BREYTA

Umræðum um SHA haldið áfram

Í þessari grein heldur Þórarinn Hjartarson áfram þeirri umræðu birt er hér á vefnum undir vefslóðinni ////um-sha/umraedur1106. Tilvitnun í orð Einars Ólafssonar er í óbirt tölvuskeyti í umræðum milli miðnefndarrmanna og fleiri nokkru fyrr um hugsanlega breytingu á nafni samtakanna. Sá hluti úr skeyti Einars sem hér skiptir máli hljóðar svo: „SHA hafa í raun ekki verið hrein pasífísk samstök. Tilgangur þeirra var upphaflega fyrst og fremst að berjast gegn herstöðvunum og aðildinni að NATO. Andheimsvaldasinnuð afstaða fékk síðan meira vægi og um leið barátta gegn kjarnorkuvopnum. Ég tel mjög mikilvægt að samtökin haldi þessari andheimsvaldasinnuðu hlið og lendi aldrei í því að verða svo pasifísk og þverpólitísk að þau geti ekki tekist á við pólitískar og efnahagslegar orsakir ófriðar og stutt kúgaða hópa jafnvel þótt þeir hafi neyðst til að grípa til vopna. Í orðinu „hernaðarandstæðingur“ felst barátta fyrir friði, en ég skil orðið þannig að það beinist fyrst og fremst gegn hernaðarstefnu og hernaði ráðandi afla frekar en vopnaðri baráttu kúgaðar hópa. Með þessu er ég þó ekki að segja að ekki megi gagnrýna vopnaða baráttu kúgaðar hópa – það fer auðvitað eftir aðstæðum.“ Ég vil bregðast stuttlega við nokkru af því sem sagt hefur verið í „Umræður um SHA“ enda sumu af því beint til mín. Stefán Pálsson hafnar því að orðræða SHA hafi færst í átt til hreinnar friðarhyggju (pasífisma), hún hafi verið „ótrúlega svipuð gegnum árin“. Mín tilfinning er þessi: Á 8. áratugnum hafði baráttan gegn morðingjum heimsins meiri svip andheimsvaldabaráttu. A.m.k. vinstri sinnar viðurkenndu að Víetnam og þjóðir Indó-Kína væru í forystu gegn heimsvaldastefnunni og studdu baráttu þeirra. Ég tel að hrein friðarhyggja hafi styrkt sig í og kringum SHA á 9. áratugnum þegar kjarnorkuváin var mest á dagskrá. Dæmi: nýja tbl. Dagfara fjallar mikið um hernaðarhyggju og fánýti hermennsku en mjög lítið um heimsvaldastefnu. Einar Ólafsson sagði þó í sínu innleggi 13. nóv. að andheimsvaldasinnuð barátta hafi fengið meira vægi í samtökunum síðustu árin. Það kann að vera rétt og gott er ef satt er. Munar þá einna mest um skrif hans sjálfs. Einar skrifar líka: „en þó skil ég orðið þannig að það beinist fyrst og fremst gegn hernaðarstefnu og hernaði ráðandi afla frekar en vopnaðri baráttu kúgaðra hópa“. Í svipuðum dúr segir Stefán Pálsson að friðarstefna flestra SHA-félaga sé ekki „einfeldningsleg friðarstefna“ sem „einblínir á verknaðinn en horfi fram hjá orsökum eða sögulegum forsendum.“ Í því sambandi bendir hann á að baráttumál SHA á seinni árum hafi í raun beinst gegn heimsvaldastefnunni. Ég tek þau rök góð og og gild hjá Stefáni. En þá tel ég það þeim mun verra, úr takti við þessa þróun, og villandi lýsingu á starfinu, að gefa með nafninu yfirlýsingu um pasífisma. Þórður Sveinsson tekur beinlínis afstöðu gegn hreinum pasífisma og segir að sumt fólk eigi ekki annars úrkosta en grípa til vopnaðrar baráttu. En það sé samt rökrétt að vera hernaðarandstæðingur vegna þess að „...kveikja hinna vopnuðu átaka er árás hernaðarafla á saklaust fólk. Undirrót allrar vopnaðrar frelsisbaráttu er þannig hernaður...“. Þetta er rétt, Þórður, en eru ekki flestir á móti hernaði og hlynntir friði almennt séð? Líka G. Bush – bara friði á eigin forstendum. Stefán Pálsson sagði að „hugtakið friðarsinni væri útvatnað“ af því íslenskir ráðamenn teldu sig líka reka friðarstefnu. Mér finnst alveg sömu rök gilda um „hernaðarandstæðinga“ af því flestir segjast vera á móti hernaði (nema þá sem „illri nauðsyn“). Geir og Valgerður líka. Heitið Samtök hernaðarandstæðinga er þess vegna annað hvort villandi yfirlýsing um skilyrðislausa friðarhyggju eða þá pempíulegt nafn um útvatnað hugtak. Stefán Pálsson skrifar: „Sá sem er ósáttur við að teljast hernaðarandstæðingur hlýtur að vera jafnósáttur við nafnbótina herstöðvaandstæðingur - því þjóðfrelsisherir hljóta jú að eiga sér herstöðvar eins og önnur herlið. Ekki satt?“ Þetta er hártogun. Samtök herstöðvaandstæðinga glímdu fyrst og fremst við eina herstöð svo í huga fólks var nafnið með r-i (herstöðvarandstæðingur) og allir vissu hvaða herstöð það var. Það var samt haft í fleirtölu af því Keflavíkurstöðin hafði fleiri útibú í landinu. Að vera hernaðarandstæðingur hljómar hins vegar eins og prinsippafstaða, að hafna hernaði yfrileitt. Þórður segir að vopnuð átök hafi stundum lítið með heimsvaldastefnu að gera. Það er rétt að ég mun hafa tjáð mið full-einstrengingslega um það mál. En ég vil samt fullyrða að víðast hvar þar sem við fyrstu sýn virðast vera staðbundin átök, stríð milli trúarbragða, þjóða og þjóðflokka og borgarastríð þá tengjast þau erlendri íhlutun frá heimsvaldasinnum. Heimsvaldasinnar sjálfir vilja ævinlega skýra þau sem staðbundin átök. Í Írak er augljóst að Bandaríkin kynda undir borgarastríði og stefna að því að skipta upp landinu í þrennt, í Palestínu reyna þeir nú að vopna Fatah gegn Hamas. Markmiðið er að deila og drottna. Mjög víða heyja þeir stríð „gegnum staðgengla“. Það á við um stríð Tyrkja gegn Kúrdum og einnig borgarastríðið í Kongó. Landamæri nýlendna og síðan nýfrjálsra ríkja í Afríku tóku ekkert tillit til þjóðerna og þjóðernisleg misklíðaefni innan ríkja eru því raunveruleg en þessar andstæður hafa líka gömul og ný nýlenduveldi nýtt sér til að koma ár sinni fyrir borð. Heimsvaldasinnar eiga í átökum sín á milli um áhrifasvæði. Átökin í Georgíu og Ossetíu tengjast átökum Bandaríkjanna og Rússa um áhrifasvæði. Aðgerðir gegn N-Kóreu tengjast hagsmunastríði Bandaríkjanna við Kína. Drifkrafturinn er heimsvaldaásælni, ekki hernaðarhyggja þeirra sem stríða. En þrátt fyrir samkeppni heimsvaldasinna styðst sameinað bandalag þeirra við bandarísku vígvelina. Risaveldið er aðeins eitt. Sókn sína síðustu árin hefur það skírt „stríð gegn hryðjuverkum“. Ég tek undir með Elíasi að Bandaríkin stunda nú „skipulega blekkingarstarfsemi“ á heimsvísu í nafni hryðjuverkaógnar til að réttlæta viðveru sína um allan heim. Þeir þurftu á grýlu að halda eftir að sú rússneska dó og urðu að búa hana til. Við teljum okkur vonandi styðja hina kúguðu og stefna að réttlæti. Nú fara fram raunveruleg og harðvítug átök milli kúgara og kúgaðra: Afghanistan, Írak, Palestína/Líbanon eru brennipunktar þótt átökin séu miklu víðar. Friður á jörð er ekki í nánd. Átökin harðna. Við hljótum að taka afstöðu í raunverulegum heimi. Ef vestræn friðarhreyfing beitir sér fyrir því að hinir kúguðu afvopnist er hún raunverulega að hjálpa heimsvaldasinnum. Þórarinn Hjartarson

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …