BREYTA

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Á dögunum var óskað eftir því að Samtök hernaðarandstæðinga veittu umsögn sína um frumvarp varðandi framkvæmd samningsins um bann við klasasprengjum. SHA veittu jákvæða umsögn, en bentu á þá tvöfeldni sem í því fælist að berjast gegn klasasprengjum en taka á sama tíma þátt í hernaðarsamstarfi með Bandaríkjamönnum sem virða saminginn að vettugi. Álitsgerðin var annars á þessa leið: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa sig sammála efni 637. máls, lagafrumvarps um framkvæmd samnings um klasasprengjur. Sprengjur þessa eru skelfileg vopn sem auðveldlega má rökstyðja að brjóti í bága við Genfarsáttmálann, þar sem notkun þeirra í hernaði gerir ekki greinarmun á milli almennra borgara og hermanna. Klasasprengjur valda einnig dauða og hörmungum mörgum árum eftir að formlegum hernaði lýkur, þar sem ósprungnar sprengjur verða virkar við litla snertingu.

SHA benda þó á þá tvöfeldni sem felst í því að standa að alþjóðlegu klasasprengjubanni, en vera um leið í hernaðarsamstarfi við ríki sem ekki fæst til að gerast aðili að samkomulaginu og hefur á liðnum árum beitt þeim í hernaði. Þannig notaði Bandaríkjaher gríðarlegt magn af klasasprengjum í stríðinu í Írak 2003, sem íslensk stjórnvöld studdu með ráðum og dáð.

Nú síðast í þessum mánuði (maí 2015) var klasasprengjum beitt í hernaði. Þar var á ferðinni her Sádi-Arabíu í Jemen. Þær sprengjur voru framleiddar í Bandaríkjunum og hefur stríðsreksturinn notið beins og óbeins stuðnings Bandaríkjanna og helstu bandamanna þeirra.

Færslur

SHA_forsida_top

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 27. febrúar eins og áður hefur verið kynnt. Sérstakur …

SHA_forsida_top

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Félagsfundur SHA með Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, mánudagskvöldið 23. febrúar , var afar fróðlegur. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. febrúar n.k. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins félagsfundar mánudagskvöldið 23. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 89. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á fregnum sem borist hafa af árekstri tveggja kjarnorkukafbáta á Atlantshafi. …

SHA_forsida_top

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Í dag, 1. febrúar, lauk í bænum Belém do Pará í norðanverðri Brasilíu níunda alþjóðlega …

SHA_forsida_top

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Eins og fram hefur komið hér á Friðarvefnum, með tilvísunum í fjölmiðla, voru sex …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Útlit er fyrir að Ísland sé að fá nýja ríkisstjórn. Því munu væntanlega ýmsir félagsmenn …