9 . ágúst Sameinaða friðar- og …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Þann 11. júlí nk. verður hér í Reykjavík kanadíski hagfræðingurinn Michel Chossudovsky. Hann kemur til …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Leikið um 3ja sæti

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Í dag, 7. júlí, er haldið áfram viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um brottför hersins. …

SHA_forsida_top

Var þörf á varnarliði?

Var þörf á varnarliði?

eftir Árna Björnsson Birtist í Morgunblaðinu 6. júlí 2006 ÞEGAR bandaríski herinn birtist …

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

1. Segjum upp herstöðvasamningnum! Allt frá því að herstöðvasamningurinn var gerður árið 1951 hefur þjóðin …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands 26. júní segir svo: „George H. W. Bush, fyrrverandi …

SHA_forsida_top

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

eftir Sverri Jakobsson (Dagfari 1. tbl. 26. árg. (2000), bls. 28-39) Herstöð við …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Fréttatilkynning Reykjavík, 3. júlí 2006 Í dag lagði hópur fólks fram kæru við embætti Ríkislögreglustjóra …

SHA_forsida_top

Fræðsluerindi SHA

Fræðsluerindi SHA

Elías Davíðsson heldur erindi á almennum félagsfundi SHA um blóði drifinn forsetaferil George Bush eldri.

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit