BREYTA

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Því ber að fagna að utanríkisráðherra ítrekar í erindi sínu á ráðstefnu í Norræna húsinu 29. ágúst, sem vitnað er til hér neðar á síðunni, það sem sagt er í stjórnarsáttmálanum að samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggis- og varnarmál verður komið á fót. Það er að sjálfsögðu gífurlega mikilvægt þar sem nú eru að ýmsu leyti tímamót. Frá því kalda stríðinu lauk hefur flest staðið í stað hér að öðru leyti en því að Ísland dröslaðist með umræðulítið í þeirri þróun sem Bandaríkin og NATO hafa ákveðið. Herstöðin var áfram en vægi hennar fór minnkandi þótt stjórnvöld neituðu að horfast í augu við það. Gagnrýnislaust fylgdi Ísland NATO í þróun þess og samþykkti innrásirnar í Júgóslavíu og Írak. En nú verður ekki við svo búið lengur – eða hvað? Í því ljósi er fróðlegt að skoða erindi utnaríkisráðherra. Þetta erindi bendir ekki til að núverandi utanríkisráðherra hyggist í verulegum mæli leita annarra leiða en fyrirrennarar hennar. „Sem fullveðja aðildarríki NATO verður Ísland að axla nýja ábyrgð.“ Íslendingar munu reka ratsjárkerfi sem verður hluti af loftvarnakerfi NATO. En hvað segja Íslendingar um það að loftvarnakerfi NATO byggist að hluta á kjarnorkuvopnum? „Aukinni ábyrgð okkar innan NATO fylgir einnig þátttaka Íslands í mörgum hinna nýju verkefna NATO svo sem á sviði friðargæslu í löndum og á svæðum utan hefðbundins athafnasvæðis bandalagsins.“ Hér hljótum við að staldra við. Hefur núverandi utanríkisráðherra ekkert við það að athuga hvernig NATO hefur á undanförnum árum ekki aðeins þanist út hvað ný aðildarríki snertir, heldur einnig farið æ meir út fyrir sitt svæði með ýmiskonar starfsemi sem vægast sagt er mjög umdeilanleg. Þar er auðvitað fyrst að nefna loftárásirnar á Júgóslavíu 1999, en síðan starfsemi NATO í Afganistan þar sem það kemur beinlínis í kjölfar innrásar Bandaríkjanna sem hernámslið, þó að það kalli þetta hernám friðargæslu og hafi fengið uppáskrift Sameinuðu þjóðanna. Sú uppáskrift er hins þegar ekki fyrir hendi í Írak þar sem NATO heldur uppi ýmisskonar starfsemi til stuðnings hernámsliði Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. („The NATO mission is a distinct mission, under the political control of NATO’s North Atlantic Council. It is co-ordinated with the US-led Multinational Force.“ - www.nato.int/issues/iraq-assistance/index.html). Og hvað skal segja um æ meira samstarf milli NATO og Ísraels? Utanríkisráðherra talar um að Ísland muni „aldrei taka að sér að gegna hlutverki í sambandi við svokallaðar „harðar” varnir“ heldur „mýkri” varnir (soft defense) „þar sem utanríkisþjónustan gegnir lykilhlutverki og starf okkar á sviði friðargæslu og þróunaraðstoðar eru í öndvegi.“ Það eru auðvitað alltaf einhverjir í einhverskonar „mjúkum“ verkefnum í hernaði, það þarf skrifstofuhald fyrir herinn, ræstingar o.þ.h. Þess vegna er hægt að hafa Íslendinga með í hinum svokölluðu friðargæsluliðum NATO, svo sem í Afganistan, og segjast þá vera í „mjúkum“ verkefnum. Svo talar utanríkisráðherra um hugtök eins og lýðræði, frelsi, jafnrétti og mannréttindi, sem séu hugmyndafræðilegur grunnur lýðveldisins Íslands og þeirra megin-alþjóðastofnanna sem landið á aðild að, svo sem NATO. Við deilum ekki um að þetta eigi við um Norðurlandaráð og Sameinuðu þjóðirnar, en það er meira vafamál hvort þetta eigi við um NATO sem hafði bæði Portúgal og Grikkland innanborðs meðan þar voru blóði drifnar herforingjastjórnir. Nei, ætli það sé ekki frekar frjálst markaðskerfi og jarðvegur fyrir gróðaöfl Vesturlanda sem er grundvölllur NATO? Eða er lýðræði, frelsi, jafnrétti og mannréttindi það sem manni dettur fyrst í hug þegar nú er litið til forysturíkis NATO, Bandaríkjanna? Loks er rétt að staldra við þetta: „Í nútímanum nær öryggishugtakið til fleiri og flóknari þátta en áður þekktist. Nú fjalla öryggis- og varnarmál ekki eingöngu um hefðbundin stríðsátök heldur viðbrögð við umhverfisvá, mengun, náttúruhamförum, farsóttum og varnir gegn hryðjuverkum.“ Er ekkert við þetta að athuga? Af hverju er öryggishugtakið nú annað en áður, af hverju er farið að flokka viðbrögð við umhverfismál undir öryggis- og varnarmál? Er ekkert athugavert við þessa hervæðingu borgaralegra björgunar-, lögreglu- og strandgæslusveita – og sóttvarnarlækna? Kannski þyrfti að ræða þetta á einhverjum samráðsvettvangi. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Að sletta skyri og príla upp krana

Að sletta skyri og príla upp krana

Reykjavíkurakademían efnir til málþings fimmtudaginn 18. maí milli kl. 16:30 og 18:30. Umræðuefnið er mótmæli …

SHA_forsida_top

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Enn einu sinni hefur það verið staðfest að sænska þjóðin kærir sig ekki um að …

SHA_forsida_top

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO í Evrópu

Vígvæðing NATO í Evrópu

Á annarri síðu Fréttablaðsins laugardaginn 12. maí er lítil en athyglisverð frétt og reyndar mjög …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Undirskriftalisti gegn áformum um árás á Íran. Skráið ykkur. Hvert nafn skiptir máli. Bandaríkjamenn …

SHA_forsida_top

Jeppar og jakkaföt

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn laugardaginn 6. maí. Fram kom að áætlanir félagsins um …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

„Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á …

SHA_forsida_top

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf. Aðalfundur undirbúinn.

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst …