BREYTA

Undirlægjuhættinum linni

Erindi flutt á fundi herstöðvaandstæðinga á Ísafirði, sem haldinn var til að fagna brottför bandaríska hersins frá Íslandi. Auðvitað er ástæða til að fagna brottför hersins eftir sex áratuga veru hér á landi. En þó er okkur efst í huga hvað það er lítil reisn yfir þessari brottför af hálfu íslenskra ráðamanna. Við hefðum viljað sjá, og það fyrir löngu, íslenska þjóð kasta frá sér kotungshættinum og segja upp varnarsamningnum með stolti og lýsa yfir ævarandi her- og hlutleysi þjóðarinnar, sem þá gæti tekið að sér að verða leiðtogi í friðarmálum heimsins. Þá hefði verið gaman að lifa, í stað þess að sjá enn og aftur undirlægjuháttinn sem fær mann til að skammast sín. Enn og aftur skríðum við fyrir Bandaríkjamönnum og samþykkjum áframhaldandi heræfingar hér á landi og þrífum upp óhroðann eftir þá. Enn og aftur vælum við utan í þeim þegar þeir sjá ekki lengur hag sinn í lengri hersetu hér á landi. Enn og aftur flöðrum við upp um þá eins og lúbarðir rakkar og skiljum ekki hvers vegna þeir vilja ekki gæta okkar lengur fyrir vondu körlunum. Eins og við höfum nú stutt þá dyggilega í allri þeirra yfirgangsstefnu og fyrirlitningu á öðrum þjóðum. Erindinu lauk með lestri á ljóði Jakobínu Sigurðardóttur, Svikarinn. Ljóðið á jafnvel betur við í dag en þegar það var samið.
    Aumingja íslenzki hundur, sem áttir að reka úr túninu illan, óboðinn gest, hvað hefur orðið af þér? Ertu hættur að gelta? Illa ferst þér um flest. Hættur að gjamma, greyið – og hvað er nú þetta! Flaðrar þú upp um óþokkann, afmánin þín? Svei þér! Og svei þér aftur! Sízt skal þér verða þægileg þóknun mín. Þú áttir þó eittsinn að heita íslenzkur hundur. Íslenzk er á þér rófan, íslenzkt þitt gula trýn. Ekki vissi ég annað! Og íslenzk var móðir þín. En hún hefði glefsað, greyið, ef geltið hefði ekki dugað, þó hún væri tík og hreinlega aldrei til hundsmennta sett. Um hitt fer ég heldur að efast að hún hafi feðrað þig rétt. Að flaðra upp um fjanda þann og flangsa, dillandi rófunni. Nei, það hefði hún aldrei um eilífð gert, það er örugg sannfæring mín. Því segi ég: Svei þér aftur! Svei þér – og skammastu þín.

Færslur

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Barnagull

Barnagull

Það er talsvert um að börn friðarsinna mæti á fundi og samkomur í Friðarhús ásamt …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Samantekt á íslensku: Fyrirætlun NATO að staðsetja herstöðvar í Saragossa (á Spáni) og á …

SHA_forsida_top

Palindrome að kvöldi 30. mars

Palindrome að kvöldi 30. mars

Staðfest hefur verið að hljómsveitin Palindrome mun spila fyrir gesti að kvöldi 30. mars að …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

30. mars er mikilvæg dagsetning í baráttusögu íslenskra friðarsinna, en á þeim degi samþykkti Alþingi …

SHA_forsida_top

Afnám hernáms

Afnám hernáms

eftir Ólaf Hannibalsson Eftirfarandi grein Ólafs Hannibalssonar birtist í Fréttablaðinu 21. mars, sjá einnig …

SHA_forsida_top

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé …

SHA_forsida_top

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Sífellt er unnið að endurbótum á Friðarvefnum, í því skyni að gera hann aðgengilegri fyrir …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir fundi á Akureyri laugardaginn 17. mars í tilefni af 4 ára …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

eftir Magnús Má Guðmundsson formann Ungra jafnaðarmanna Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars …

SHA_forsida_top

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Á fjögurra ára afmæli Íraksstríðsins efna ýmsir hópar og samtök til baráttusamkomu í Austurbæ, þar …

SHA_forsida_top

Kjarni málsins

Kjarni málsins

Stundin: Mánudagskvöldið 19. mars, kl. 20 Staðurinn: Austurbær (gamla Austurbæjarbíó) Dagskráin: Ávörp: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Friðsöm utanríkisstefna

Friðsöm utanríkisstefna

Höfundur: Lárus Páll Birgisson Hér er hvatningarbréf sem Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni, …