BREYTA

Undirlægjuhættinum linni

Erindi flutt á fundi herstöðvaandstæðinga á Ísafirði, sem haldinn var til að fagna brottför bandaríska hersins frá Íslandi. Auðvitað er ástæða til að fagna brottför hersins eftir sex áratuga veru hér á landi. En þó er okkur efst í huga hvað það er lítil reisn yfir þessari brottför af hálfu íslenskra ráðamanna. Við hefðum viljað sjá, og það fyrir löngu, íslenska þjóð kasta frá sér kotungshættinum og segja upp varnarsamningnum með stolti og lýsa yfir ævarandi her- og hlutleysi þjóðarinnar, sem þá gæti tekið að sér að verða leiðtogi í friðarmálum heimsins. Þá hefði verið gaman að lifa, í stað þess að sjá enn og aftur undirlægjuháttinn sem fær mann til að skammast sín. Enn og aftur skríðum við fyrir Bandaríkjamönnum og samþykkjum áframhaldandi heræfingar hér á landi og þrífum upp óhroðann eftir þá. Enn og aftur vælum við utan í þeim þegar þeir sjá ekki lengur hag sinn í lengri hersetu hér á landi. Enn og aftur flöðrum við upp um þá eins og lúbarðir rakkar og skiljum ekki hvers vegna þeir vilja ekki gæta okkar lengur fyrir vondu körlunum. Eins og við höfum nú stutt þá dyggilega í allri þeirra yfirgangsstefnu og fyrirlitningu á öðrum þjóðum. Erindinu lauk með lestri á ljóði Jakobínu Sigurðardóttur, Svikarinn. Ljóðið á jafnvel betur við í dag en þegar það var samið.
    Aumingja íslenzki hundur, sem áttir að reka úr túninu illan, óboðinn gest, hvað hefur orðið af þér? Ertu hættur að gelta? Illa ferst þér um flest. Hættur að gjamma, greyið – og hvað er nú þetta! Flaðrar þú upp um óþokkann, afmánin þín? Svei þér! Og svei þér aftur! Sízt skal þér verða þægileg þóknun mín. Þú áttir þó eittsinn að heita íslenzkur hundur. Íslenzk er á þér rófan, íslenzkt þitt gula trýn. Ekki vissi ég annað! Og íslenzk var móðir þín. En hún hefði glefsað, greyið, ef geltið hefði ekki dugað, þó hún væri tík og hreinlega aldrei til hundsmennta sett. Um hitt fer ég heldur að efast að hún hafi feðrað þig rétt. Að flaðra upp um fjanda þann og flangsa, dillandi rófunni. Nei, það hefði hún aldrei um eilífð gert, það er örugg sannfæring mín. Því segi ég: Svei þér aftur! Svei þér – og skammastu þín.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 12. september 2020 áréttar nauðsyn þess að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 12. september

Landsfundur SHA 12. september

Að öllu jöfnu hefði landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verið haldinn í marsmánuði en vegna heimsfaraldurs varð …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 2020

Kertafleyting 2020

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Allt …

SHA_forsida_top

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

75 ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgirnar …

SHA_forsida_top

Her­væðing lög­reglunnar

Her­væðing lög­reglunnar

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir …

SHA_forsida_top

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt leynd af ýmsum skjölum sem varpa ljósi á Kalda stríðið. Þar …

SHA_forsida_top

Maímálsverður

Maímálsverður

Eftir nokkurt hlé hefjast fjáröflunarmálsverðir SHA í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 á nýjan leik. Fyllsta öryggis …

SHA_forsida_top

English

English

  Campaign Against Militarism Icelanders have opposed military activities and NATO since …

SHA_forsida_top

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid. Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og …

SHA_forsida_top

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á …

SHA_forsida_top

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundaði í gær. Í ljósi yfirstandandi faraldurs var ákveðið að fjáröflunarmálsverður Friðarhúss …

SHA_forsida_top

Höfnum stríði við Íran

Höfnum stríði við Íran

Laugardagurinn 25. janúar var helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Bræðurnir Friðrik Atlason og Gísli Hrafn Atlason sjá um janúarmálsverð friðarhúss. Í boði verður kjúklingagúmmelaði …

SHA_forsida_top

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Kæru friðarsinnar, Friður og lýðræði eru í mínum huga nánar systur og verða ekki …