BREYTA

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Því ber að fagna að utanríkisráðherra ítrekar í erindi sínu á ráðstefnu í Norræna húsinu 29. ágúst, sem vitnað er til hér neðar á síðunni, það sem sagt er í stjórnarsáttmálanum að samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggis- og varnarmál verður komið á fót. Það er að sjálfsögðu gífurlega mikilvægt þar sem nú eru að ýmsu leyti tímamót. Frá því kalda stríðinu lauk hefur flest staðið í stað hér að öðru leyti en því að Ísland dröslaðist með umræðulítið í þeirri þróun sem Bandaríkin og NATO hafa ákveðið. Herstöðin var áfram en vægi hennar fór minnkandi þótt stjórnvöld neituðu að horfast í augu við það. Gagnrýnislaust fylgdi Ísland NATO í þróun þess og samþykkti innrásirnar í Júgóslavíu og Írak. En nú verður ekki við svo búið lengur – eða hvað? Í því ljósi er fróðlegt að skoða erindi utnaríkisráðherra. Þetta erindi bendir ekki til að núverandi utanríkisráðherra hyggist í verulegum mæli leita annarra leiða en fyrirrennarar hennar. „Sem fullveðja aðildarríki NATO verður Ísland að axla nýja ábyrgð.“ Íslendingar munu reka ratsjárkerfi sem verður hluti af loftvarnakerfi NATO. En hvað segja Íslendingar um það að loftvarnakerfi NATO byggist að hluta á kjarnorkuvopnum? „Aukinni ábyrgð okkar innan NATO fylgir einnig þátttaka Íslands í mörgum hinna nýju verkefna NATO svo sem á sviði friðargæslu í löndum og á svæðum utan hefðbundins athafnasvæðis bandalagsins.“ Hér hljótum við að staldra við. Hefur núverandi utanríkisráðherra ekkert við það að athuga hvernig NATO hefur á undanförnum árum ekki aðeins þanist út hvað ný aðildarríki snertir, heldur einnig farið æ meir út fyrir sitt svæði með ýmiskonar starfsemi sem vægast sagt er mjög umdeilanleg. Þar er auðvitað fyrst að nefna loftárásirnar á Júgóslavíu 1999, en síðan starfsemi NATO í Afganistan þar sem það kemur beinlínis í kjölfar innrásar Bandaríkjanna sem hernámslið, þó að það kalli þetta hernám friðargæslu og hafi fengið uppáskrift Sameinuðu þjóðanna. Sú uppáskrift er hins þegar ekki fyrir hendi í Írak þar sem NATO heldur uppi ýmisskonar starfsemi til stuðnings hernámsliði Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. („The NATO mission is a distinct mission, under the political control of NATO’s North Atlantic Council. It is co-ordinated with the US-led Multinational Force.“ - www.nato.int/issues/iraq-assistance/index.html). Og hvað skal segja um æ meira samstarf milli NATO og Ísraels? Utanríkisráðherra talar um að Ísland muni „aldrei taka að sér að gegna hlutverki í sambandi við svokallaðar „harðar” varnir“ heldur „mýkri” varnir (soft defense) „þar sem utanríkisþjónustan gegnir lykilhlutverki og starf okkar á sviði friðargæslu og þróunaraðstoðar eru í öndvegi.“ Það eru auðvitað alltaf einhverjir í einhverskonar „mjúkum“ verkefnum í hernaði, það þarf skrifstofuhald fyrir herinn, ræstingar o.þ.h. Þess vegna er hægt að hafa Íslendinga með í hinum svokölluðu friðargæsluliðum NATO, svo sem í Afganistan, og segjast þá vera í „mjúkum“ verkefnum. Svo talar utanríkisráðherra um hugtök eins og lýðræði, frelsi, jafnrétti og mannréttindi, sem séu hugmyndafræðilegur grunnur lýðveldisins Íslands og þeirra megin-alþjóðastofnanna sem landið á aðild að, svo sem NATO. Við deilum ekki um að þetta eigi við um Norðurlandaráð og Sameinuðu þjóðirnar, en það er meira vafamál hvort þetta eigi við um NATO sem hafði bæði Portúgal og Grikkland innanborðs meðan þar voru blóði drifnar herforingjastjórnir. Nei, ætli það sé ekki frekar frjálst markaðskerfi og jarðvegur fyrir gróðaöfl Vesturlanda sem er grundvölllur NATO? Eða er lýðræði, frelsi, jafnrétti og mannréttindi það sem manni dettur fyrst í hug þegar nú er litið til forysturíkis NATO, Bandaríkjanna? Loks er rétt að staldra við þetta: „Í nútímanum nær öryggishugtakið til fleiri og flóknari þátta en áður þekktist. Nú fjalla öryggis- og varnarmál ekki eingöngu um hefðbundin stríðsátök heldur viðbrögð við umhverfisvá, mengun, náttúruhamförum, farsóttum og varnir gegn hryðjuverkum.“ Er ekkert við þetta að athuga? Af hverju er öryggishugtakið nú annað en áður, af hverju er farið að flokka viðbrögð við umhverfismál undir öryggis- og varnarmál? Er ekkert athugavert við þessa hervæðingu borgaralegra björgunar-, lögreglu- og strandgæslusveita – og sóttvarnarlækna? Kannski þyrfti að ræða þetta á einhverjum samráðsvettvangi. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með …

SHA_forsida_top

Borgarstjóri á réttri leið

Borgarstjóri á réttri leið

Í Fréttablaðinu í dag, miðvikudaginn 15. desember, er ánægjuleg fregn um tillögur borgarstjóra þess …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Laugardaginn 11. desember verður hin árlega bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 …

SHA_forsida_top

Aðventufundur Feministafélagsins

Aðventufundur Feministafélagsins

Feministafélagið fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

eftir Þórarinn Hjartarson Birtist í Fréttablaðinu 2. des. 2010 Össur Skarphéðinsson kallar NATO-fundinn í …

SHA_forsida_top

Össur ginnkeyptur

Össur ginnkeyptur

eftir Finn Guðmundarson Olguson Birtist í Fréttablaðinu 1. des. 2010 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritaði …

SHA_forsida_top

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 30. nóv. 2010 Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu …

SHA_forsida_top

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

Eitt þeirra atriða sem frambjóðendur til stjórnlagaþings gátu tekið afstöðu til í spurningalista DV, sem …

SHA_forsida_top

Friðlýsingu, tafarlaust!

Friðlýsingu, tafarlaust!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, hvetur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna til að …

SHA_forsida_top

Heimur án kjarnorkuvopna

Heimur án kjarnorkuvopna

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, lýsir áhyggjum af þeim fregnum sem borist hafa …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, minnir á þá gömlu kröfu sína að íslensku …

SHA_forsida_top

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, krefst þess að herstöðvasamningi Íslands við Bandaríkin verði …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fyrir starfsárið 2010-2011 var kjörin á landsráðstefnu hinn 24. nóvember 2010. …