BREYTA

Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Utanríkismálanefnd Alþingis sendi í síðasta mánuði Samtökum hernaðarandstæðinga til umsagnar frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga. Samtökin gerðu margvíslegar athugasemdir við frumvarpið, en aðaltillaga þeirra var að frumvarpinu yrði vísað frá, enda er tilgangur þess að mynda lagalegan ramma utan um aðild Íslands að NATO og hernaðarsamstarf við NATO og einstök NATO-ríki. Sögðu samtökin að nær væri að Alþingi beitti sér fyrir úrsögn Íslands úr NATO, en jafnvel þótt það yrði ekki, þá stefnir frumvarpið að því að binda í lög það sem íslensk stjórnvöld settu fyrirvara á við undirritun Atlantshafssamningsins árið 1949, það er að segja fulla þátttöku í hernaðarsamstarfi NATO. Þannig má segja að með þessum frumvarpi sé lagt til að látið verði af öllum fyrirvörum sem hafa verið á aðild Íslands að NATO. Í ljósi þess töldu SHA því rétt að vísa þessu frumvarpi frá. Til vara, ef ekki yrði fallist á að vísa frumvarpinu frá, gerðu samtökin margar athugasemdir við einstök atriði þess. Þótt markmiðið með frumvarpinu, eins og því er lýst í 1. grein, líti vel út, það er að setja ramma og reglur um þessa starfsemi og „auðvelda lýðræðislegt eftirlit með varnartengdri starfsemi“, þá þykir samtökunum lítil innstæða fyrir þeim fyrirheitum. Samtökin gagnrýndu frumvarpið fyrir að gera ráð fyrir miklu valdi utanríkisráðherra en takmörkuðu hlutverki Alþingis og utanríkismálanefndar. Þá vara samtökin við því að sett verði á fót sérstök stofnun, Varnarmálastofnun, til að sinna þessum málum, enda hætt við að hún hafi tilhneigingu til að sanna sig og viðhalda sjálfri sér þegar miklu frekar er ástæða til að draga sem mest úr þessum málaflokki, og væri nær að stefna að því að halda honum svo í skefjum að hann rúmaðist innan einnar skrifstofu í utanríkisráðuneytinu, eins og var lengst af. Þá er gagnrýnt að Ratsjárstofnun verði innlimuð í Varnarmálastofnun, en í staðinn ætti að leggja áherslu á borgaralega starfsemi hennar og fela hana flugmálayfirvöldum. Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir hernaðarlegum varnar- og öryggisvæðum, en samtökin telja að þau ætti að afnema í stað þess að binda þau í lög með þessu frumvarpi. Umsögnini lýkur með þessum orðum: Sem fyrr segir leggja SHA til að frumvarpinu verði vísað frá í heild sinni, enda vart á vetur setjandi. Kjarni þess er hernaðarhyggja – grímulausari en sést hefur í íslenskri löggjöf til þessa. Með þessu frumvarpi er verið að lögfesta eða setja lagalegan ramma um þátttöku Íslands í þeirri hernaðarstefnu- og starfsemi sem nú fer vaxandi víðsvegar um heim og veldur friðelskandi fólki æ meiri áhyggjum. Vert er að hafa í huga að á sama tíma og fjármunum er ausið í málaflokka þá, sem nú eru skilgreindir sem varnarmál, er fé skorið niður til þeirra þátta sem fremur snúa að öryggi almennings, svo sem almennrar löggæslu og almannavarna. Íslenskum stjórnvöldum væri nær að hlúa að þeim þáttum en að leggja fram réttnefnt hermálafrumvarp með tilheyrandi útgjaldaliðum. Umsögnina í heild má lesa hér: Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Færslur

SHA_forsida_top

SHA heldur á fund Sýslumanns

SHA heldur á fund Sýslumanns

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: .Klukkan 14 í dag, föstudag, munu …

SHA_forsida_top

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Í tengslum við lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði hafa verið talsverðar umræður um mengun á herstöðvasvæðunum, …

SHA_forsida_top

Umræðum um SHA haldið áfram

Umræðum um SHA haldið áfram

Í þessari grein heldur Þórarinn Hjartarson áfram þeirri umræðu birt er hér á vefnum undir …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Dagana 15.-20. mars fóru fram í tölvuskeytum allmiklar umræður um hlutverk og framtíð SHA. Þeir …

SHA_forsida_top

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Nokkuð er um að vinir og velunnarar Friðarhúss fái þar inni með fundi um ýmis …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss er að þessu sinni jólahlaðborð með glæsilegum matseðli. Matseðill: Heimalöguð sænsk jólaskinka með …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK heldur fund í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 15. nóv. kl. 20 um ástandið í Vestur-Sahara, en …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar um málefni Vestur-Sahara.

SHA_forsida_top

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Belgísku friðarsamtökin Forum voor Vredesactie og Bombspotting hafa í samvinnu við Greenpeace hvatt til þess …

SHA_forsida_top

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Nokkur hópur fólks, sennilega á annað hundrað manns, söfnuðust saman við utanríkisráðuneytið laust fyrir kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

við komu sendiherra Ísraels í Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg þriðjudag 14. nóv. kl. 10:45.

SHA_forsida_top

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Árið 1972 voru Samtök herstöðvaandstæðinga stofnuð. Félagið var reist á grunni Samtaka hernámsandstæðinga sem legið …

SHA_forsida_top

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

Það er eitt og annað á döfinni í Friðarhúsi um þessar mundir. Unnið hefur verið …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Myndin The Chicken Commander eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson sýnd í Friðarhúsi.