BREYTA

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Dagana 15.-20. mars fóru fram í tölvuskeytum allmiklar umræður um hlutverk og framtíð SHA. Þeir sem þar tjáðu sig voru Elías Davíðsson, Þórarinn Hjartarson, Stefán Pálsson og Þórður Sveinsson. Beint tilefni þessara skoðanaskipta var tilkynning um að á landsfundi nk. sunnudag verði lögð fram tillaga um breytingu á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga í Samtök hernaðarandstæðinga (sjá ////safn/501) en þeir Elías og Þórarinn hafa reyndar áður lagt orð í belg um þessi mál (sjá grein Þórarins, „Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?“. Ritstjóra Friðarvefsins þótti ástæða til að halda þessum skeytum til haga og gera þau aðgengileg á vefnum. Eru þau vistuð á undirsíðunni Um SHA og er slóðin ////um-sha/umraedur1106. Við hvetjum sértaklega þá sem hyggjast mæta á landsfundinn að kynna sér þessar umræður sem og alla aðra félaga SHA og áhugamenn um þau málefni sem SHA hefur látið – eða ættu að láta - til sín taka. Og vilji menn tjá sig frekar um þetta má senda innlegg til ritstjóra á netfangið einarol@centrum.is. Landsfundurinn verður haldinn í Friðarhúsi sunnudaginn 26. nóvember. Hann hefst með hefðbundnum aðalfundarstörfum kl. 11 en kl. 14, eftir hádegishlé, verður málþing um mengun af völdum hersins og kl. 15:30 verður síðan afgreiðsla ályktana.

Færslur

SHA_forsida_top

Fótbolti í friðarhúsi

Fótbolti í friðarhúsi

HM í knattspyrnu stendur nú sem hæst. Ákveðið hefur verið að allir leikir keppninnar frá …

SHA_forsida_top

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Þann 19. júní 1960 var í fyrsta sinn efnt til Keflavíkurgöngu frá hlið herstöðvarinnar á …

SHA_forsida_top

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagskráin á 1.maí

Dagskráin á 1.maí

Fyrsti maí er alltaf stór dagur hjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Hið víðfræga morgunkaffi SHA verður haldið …

SHA_forsida_top

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Fregnir frá hernumdu svæðunum - rabbfundur SHA um Palestínu og Ísrael Miðvikudagskvöldið 28. apríl …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1.maí.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

SHA_forsida_top

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA, 1.maí.

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur fjallar um líf og reynslu flóttamanna út frá ljósmyndasýningunni heima - heiman …

SHA_forsida_top

Athyglisverð könnun

Athyglisverð könnun

„Margan hefur auður apað“, segir í Sólarljóðunum. Ekki er laust við að þessi spakmæli leiti …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

SHA_forsida_top

Ólýsanleg grimmd

Ólýsanleg grimmd

Upptakan af drápum bandaríska hersins á íröskum borgurum sem birt var um helgina á uppljóstraravefnum …

SHA_forsida_top

Þétt dagskrá framundan

Þétt dagskrá framundan

Það er margt á döfinni hjá hernaðarandstæðingum næstu daga. Dagskráin hefst föstudagskvöldið 26. mars með …