BREYTA

Tökum þátt í mótmælagöngu í Washington gegn stríðinu í Írak – gegnum netið!

0701 avaaz graphic Næstkomandi laugardag, 27. janúar, hafa friðarsinnar í Bandaríkjunum skipulagt mótmælagöngu í Washington gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Írak. Að þessari göngu standa ýmis stærstu friðarsamtök Bandaríkjanna, svo sem United for Peace and Justice og A.N.S.W.E.R. Í tengslum við þessar aðgerðir hafa samtök sem standa að vefsíðunni Avaaz.org skipulagt alþjóðlega undirskriftasöfnun þannig að þeir sem ekki komast í gönguna geta skrifað undir yfirlýsingu og nöfn þeirra verða sett á borða sem bornir verða í göngunni. Þannig gefst okkur tækifæri til að taka á táknrænan hátt þátt í göngunni. Yfirlýsingin er svohljóðandi í íslenskri þýðingu: Áætlun Bush forseta um að herða enn frekar á stríðsrekstrinum í Írak nýtur ekki stuðnings írösku þjóðarinnar, alþjóðasamfélagsins, bandarísku þingnefndarinnar (Iraq Study Group, öðru nafni Baker-Hamilton nefndarinnar) né meginhluta bandarísku þjóðarinnar. Við skorum á bandaríska þingið að koma í veg fyrir enn frekari stríðsrekstur í Írak og krefjumst þess að leitað verði diplómatískra lausna og raunverulegra leiða til að binda endi á stríðið í Írak. Skrifið undir hér og skrifið undir strax! Gangan verður á laugardaginn! Guantanamo flotinn Förum saman til Guantánamo – og lokum fangabúðunum! Við viljum einnig vekja athygli á herferð Amnesty International gegn fangabúðunum í Guantánamo, sem felst í táknrænu ferðalagi til Guantánamo. Farið inn á þessa síðu og veljið ykkur farkost.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Keith McHenry, stofnandi samtakanna Food Not Bombs, heldur fund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, …

SHA_forsida_top

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Að vanda var fjölmenni í friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu þrátt fyrir kulda og norðannepju. …

SHA_forsida_top

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Á Þorláksmessu var gengið til friðar niður Laugaveginn í Reykjavík í þrítugasta sinn. Þar flutti …

SHA_forsida_top

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Félagið Ísland-Palestína efnir til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 sunnudaginn 27. desember kl. 16. …

SHA_forsida_top

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

SHA_forsida_top

Kongen og de to smedene

Kongen og de to smedene

Norski fræðimaðurinn Fredrik Heffermehl hefur skrifað talsvert um störf norsku Nóbelsnefndarinnar á liðnum áratugum og …

SHA_forsida_top

Obama og friðarverðlaunin

Obama og friðarverðlaunin

Obama Bandaríkjaforseti hefur nú bæst í hóp furðulegra ákvarðanna norsku Nóbelsnefndarinnar sem útnefnir friðarverðlaunahafa. Að …

SHA_forsida_top

Engar herstöðvar suður með sjó

Engar herstöðvar suður með sjó

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um hernaðarmannvirki: Landsráðstefna SHA …

SHA_forsida_top

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um málefni Varnarmálastofnunnar: Landsráðstefna …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Fundur um Wiki-leaks

Fundur um Wiki-leaks

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.