Eftir innrás Bandaríkjanna og fleiri ríkja í Írak 2003 var settur upp dómstóll í anda Russell-dómstólsins sem heimspekingurinn Bertrand Russell hafði frumkvæði að árið 1967 til að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjanna í Víetnam. Í kringum Íraks-dómstólinn voru mynduð samtök með aðsetur í Brussel og kölluð BRussell dómstóllinn (Sjá nánar BRussells Tribunal).
BRussell-dómstóllinn hefur hafið söfnun undirskrifta undir áskorun til bandarískra og breskra stjórnvalda. Í áskoruninni er bent á það hörmungarástand sem ríkir í Írak og að innrásin hafi brotið í bága við alþjóðalög og nauðsynlegt sé að það sé rannsakað. Settar eru fram tvær kröfur:
Semjið við andstöðuna!
Refsið fyrir glæpina!
Fyrst til að skrifa undir áskorunina voru Denis Halliday og Hans von Sponeck fyrrum aðstoðarmenn framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna í Írak og Margarita Papandreou fyrrum forsetafrú í Grikklandi.
Nánari upplýsingar og form til að setja sig á undirskirftalistann er hér.

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí Fjölmenni var í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí, …

Um samfelluna í utanríkisstefnu Bandaríkjanna Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, skrifaði grein á vefritið Múrinn …

Morgunkaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11.

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

Ritstjórnargrein Herstöðvaandstæðingar hafa löngum látið mikið á sér bera í kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí. …

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi stendur yfir pottunum á fjáröflunarmálsverði Friðarhúss. Borðhald hefst. kl. 19.

Morgunfundur 1. maí 2006 Mongo sportbar, Kaupangi kl. 10.30 Stefna – félag vinstri manna heldur …

eftir Hugin Frey Þorsteinsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 21. apríl 2006 Síðastliðin 60 …

Laugardaginn 29. apríl verður fjöldaganga og útifundur í New York fyrir friði, réttlæti og lýðræði. …

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

Föstudagskvöldið 28. apríl verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi þar sem Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi sér um eldamennsku. …

Stjórn Friðarhúss fundar til að undirbúa aðalfund.

Í dag, 26. apríl, setjast fulltrúar íslensku ríkisstjórnarinnar aftur niður með fulltrúum frá Bandaríkjunum til …

Almennur félagsfundur SHA til að ræða verkefni haustsins. Er herinn á förum? Hvernig er best …

Það er margt á seyði hjá SHA næstu vikuna, þótt sumarið sé komið smkv. dagatalinu. …