BREYTA

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því miður hafa ýmsir af áhrifamestu mönnum heims takmarkaðan áhuga. Mótmælaaðgerðir eru daglega víða um heim og margir hafa hafið undirskriftasafnanir til að reyna að hafa áhrif á ráðamenn. Save Lebanon Við höfum áður vakið athygli á þessari undirskriftasöfnun: http://epetitions.net/julywar/index.php sjá nánar hér: ////safn/384 Við minnum áfram á hana. Stop the Bloodshed Við viljum einnig minna á þessa undirskriftasöfnun sem er nýlega hafin: http://www.ceasefirecampaign.org/ Textinn, sem skrifað er undir, er á þessa leið: Heimurinn má ekki leyfa að blóðbaðið í Miðausturlöndum haldi áfram. Þúsundir saklausra borgara hafa verið drepnir og limlestir, hátt í ein milljón manns eru heimilislausir og hætta er á enn frekari átökum með hryllilegum afleiðingum. Við skorum á Bush, forseta Bandaríkjanna, Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að styðja ákall Kofi Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um tafarlaust vopnahlé og alþjóðlegt lið til að koma á friði. Takmarkið er að safna milljón undirskriftum. Undirskriftirnar verða afhentar Öryggisráðinu og áskorunin birt í dagblöðum í Bandaríkjunum, Evrópu og Miðausturlöndum. Að þessu átaki stendur hópur fólks í tenglsum við samtökin MoveOn og Res Publica og vefritið openDemocracy. Ceasefire - Lebanon/Israel Við minnum líka á vefsíðu Amnesty International um stríðið í Líbanon.

Færslur

SHA_forsida_top

Að sletta skyri og príla upp krana

Að sletta skyri og príla upp krana

Reykjavíkurakademían efnir til málþings fimmtudaginn 18. maí milli kl. 16:30 og 18:30. Umræðuefnið er mótmæli …

SHA_forsida_top

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Enn einu sinni hefur það verið staðfest að sænska þjóðin kærir sig ekki um að …

SHA_forsida_top

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO í Evrópu

Vígvæðing NATO í Evrópu

Á annarri síðu Fréttablaðsins laugardaginn 12. maí er lítil en athyglisverð frétt og reyndar mjög …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Undirskriftalisti gegn áformum um árás á Íran. Skráið ykkur. Hvert nafn skiptir máli. Bandaríkjamenn …

SHA_forsida_top

Jeppar og jakkaföt

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn laugardaginn 6. maí. Fram kom að áætlanir félagsins um …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

„Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á …

SHA_forsida_top

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf. Aðalfundur undirbúinn.

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst …