BREYTA

Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Utanríkismálanefnd Alþingis sendi í síðasta mánuði Samtökum hernaðarandstæðinga til umsagnar frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga. Samtökin gerðu margvíslegar athugasemdir við frumvarpið, en aðaltillaga þeirra var að frumvarpinu yrði vísað frá, enda er tilgangur þess að mynda lagalegan ramma utan um aðild Íslands að NATO og hernaðarsamstarf við NATO og einstök NATO-ríki. Sögðu samtökin að nær væri að Alþingi beitti sér fyrir úrsögn Íslands úr NATO, en jafnvel þótt það yrði ekki, þá stefnir frumvarpið að því að binda í lög það sem íslensk stjórnvöld settu fyrirvara á við undirritun Atlantshafssamningsins árið 1949, það er að segja fulla þátttöku í hernaðarsamstarfi NATO. Þannig má segja að með þessum frumvarpi sé lagt til að látið verði af öllum fyrirvörum sem hafa verið á aðild Íslands að NATO. Í ljósi þess töldu SHA því rétt að vísa þessu frumvarpi frá. Til vara, ef ekki yrði fallist á að vísa frumvarpinu frá, gerðu samtökin margar athugasemdir við einstök atriði þess. Þótt markmiðið með frumvarpinu, eins og því er lýst í 1. grein, líti vel út, það er að setja ramma og reglur um þessa starfsemi og „auðvelda lýðræðislegt eftirlit með varnartengdri starfsemi“, þá þykir samtökunum lítil innstæða fyrir þeim fyrirheitum. Samtökin gagnrýndu frumvarpið fyrir að gera ráð fyrir miklu valdi utanríkisráðherra en takmörkuðu hlutverki Alþingis og utanríkismálanefndar. Þá vara samtökin við því að sett verði á fót sérstök stofnun, Varnarmálastofnun, til að sinna þessum málum, enda hætt við að hún hafi tilhneigingu til að sanna sig og viðhalda sjálfri sér þegar miklu frekar er ástæða til að draga sem mest úr þessum málaflokki, og væri nær að stefna að því að halda honum svo í skefjum að hann rúmaðist innan einnar skrifstofu í utanríkisráðuneytinu, eins og var lengst af. Þá er gagnrýnt að Ratsjárstofnun verði innlimuð í Varnarmálastofnun, en í staðinn ætti að leggja áherslu á borgaralega starfsemi hennar og fela hana flugmálayfirvöldum. Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir hernaðarlegum varnar- og öryggisvæðum, en samtökin telja að þau ætti að afnema í stað þess að binda þau í lög með þessu frumvarpi. Umsögnini lýkur með þessum orðum: Sem fyrr segir leggja SHA til að frumvarpinu verði vísað frá í heild sinni, enda vart á vetur setjandi. Kjarni þess er hernaðarhyggja – grímulausari en sést hefur í íslenskri löggjöf til þessa. Með þessu frumvarpi er verið að lögfesta eða setja lagalegan ramma um þátttöku Íslands í þeirri hernaðarstefnu- og starfsemi sem nú fer vaxandi víðsvegar um heim og veldur friðelskandi fólki æ meiri áhyggjum. Vert er að hafa í huga að á sama tíma og fjármunum er ausið í málaflokka þá, sem nú eru skilgreindir sem varnarmál, er fé skorið niður til þeirra þátta sem fremur snúa að öryggi almennings, svo sem almennrar löggæslu og almannavarna. Íslenskum stjórnvöldum væri nær að hlúa að þeim þáttum en að leggja fram réttnefnt hermálafrumvarp með tilheyrandi útgjaldaliðum. Umsögnina í heild má lesa hér: Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Færslur

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Tyrklandi? - Bakgrunnur átakanna skýrður

Hvað er á seyði í Tyrklandi? - Bakgrunnur átakanna skýrður

Fréttir hafa borist af stórfelldum mótmælum í Tyrklandi og vangaveltur verið um hvort stjórnarskipta sé …

SHA_forsida_top

Enginn málsverður í maí

Enginn málsverður í maí

Rétt er að taka fram að það verður ekki fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 30. maí. …

SHA_forsida_top

Vestræn hernaðarstefna og við

Vestræn hernaðarstefna og við

Þórarinn Hjartarson, liðsmaður SHA um árabil og forystumaður Norðurlandsdeildar, flutti eftirfarandi erindi á félagsfundi MFÍK …

SHA_forsida_top

Vestræn hermaðarstefna og við - fundur í Friðarhúsi

Vestræn hermaðarstefna og við - fundur í Friðarhúsi

Opinn félagsfundur MFÍK verður föstudaginn 17. maí kl. 19 í Friðarhúsi Þórarinn Hjartarson flytur erindið: …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2013

1. maí kaffi SHA 2013

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 26. apríl n.k., kvöldið fyrir kosningar, verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Systa eldar. Matseðill: * Kreólahrísgrjón …

SHA_forsida_top

Pricing Tables

Pricing Tables

This is included You even get this Yes, this too! …

SHA_forsida_top

Taxi to the Dark Side - fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

Taxi to the Dark Side - fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

Heimildarmyndin Taxi to the Dark Side hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins 2007. Hún segir …

SHA_forsida_top

Fiskisúpa á föstudaginn langa

Fiskisúpa á föstudaginn langa

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss fara ekki í frí yfir hátíðarnar. Næsti málsverður verður haldinn að kvöldi föstudagsins …

SHA_forsida_top

Blog

Blog

SHA_forsida_top

Contact Alternative

Contact Alternative

[nectar_gmap size="500" map_center_lat="52.365629" map_center_lng="4.871331" zoom="16" enable_zoom="1" map_markers="52.366441|4.868499|Our awesome location 52.363506|4.864336|Don't judge us for owning so …

SHA_forsida_top

Sidebar

Sidebar

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Quisque malesuada felis eget sapien viverra fringilla. …

SHA_forsida_top

Elements

Elements

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce velit tortor, dictum in gravida nec, …

SHA_forsida_top

About

About

SHA_forsida_top

About Me Creative

About Me Creative

A little bit about me Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Integer …