BREYTA

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

No Nukes CTBT-samningurinn Samningurinn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT-samningurinn) var gerður árið 1996. Samkvæmt CTBTO (Undirbúningsnefnd að bandalagi um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn) hafa 176 ríki nú undirritað hann af 194 ríkjum í heiminum. 18 ríki hafa ekki undirritað hann. Meðal þeirra eru: Kúba, Norður-Kórea, Indland, Írak, Pakistan, Sádi Arabía og Sýrland. En það er ekki allt fengið með undirrituninni, því að stjórnvöld í hverju ríki þurfa að staðfesta hana og hafa 135 ríki nú gert það. Alls hafa því 59 ríki ekki staðfest sáttmálann. Auk þeirra sem ekki hafa undirritað hann má þar nefna: Kína, Kólumbíu, Egyptaland, Indónesíu, Íran, Ísrael, Líbanon og Bandaríkin. Tvö ríki, sem eru viðurkennd kjarnorkuvopnaríki samkvæmt NPT-sáttmálanum um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna, hafa sem sagt ekki staðfest CTBT-sáttmálann, Bandaríkin og Kína, og auk þess fjögur ríki sem sannanlega eiga kjarnorkuvopn, Norður-Kórea, Indland, Pakistan og Ísrael. Þá hefur Íran ekki staðfest hann. Formlega hefur CTBT-sáttmálinn ekki enn öðlast gildi þar sem tiltekin 44 ríki þurfa að staðfesta hann til að hann taki gildi, en af þeim hafa 10 ríki ekki enn staðfest hann: Kína, Kólumbía, Norður-Kórea, Egyptaland, Indland, Indónesía, Íran, Ísrael, Pakistan og Bandaríkin. Tilraunasprengingar 1945-1998 Bandaríkin hafa samkvæmt opinberum tölum framkvæmt samtals 1054 tilraunasprengingar síðan 1945. Síðustu tilraunirnar fólust í röð 8 sprenginga í Nevada-eyðimörkinni á árunum 1991 og 1992. Sovétríkin gerðu sína síðustu tilraun árið 1990 en Rússland hefur ekki gert neinar tilraunir síðan Sovétríkin leystust upp. Síðasta tilraun Breta var 1990, Kína 1996 en Frakkar voru með tilraunir í Kyrrahafinu á árunum 1995 og 1996 sem vöktu mótmælaöldu víða um heim. En síðustu tilraunasprengingar fram til þessa voru á vegum Indlands og Pakistan árið 1998. (Sjá Bulletin of Atomic Scientics) Tilraunir með kjarnorkuvopn eftir 1998: „Subcritical“ tilraunir og tölvulíkön Þetta er samt ekki alveg rétt. Tilraunum með kjarnorkuvopn hefur verið haldið áfram. Bæði Bandaríkin og Rússland hafa gert svokallaðar „subcritical“ tilraunir. Bandaríkin hófu þessar tilraunir árið 1997 og hafa gert þær 23 sinnum, síðast í lok ágúst síðastliðinn. Bandarísk stjórnvöld telja þessar tilraunir nauðsynlegar til að fylgjast með kjarnorkusprengjum sínum eftir því sem þær eldast. Tilgangurinn með þeim er að fylgjast með hvort lykilefni í sprengjunum, svo sem úran og plúton, geti valdið vandamálum eftir því sem þau eldast. Tilraunirnar eru kallaðar „subcritical“ af því að massi efnisins sem notað er nær ekki því marki að viðhalda keðjuhvörfum. Sá massi sem þarf til þess er kallaður markmassi eða á ensku „critical mass“. Yfirleitt telja andstæðingar kjarnorkuvopna þessar tilraunir brjóta gegn CTBT-sáttmálanum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum svara því til að hér sé ekki um kjarnorkusprengingu að ræða þar sem engin efnahvörf verða. Frá því í október 1999 hafa einungis tvö ríki viðurkennt að hafa gert tilraunir af þessu tagi, Bandaríkin og Rússland. En Bretar hafa tekið þátt í þessum tilraunum. Þá hafa Bandaríkin og fleiri ríki gert eftirlíkingartilraunir í tölvum (computer simulated nuclear explosions). Þótt deila megi um hvort þessar tilraunir séu beinlínis brot á CTBT-sáttmálanum þar sem ekki er um beinar kjarnorkusprengingar að ræða, þá gegna þær sama tilgangi og ganga tvímælalaust gegn andanum í bæði NPT- og CTBT-sáttmálanum. (Sjá Nuclearfiles.org, vefsíðu Los Alamos National Laboratory og Nevada Desert Experience). Tvær tilraunir Bandaríkjamanna með kjarnorkuvopn 2006 Eins og fyrr segir hafa Bandaríkjamenn gert 23 „subcritical“ tilraunir með kjarnorkuvopn síðan 1997 sem bætast þá við þær 1054 tilraunir sem voru gerðar frá 1945 til 1992. Síðasta tilraunin var gerð 30. ágúst síðastliðinn og þar áður var gerð tilraun 23. febrúar og var hún gerð í samvinnu við Bretland. Þessar tilraunir sem og þær tilraunir sem gerðar eru með tölvulíkönum eru gerðar í því skyni að viðhalda núverandi kjarnorkuvopnaforða og þróa ný vopn, og þá fyrst og fremst svokallaðar „mini-nukes“ eða litlar kjarnorkusprengjur sem henta betur nútímaaðstæðum. Þannig eru kjarnorkuvopnaríkin með Bandaríkin í broddi fylkingar nú að vinna gegn markmiðum NPT-sáttmálans og ýta undir það kjarnorkuvopnakapphlaup sem margir óttast að nú sé í uppsiglingu. Málsvörn N-Kóreu Stjórn Norður-Kóreu gaf út yfirlýsingu í aðdraganda tilraunasprengingarinnar 9. október og hefur útdráttur úr henni verið birtur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Í yfirlýsingunni vísar stjórn Norður-Kóreu til vígvæðingar Bandaríkjanna og hótana gagnvart Norður-Kóreu og kveðst hafa neyðst til að segja upp aðild sinni að NPT-sáttmálanum árið 2003 eftir að Bandaríkin hefðu haustið 2002 rofið samkomulag sem gert var milli Bandaríkjanna og Kóreu í október 1994. Reyndar hafa verið færð rök fyrir því að Bush-stjórnin hafi klúðrað þeim árgangri sem náðst hafði í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu í stjórnartíð Clintons (sjá BA-ritgerð Atla Más Sigurðssonar við HÍ, júní 2006, „Utanríkisstefna Bill Clintons og George W. Bush – Samanburður“). Ef grannt er skoðað, þá er ljóst að Bandaríkin bera allnokkra ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er komin upp. Það gerir stjórn Norður-Kóreu samt ekki ábyrgðarlausa, þótt skiljanlegt sé að henni sé móti skapi að beygja sig fyrir árásar- og heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Friðarsinnar hljóta að krefjast þess að gereyðingarvopn verði alfarið bönnuð, hvort sem það er í höndum lögbrjóta í vestri eða í austri. Sjá einnig á Friðarvefnum: NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi Ótíðindi frá Kóreuskaga Nánari upplýsingar og tilvísanir, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/CTBT http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_nuclear_tests Varðandi framleiðslu „mini-nukes“, sjá grein Michel Chossudovski, „The Dangers of a Middle East Nuclear War“, á GlobalReserach.org Mynd: Anti-atom-aktuell.de Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss í október verður haldinn föstudagskvöldið 25. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Það er komið að fyrsta fjáröflunarmálsverði haustsins, föstudagskvöldið 27. september. Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðill: …

SHA_forsida_top

UVG mótmæla Nató-forkólfi

UVG mótmæla Nató-forkólfi

Ungliðar í Vinstri grænum boða til mótmæla við Norræna húsið fimmtudaginn 19. september kl. 9:30, …

SHA_forsida_top

Listin að selja stríð

Listin að selja stríð

(Þessi grein var send Fréttablaðinu 24. ágúst, þremur dögum eftir efnavopnaárásina í Damaskus, en blaðið …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um Sýrland

SHA og MFÍK funda um Sýrland

Samtök hernaðarandstæðinga og Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sameiginlegs fundar um málefni Sýrlands …

SHA_forsida_top

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Eftirfarandi pistill er eftir Þórarinn Hjartarson, formann Norðurlandsdeildar SHA. Árásarhneigð Vesturveldanna – með Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Samtök friðarhreyfinga vítt og breitt um Evrópu hafa á síðustu sólarhringum mótmælt harðlega grímulausum stríðsundirbúningi …

SHA_forsida_top

About Us - Extended

About Us - Extended

We've had the privilege to work with some awesome clients Phasellus enim libero, …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stjórnarmaður í lýðræðisfélaginu Öldu flutti ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

WHO birti upplýsingarnar!

WHO birti upplýsingarnar!

Samtök hernaðarandstæðinga eru ásamt MFÍK aðilar að alþjóðlegri hreyfingu sem vinnur að banni við notkun …

SHA_forsida_top

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Kertafleytingar friðarhreyfinganna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hirosima og Nagasaki verða haldnar föstudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

14.-20. ágúst næstkomandi verður Róttæki sumarháskólinn haldinn í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar. Allar upplýsingar má nálgast hér …

SHA_forsida_top

Headers

Headers

Check Out Some Of The Possible Combinations Every site should have its …

SHA_forsida_top

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Árið 1985 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga að fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna …