BREYTA

Undirlægjuhættinum linni

Erindi flutt á fundi herstöðvaandstæðinga á Ísafirði, sem haldinn var til að fagna brottför bandaríska hersins frá Íslandi. Auðvitað er ástæða til að fagna brottför hersins eftir sex áratuga veru hér á landi. En þó er okkur efst í huga hvað það er lítil reisn yfir þessari brottför af hálfu íslenskra ráðamanna. Við hefðum viljað sjá, og það fyrir löngu, íslenska þjóð kasta frá sér kotungshættinum og segja upp varnarsamningnum með stolti og lýsa yfir ævarandi her- og hlutleysi þjóðarinnar, sem þá gæti tekið að sér að verða leiðtogi í friðarmálum heimsins. Þá hefði verið gaman að lifa, í stað þess að sjá enn og aftur undirlægjuháttinn sem fær mann til að skammast sín. Enn og aftur skríðum við fyrir Bandaríkjamönnum og samþykkjum áframhaldandi heræfingar hér á landi og þrífum upp óhroðann eftir þá. Enn og aftur vælum við utan í þeim þegar þeir sjá ekki lengur hag sinn í lengri hersetu hér á landi. Enn og aftur flöðrum við upp um þá eins og lúbarðir rakkar og skiljum ekki hvers vegna þeir vilja ekki gæta okkar lengur fyrir vondu körlunum. Eins og við höfum nú stutt þá dyggilega í allri þeirra yfirgangsstefnu og fyrirlitningu á öðrum þjóðum. Erindinu lauk með lestri á ljóði Jakobínu Sigurðardóttur, Svikarinn. Ljóðið á jafnvel betur við í dag en þegar það var samið.
    Aumingja íslenzki hundur, sem áttir að reka úr túninu illan, óboðinn gest, hvað hefur orðið af þér? Ertu hættur að gelta? Illa ferst þér um flest. Hættur að gjamma, greyið – og hvað er nú þetta! Flaðrar þú upp um óþokkann, afmánin þín? Svei þér! Og svei þér aftur! Sízt skal þér verða þægileg þóknun mín. Þú áttir þó eittsinn að heita íslenzkur hundur. Íslenzk er á þér rófan, íslenzkt þitt gula trýn. Ekki vissi ég annað! Og íslenzk var móðir þín. En hún hefði glefsað, greyið, ef geltið hefði ekki dugað, þó hún væri tík og hreinlega aldrei til hundsmennta sett. Um hitt fer ég heldur að efast að hún hafi feðrað þig rétt. Að flaðra upp um fjanda þann og flangsa, dillandi rófunni. Nei, það hefði hún aldrei um eilífð gert, það er örugg sannfæring mín. Því segi ég: Svei þér aftur! Svei þér – og skammastu þín.

Færslur

SHA_forsida_top

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á stríðsrekstrinum í Miðausturlöndum. …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Föstudagskvöldið 31. október n.k. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Gestakokkur kvöldsins er friðardúfan, Mosfellingurinn og spurningakeppnisforkólfurinn …

SHA_forsida_top

Ameríka hér og þar

Ameríka hér og þar

Fimmtudagskvöldið 23. október munu MFÍK og SHA standa sameiginlega fyrir fundi í Friðarhúsi. Sólveig Anna …

SHA_forsida_top

Hervædd viðbrögð við ebólu

Hervædd viðbrögð við ebólu

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að um þessar mundir geysar versti ebólufaraldur sögunnar …

SHA_forsida_top

Dirty Wars á mánudagskvöld

Dirty Wars á mánudagskvöld

Heimildarmyndin Dirty Wars hefur vakið verðskuldaða athygli, en í henni er athyglinni beint að stríðsrekstri …

SHA_forsida_top

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustmisseris verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudagskvöldið 26. september. Jón Bjarni, Gísli …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015. Sem fyrr er ætlunin …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Eftirfarandi grein Gylfa Páls Hersis birtist fyrst í Fréttablaðinu fimmtudaginn 11. september, eftir að hafa …

SHA_forsida_top

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa sögulegu samantekt á málefnum Úkraínu. …

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja á menningarnótt

Skiltasmiðja á menningarnótt

Samtök hernaðarandstæðinga láta til sín taka á menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst og bjóða upp á …

SHA_forsida_top

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Róttæki sumarháskólinn hefur rækilega fest sig í sessi. Nokkur undanfarin ár hefur hann staðið fyrir …

SHA_forsida_top

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum meðfylgjandi grein til birtingar: Michael Bociurkiw var annar af …

SHA_forsida_top

Myndin af Anders Fogh

Myndin af Anders Fogh

Birgitta Bergþóru- Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti í dag athygli á sérkennilegri mynd af Anders Fogh …

SHA_forsida_top

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ragnheiður Skúladóttir leikstjóri flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri þann 6. ágúst sl. Kæra samferðafólk …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni á Tjörninni þann 6. ágúst. Þegar …