BREYTA

Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Utanríkismálanefnd Alþingis sendi í síðasta mánuði Samtökum hernaðarandstæðinga til umsagnar frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga. Samtökin gerðu margvíslegar athugasemdir við frumvarpið, en aðaltillaga þeirra var að frumvarpinu yrði vísað frá, enda er tilgangur þess að mynda lagalegan ramma utan um aðild Íslands að NATO og hernaðarsamstarf við NATO og einstök NATO-ríki. Sögðu samtökin að nær væri að Alþingi beitti sér fyrir úrsögn Íslands úr NATO, en jafnvel þótt það yrði ekki, þá stefnir frumvarpið að því að binda í lög það sem íslensk stjórnvöld settu fyrirvara á við undirritun Atlantshafssamningsins árið 1949, það er að segja fulla þátttöku í hernaðarsamstarfi NATO. Þannig má segja að með þessum frumvarpi sé lagt til að látið verði af öllum fyrirvörum sem hafa verið á aðild Íslands að NATO. Í ljósi þess töldu SHA því rétt að vísa þessu frumvarpi frá. Til vara, ef ekki yrði fallist á að vísa frumvarpinu frá, gerðu samtökin margar athugasemdir við einstök atriði þess. Þótt markmiðið með frumvarpinu, eins og því er lýst í 1. grein, líti vel út, það er að setja ramma og reglur um þessa starfsemi og „auðvelda lýðræðislegt eftirlit með varnartengdri starfsemi“, þá þykir samtökunum lítil innstæða fyrir þeim fyrirheitum. Samtökin gagnrýndu frumvarpið fyrir að gera ráð fyrir miklu valdi utanríkisráðherra en takmörkuðu hlutverki Alþingis og utanríkismálanefndar. Þá vara samtökin við því að sett verði á fót sérstök stofnun, Varnarmálastofnun, til að sinna þessum málum, enda hætt við að hún hafi tilhneigingu til að sanna sig og viðhalda sjálfri sér þegar miklu frekar er ástæða til að draga sem mest úr þessum málaflokki, og væri nær að stefna að því að halda honum svo í skefjum að hann rúmaðist innan einnar skrifstofu í utanríkisráðuneytinu, eins og var lengst af. Þá er gagnrýnt að Ratsjárstofnun verði innlimuð í Varnarmálastofnun, en í staðinn ætti að leggja áherslu á borgaralega starfsemi hennar og fela hana flugmálayfirvöldum. Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir hernaðarlegum varnar- og öryggisvæðum, en samtökin telja að þau ætti að afnema í stað þess að binda þau í lög með þessu frumvarpi. Umsögnini lýkur með þessum orðum: Sem fyrr segir leggja SHA til að frumvarpinu verði vísað frá í heild sinni, enda vart á vetur setjandi. Kjarni þess er hernaðarhyggja – grímulausari en sést hefur í íslenskri löggjöf til þessa. Með þessu frumvarpi er verið að lögfesta eða setja lagalegan ramma um þátttöku Íslands í þeirri hernaðarstefnu- og starfsemi sem nú fer vaxandi víðsvegar um heim og veldur friðelskandi fólki æ meiri áhyggjum. Vert er að hafa í huga að á sama tíma og fjármunum er ausið í málaflokka þá, sem nú eru skilgreindir sem varnarmál, er fé skorið niður til þeirra þátta sem fremur snúa að öryggi almennings, svo sem almennrar löggæslu og almannavarna. Íslenskum stjórnvöldum væri nær að hlúa að þeim þáttum en að leggja fram réttnefnt hermálafrumvarp með tilheyrandi útgjaldaliðum. Umsögnina í heild má lesa hér: Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …