BREYTA

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Á dögunum var óskað eftir því að Samtök hernaðarandstæðinga veittu umsögn sína um frumvarp varðandi framkvæmd samningsins um bann við klasasprengjum. SHA veittu jákvæða umsögn, en bentu á þá tvöfeldni sem í því fælist að berjast gegn klasasprengjum en taka á sama tíma þátt í hernaðarsamstarfi með Bandaríkjamönnum sem virða saminginn að vettugi. Álitsgerðin var annars á þessa leið: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa sig sammála efni 637. máls, lagafrumvarps um framkvæmd samnings um klasasprengjur. Sprengjur þessa eru skelfileg vopn sem auðveldlega má rökstyðja að brjóti í bága við Genfarsáttmálann, þar sem notkun þeirra í hernaði gerir ekki greinarmun á milli almennra borgara og hermanna. Klasasprengjur valda einnig dauða og hörmungum mörgum árum eftir að formlegum hernaði lýkur, þar sem ósprungnar sprengjur verða virkar við litla snertingu.

SHA benda þó á þá tvöfeldni sem felst í því að standa að alþjóðlegu klasasprengjubanni, en vera um leið í hernaðarsamstarfi við ríki sem ekki fæst til að gerast aðili að samkomulaginu og hefur á liðnum árum beitt þeim í hernaði. Þannig notaði Bandaríkjaher gríðarlegt magn af klasasprengjum í stríðinu í Írak 2003, sem íslensk stjórnvöld studdu með ráðum og dáð.

Nú síðast í þessum mánuði (maí 2015) var klasasprengjum beitt í hernaði. Þar var á ferðinni her Sádi-Arabíu í Jemen. Þær sprengjur voru framleiddar í Bandaríkjunum og hefur stríðsreksturinn notið beins og óbeins stuðnings Bandaríkjanna og helstu bandamanna þeirra.

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA. Borðhald hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Því ber að fagna að utanríkisráðherra ítrekar í erindi sínu á ráðstefnu í Norræna húsinu …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Við leyfum okkur að birta hér hluta úr erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt …

SHA_forsida_top

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

Um breytingar á stöðu Íslands og norðurlandanna í varnar- og öryggismálum Fyrirlestrar í samvinnu við …

SHA_forsida_top

Þingmenn deila um varnarmál

Þingmenn deila um varnarmál

Eftirfarandi grein Árna Páls Árnasonar þingmanns Samfylkingarinnar og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis birtist í Morgunblaðinu 23. …

SHA_forsida_top

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Vinur okkar, Milan Rai, hefur nú verið fangelsaður í annað sinn á tveimur árum. Milan …

SHA_forsida_top

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

eftir Árna Þór Sigurðsson alþingismann Birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst … börnum og …

SHA_forsida_top

Nató-fenið í Afganistan

Nató-fenið í Afganistan

eftir Steingrím J. Sigfússon Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Nató-leiðangurinn í Afganistan, …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning á vegum SHA og Slagsíðunnar.

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagskvöldið 23. ágúst standa Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi í samvinnu við aðstandendur bókabúðarinnar …

SHA_forsida_top

Útrýmum kjarnavopnum

Útrýmum kjarnavopnum

eftir Katrínu Jakobsdóttur Birtist í Fréttablaðinu 9. ágúst 2007 Í kvöld verður þess …

SHA_forsida_top

Hvenær hætta þeir að drepa?

Hvenær hætta þeir að drepa?

Eftirfarandi grein Guðmundar R. Jóhannssonar birtist á vefritinu ogmundur.is 19. ágúst 2007 Rússarnir eru komnir …

SHA_forsida_top

Vantar óvin

Vantar óvin

eftir Sigurð Flosason, gjaldkera SHA Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Við hvað …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþotna við strendur Íslands. Æfinga- og eftirlitsflug á borð við …