BREYTA

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Á dögunum var óskað eftir því að Samtök hernaðarandstæðinga veittu umsögn sína um frumvarp varðandi framkvæmd samningsins um bann við klasasprengjum. SHA veittu jákvæða umsögn, en bentu á þá tvöfeldni sem í því fælist að berjast gegn klasasprengjum en taka á sama tíma þátt í hernaðarsamstarfi með Bandaríkjamönnum sem virða saminginn að vettugi. Álitsgerðin var annars á þessa leið: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa sig sammála efni 637. máls, lagafrumvarps um framkvæmd samnings um klasasprengjur. Sprengjur þessa eru skelfileg vopn sem auðveldlega má rökstyðja að brjóti í bága við Genfarsáttmálann, þar sem notkun þeirra í hernaði gerir ekki greinarmun á milli almennra borgara og hermanna. Klasasprengjur valda einnig dauða og hörmungum mörgum árum eftir að formlegum hernaði lýkur, þar sem ósprungnar sprengjur verða virkar við litla snertingu.

SHA benda þó á þá tvöfeldni sem felst í því að standa að alþjóðlegu klasasprengjubanni, en vera um leið í hernaðarsamstarfi við ríki sem ekki fæst til að gerast aðili að samkomulaginu og hefur á liðnum árum beitt þeim í hernaði. Þannig notaði Bandaríkjaher gríðarlegt magn af klasasprengjum í stríðinu í Írak 2003, sem íslensk stjórnvöld studdu með ráðum og dáð.

Nú síðast í þessum mánuði (maí 2015) var klasasprengjum beitt í hernaði. Þar var á ferðinni her Sádi-Arabíu í Jemen. Þær sprengjur voru framleiddar í Bandaríkjunum og hefur stríðsreksturinn notið beins og óbeins stuðnings Bandaríkjanna og helstu bandamanna þeirra.

Færslur

SHA_forsida_top

1949 - Austurvöllur - 2019

1949 - Austurvöllur - 2019

Sjötíu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið í skjóli …

SHA_forsida_top

Ályktun um Gólanhæðir

Ályktun um Gólanhæðir

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga 2019 fordæmir þau áform Bandaríkjastjórnar að viðurkenna innlimun Gólanhæða í Ísrael. Allt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður SHA í friðarhúsi verður föstudagskvöldið 29. mars. Mikið stendur til enda daginn eftir 70 …

SHA_forsida_top

Góður gestur á landsfundi SHA

Góður gestur á landsfundi SHA

Dr. Edward Horgan er gestur landsfundar SHA á laugardag. Hann er lykilmaður í PANA, írsku …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Laugardaginn 23. mars verður landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn í Friðarhúsi og hefst kl. 11. Á …

SHA_forsida_top

Hvatningarbréf til þingmanna

Hvatningarbréf til þingmanna

Kæri þingmaður Til hamingju með það verkefni sem þér hefur verið falið að sitja á …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúar er stuttur mánuður og málsverðurinn lendir að þessu sinni á föstudagkvöldinu 22. feb. Kokkarnir …

SHA_forsida_top

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins umræðufundar um Venesúela þriðjudagskvöldið 19. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga varar eindregið við öllum áformum hernaðaríhlutun í Venesúela og fordæmir ákvörðun ríkja …

SHA_forsida_top

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir einhliða uppsögn Bandaríkjastjórnar á INF-samkomulaginu um takmörkun kjarnorkuvopna sem hefur stuðlað …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Loksins, eftir alltof langa bið, er Friðarvefur Samtaka hernaðarandstæðinga kominn í loftið á ný. Síðan …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA 2018-19

Miðnefnd SHA 2018-19

Á landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga þann 26. mars síðastliðinn var ný miðnefnd kjörin, líkt og lög …

SHA_forsida_top

Hvalamorðingjar háloftanna?

Hvalamorðingjar háloftanna?

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum þeim sem fylgdust með fréttum að …

SHA_forsida_top

Fréttayfirlit

Fréttayfirlit