BREYTA

Troðfullt Friðarhús

matarmyndÓhætt er að segja að fjáröflunarmatarboðið í Friðarhúsi á Safnanótt hafi tekist framar vonum. Meira en sextíu manns gæddu sér á gómsætum matnum og nokkur fjöldi til viðbótar kom og tók þátt í bráðskemmtilegum umræðum að borðhaldi loknu, en rithöfundurinn Andri Snær Magnason gerði grein fyrir óútkominni bók sinni um ýmsa þætti umhverfismála. Guðrún Bóasdóttir hafði umsjón með eldamennskunni að þessu sinni og tók nokkrar ljósmyndir sem sjá má hér. Næsti málsverður verður haldinn föstudagskvöldið 24. mars.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …