BREYTA

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR MEÐ ÁLETRUNINNI „VOPNAVEITA REYKJAVIKUR?“ REYKJAVIK - Síðdegis í dag hefur fólk frá Saving Iceland klifrað utan á Ráðhús Reykjavíkur og hengt þar upp borða með áletruninni „Vopnaveita Reykjavíkur?“ Fólkið hefur einnig dreift tímariti Saving Iceland og upplýsingum um mannréttindabrot stóriðjufyrirtækja, brask þeirra í vopnaiðnaðinum og ábyrgð á gróðurhúsalofttegundum. „Þegar þetta er skrifað er Orkuveita Reykjavíkur, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, að vinna að stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Fyrirhugað er að selja orku frá virkjuninni til Century-RUSAL og ALCAN-Rio Tinto til að knýja stækkanir á þeim álverum sem þegar eru til staðar í Hvalfirði og Hafnarfirði og fyrir nýjum álverum við Keflavík og Þorlákshöfn. 30% framleidds áls nýtist við vopnaframleiðslu,“ segir Jaap Krater frá Saving Iceland. Fleiri virkjanir Alcoa vill reisa nýja álbræðslu við Húsavík, Century-Rusal við Helguvík, Alcan-Rio Tinto og Norsk Hydro við Þorlákshöfn og Alcan-Rio Tinto enn í Hafnarfirði, jafnvel þó að stækkuninni hafi verið hafnað í kosningu. Fari þessi plön eins og fyrirtækin vilja mun þurfa að virkja allar jökulár landsins til að næg orka sé til staðar. Það myndi eyðileggja hina einstöku náttúru Íslands. Landsvirkjun mun í vetur hefja vinnu við að reisa þrjár stíflur í Þjórsá til að skapa orku fyrir álhringana. Stækkun álvers Alcan-Rio Tinto í Hafnarfirði var hafnað með íbúakosningu og aðrar fyrirhugaðar byggingar á álbræðslum á suðvesturhorninu eru óákveðnar. Sitjandi ríkisstjórn segist vera andstæð frekari álbræðslum en enn er unnið að stækkun á Hellisheiði fyrir 23 milljarða króna. Íslensku þjóðinni verður þröngvað til að borga brúsann. Þegar stækkuninni er lokið verður Ísland neytt til að reisa fleiri álbræðslur því raforkuna verður að selja til að fá höfuðstólinn til baka. Í millitíðinni borga gróðurhúsbændur tvöfalt meira en t. d. Century fyrir rafmagn. Fyrirtækin sem hagnast á þessu eru kunn að mannréttindabrotum og umhverfisglæpum. CENTURY-RUSAL Century er hluti af Glencore samsteypunni sem er þekkt fyrir skuggaleg viðskipti við S-Afríku á tíma „apartheid“ stefnunnar, kommúnista Rússland, Íran klerkastjórnarinnar og Írak undir stjórn Saddam Hussein. Glencore er runnið saman við RUSAL og myndaði þannig stærsta álfyrirtæki í heimi. RUSAL er það fyrirtæki sem sér rússneska hernum hvað mest fyrir áli og kemur þannig beint að hinu gleymda stríði í Tsjetsjeníu þar sem a.m.k. 35.000 almennir borgarar hafa verið drepnir með sprengjum og flugskeytum úr áli. Glencore átti líka hlut í nýlegu fjöldamorði Wayuu indíana og bænda í Kólumbíu til að stækka námur sínar. ALCAN-RIO TINTO Alcan er nú hluti af Rio Tinto. Alcan hefur sjálft séð breska og evrópska vopnaiðnaðinum fyrir áli. Fyrirtækið hefur skelfilega sögu um umhverfisspjöll og er að reisa álbræðslu í S-Afríku sem knúin eru með kjarnorkuverum og kolaverum. Rio Tinto er eitt af viðbjóðslegustu fyrirtækjum í heimi, þekkt fyrir að leigja málaliða eins og Sandhill og „Executive Outcomes“ sem hafa slátrað frumbyggjum sem barist hafa gegn námavinnslu, t.d. í Bougainville (nærri Papúa Nýju Gíneu). ALCOA Alcoa er stærsti söluaðili áls til Bandaríkjahers og framleiðir beint skriðdreka, flugvélar og flugskeyti sem notuð er í stríðinu í Írak. Alcoa er að byggja nýjar álbræðslur m.a. í Brasilíu og Trinidad. Fyrirtækið vill reisa a.m.k. sjö nýjar virkjanir á Amazonsvæðinu og þar með drekkja stórum hlutum af regnskóginum. Frekari upplýsingar: http://www.savingiceland.org. Sími: Jaap Krater, 8430619 Nánari upplýsingar um efni fréttatilkynningarnar: http://www.savingiceland.org/node/857 http://www.savingiceland.org/hengill http://www.savingiceland.org/node/841

Færslur

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni.

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Efni: Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir þaðan.

SHA_forsida_top

Helga Kress í Friðarhúsi

Helga Kress í Friðarhúsi

Vakin er athygli á opnum félagsfundi MFÍK í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 19. Gestur …

SHA_forsida_top

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Friðarvefurinn hefur birt grein Flosa Eiríkssonar úr tímaritinu Herðubreið, þar sem Flosi finnur að einu …

SHA_forsida_top

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Eftirfarandi grein Flosa Eiríkssonar, félaga í SHA, birtist nýverið í tímaritinu Herðubreið. Aðstandendur Friðarvefsins …

SHA_forsida_top

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO fundar bakvið víggirðingar

NATO fundar bakvið víggirðingar

Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa …

SHA_forsida_top

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA heldur námskeið um viðtalstækni í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefnd Dagfara fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. hefst kl. 14.